Netöryggi
Góð ráð um varnir gegn netsvikum
Netsvik hafa aukist verulega. Við höfum tekið saman aðgengilegar upplýsingar um hvernig hægt er að þekkja netsvik og verjast þeim....
20. des. 2024
Síðustu vikur og mánuði hefur verið mikið um að fólk falli fyrir símtalasvikum sem oftast snúast um rafmyntir sem ýmist eru boðnar til sölu eða fólki er talin trú um að það eigi rafmyntir inni á reikningi. Fjárhagslegt tjón í þessum svikum hefur verið mikið og eftir sitja einstaklingar í sárum.
2. des. 2024
Hvað eru bestu og sterkustu lykilorðin? Best og sterkast er ekki alveg það sama, því góð lykilorð þurfa bæði að vera eftirminnileg OG sterk vörn gegn netárásum. Svarið gæti því komið þér á óvart!
11. nóv. 2024
Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
31. ágúst 2023
Ertu örugglega að nota rafrænu skilríkin til að staðfesta eitthvað sem þú vilt í raun og veru gera? Eða eru svikarar kannski að plata þig til að nota rafrænu skilríkin til að hleypa sér inn í bankaappið þitt?
3. ágúst 2023
Netsvikum og tilraunum til netsvika hefur fjölgað mikið í sumar. Ekki aðeins eru málin fleiri heldur eru fórnarlömbin líka yngri en áður. Möguleg skýring á aukningunni er sú að nú er meira um að svikin séu reynd utan opnunartíma fyrirtækja, þ.e. um kvöld og um helgar og þegar líklegt er að fólk sé í sumarfríi og því síður á varðbergi.
28. júlí 2023
Ef þig grunar að þú hafir lent í klóm svikara, sérð óeðlilegar færslur á reikningum eða greiðslukortum eða óviðkomandi hefur komist inn í netbankann þinn, er mikilvægt að hafa samband við bankann eins fljótt og hægt er.
13. jan. 2023
Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit, en mikið hefur borið á þeim undanfarið.
8. júlí 2022
Tilraunum til hvers kyns netsvika hefur fjölgað mikið og reynslan sýnir að þeim fjölgar á sumrin. Ástæðan er talin vera sú að netsvikarar vonast eftir því að þá sé fólk sé kærulausara og sé líklegra til að taka þátt í fölskum Facebook-leik, smella á hlekk í hugsunarleysi eða skoða ný „fjárfestingartækifæri“.
12. maí 2022
Notkun á tölvum og símum er stór hluti af okkar daglega lífi og því nauðsynlegt að vera meðvituð og upplýst um hætturnar sem leynast á netinu.
8. mars 2022
Landsbankinn stóð fyrir vel heppnuðum fundi um netöryggismál fimmtudaginn 3. mars 2022. Á fundinum var m.a. fjallað um hvernig skipulagðir glæpahópar beina spjótum sínum að einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig verjast má atlögum þeirra.
2. mars 2022
Tilraunir til fjársvika á netinu aukast stöðugt og dæmi eru um að Íslendingar hafi tapað milljónum til svindlara á netinu. Oft er verið að spila með tilfinningar og góðmennsku fólks og mikilvægt að fólk þekki einkenni svikatilrauna, hvort sem þau beinast gegn þér eða þínum nánustu.
4. nóv. 2021
Það er mjög mikilvægt að lesa vandlega öll skilaboð sem koma frá bankanum þínum, kortafyrirtækjum, þjónustuaðilum eða verslunum áður en þú gefur upp greiðsluupplýsingar eða samþykkir greiðslu. Með því að fara vandlega yfir skilaboðin getur þú dregið verulega úr hættunni á að verða þolandi kortasvika.
12. apríl 2021
Undanfarið hefur borið meira á tilraunum til svonefndra vörumerkjasvika sem ganga út á að villa um fyrir fólki með gylliboðum í nafni þekktra fyrirtækja og lokka það inn á vefsíður fjársvikara. Nýverið birtust færslur á Facebook með fölsuðum skjámyndum úr íslenskum bankaöppum, í einmitt þessum tilgangi.
8. okt. 2020
Þrátt fyrir að meira sé nú um tilraunir til hvers kyns netsvika falla færri í gildruna. Það sem af er árinu 2020 hefur fjársvikamálum á netinu, þar sem svikin takast og tjón verður, fækkað um helming miðað við sama tíma árið 2019. Við teljum að þróunin sé að mestu leyti fræðslu og umræðu um netöryggi að þakka en kórónuveirufaraldurinn hefur líka sín áhrif.
11. sept. 2020
Í ástarsvikum stofna svikarar til falsks ástarsambands á netinu í þeim tilgangi að hafa fé af fórnarlömbunum. Þeir þykjast t.d. vera ungar konur í vanda eða særðir hermenn til að fá fólk til að bíta á agnið.
2. sept. 2020
Samhliða því að sífellt fleiri stunda fjarnám eða sinna vinnu að heiman leita netþrjótar að nýjum leiðum til að svindla á fólki. Það má gera ýmislegt til að auka netöryggi heimilisins og treysta varnir gegn óprúttnum aðilum.
23. okt. 2019
Reglulega koma fram á sjónarsviðið nýjungar sem efla öryggi fólks á netinu. Hér er fjallað um áhugaverðar, ókeypis lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir sem gera tölvupóstsendingar bæði öruggari og skilvirkari.
17. okt. 2019
Ein tegund fjárkúgunar er svonefnd sæmdarkúgun (e. sextortion) þar sem vegið er að sæmd og friðhelgi viðkomandi í þeim tilgangi að beita kúgun. Búist er við að slíkum málum fari fjölgandi.
1. okt. 2019
Netsvikarar beita útsmognum sálfræðihernaði til að blekkja fórnarlömb sín. Tölvupóstar frá þeim geta verið á óaðfinnanlegri íslensku og þeir bjóða upp á sannfærandi (en falska) netbanka sem virðast sýna ótrúlega ávöxtun.
12. júlí 2019
Netsvik birtast okkur í ýmsum útgáfum. Þar má nefna svonefnd fjárfestasvik (investment scam) og hefur umfang þeirra hérlendis aukist um 77% á árinu.
5. júlí 2019
Handfrjáls símabúnaður veitir öryggi og þægindi. Mikilvægt er að aftengja símann við skil á bílaleigubíl því annars geta þrjótar notfært sér gögnin til að undirbúa svik.
3. jan. 2019
Gagnalekum fjölgar milli ára, sífellt fleiri kortanúmer ganga kaupum og sölu, illa fengnum lykilorðum er dreift sem aldrei fyrr og netþrjótar beita sífellt þróaðri aðferðum. Í þessari grein er fjallað um þróun netglæpa á árinu 2018.
4. okt. 2018
Landsbankinn varar eindregið við falsfréttum sem oft snúast um ótrúlega góð tilboð eða skjótan gróða nafngreindra Íslendinga. Fréttunum er gjarnan dreift á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum og þær geta í sumum tilfellum verið töluvert sannfærandi.
4. maí 2018
Líkt og falskir tölvupóstar geta fölsk smáskilaboð verið afar sannfærandi. Þess vegna er mikilvægt að þekkja megineinkenni falskra skilaboða, hvort sem þau koma sem SMS eða með öðrum hætti.
25. apríl 2017
Búast má við að í náinni framtíð muni lykilorð á netinu víkja fyrir nýjum aðferðum til auðkenningar, s.s. skönnun á fingraförum eða augasteinum eða raddgreiningu. Ástæðan er sú að lykilorð veita ekki lengur þá vörn sem þau gerðu í árdaga internetsins.
25. apríl 2017
Algengt er að reynt sé að blekkja fólk með trúverðugum skilaboðum í tölvupósti sem líta út eins og þau séu frá lögmætum fyrirtækjum. Markmið skilaboðanna eru hins vegar að fá þig til að smella á slóð, hlaða niður hugbúnaði fjársvikara eða opna viðhengi. Þannig komast óprúttnir aðilar yfir upplýsingar eða fjármuni. Þessi aðferð nefnist vefveiðar (e. phishing).
25. apríl 2017
Traust og örugg lykilorð eru enn einfaldasta vörnin gegn netsvikum en samt sem áður velja margir sér lykilorð af kæruleysi. Í þessum pistli verður fjallað um öryggi lykilorða og leiðir til að velja sér traust lykilorð sem (tiltölulega) auðvelt er að leggja á minnið. Málefnið er brýnt því flest bendir til þess að netsvik færist mjög í vöxt.
25. apríl 2017
Á undanförnum árum hefur tilraunum til fjársvika á netinu fjölgað umtalsvert. Landsbankanum er mikið í mun að vara viðskiptavini sína og aðra við þeim hættum sem af slíkri glæpastarfsemi stafa. Í nýrri samfélagsskýrslu bankans er m.a. fjallað um öryggismál.
1. feb. 2017
Á netinu birtast ýmis gylliboð um skjótfenginn gróða fyrir það eitt að taka á móti peningum og millifæra upphæðina síðan til fyrirtækis eða einstaklings. Þóknunin getur hlaupið á hundruðum þúsunda króna. Sá sem tekur slíkt að sér er um leið orðinn að burðardýri í peningaþvætti og þar með þátttakandi í alvarlegu lögbroti.