Greiðslumat

Ger­um greiðslu­mat á ör­fá­um mín­út­um

Greiðslu­mat gef­ur þér skýra mynd af greiðslu­getu þinni og því hversu hátt lán þú get­ur tek­ið. 

Það er einfalt að ganga frá greiðslumati á netinu

Þú notar rafræn skilríki til að leyfa bankanum að taka saman þau gögn sem notuð verða til að útbúa greiðslumatið. Hjón og sambúðarfólk eru greiðslumetin saman og því þurfa báðir aðilar að hafa rafræn skilríki.

Niðurstöður greiðslumats

Þegar þú hefur lokið greiðslumati getur þú reiknað hámarksverð íbúðar eða bíls allt eftir því hvernig lán þú vilt taka og hve mikið þú getur greitt í útborgun.

Hafðu í huga að það er ekki endilega rétt að nýta allt svigrúmið sem greiðslumatið gefur. Þú vilt geta leyft þér fleira en að kaupa mat og borga af lánum.

Athugaðu að þessi áætlun tekur ekki mið af áætluðum rekstri fasteignar eða greiðslubyrðarhlutfalli Seðlabankans.

Hvað getur þú greitt mikið á mánuði?

Hér getur þú áætlað greiðslugetu þína á fljótlegan hátt áður en þú ferð í formlegt greiðslumat.

Fjölskylda
Íbúðalán

Leiðin þín að nýju heimili byrjar hér. Við lánum allt að 80% af kaupverði íbúðar en 85% til fyrstu kaupa. Lægri greiðslubyrði eða möguleiki á hraðari eignamyndun.

Fjölskylda
Bílalán

Við lánum allt að 80% af kaupverði til allt að 8 ára og bjóðum betri kjör við kaup á rafbílum.

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur