Áreiðanleikakönnun

Upplýsingar vegna viðskipta

Áreiðanleikakönnun gerir bankanum kleift að sinna eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samkvæmt lögum þurfa allir viðskiptavinir að veita þessar upplýsingar um viðskipti sín við bankann.

Hvernig svara ég áreiðanleikakönnun?

Framkvæma þarf áreiðanleikakönnun með reglubundnum hætti en þú færð tilkynningu þegar kemur að því að svara þessum spurningum. Það er einfalt og tekur augnablik að ljúka könnuninni en að ákveðnum tíma liðnum verður lokað fyrir aðgang að reikningum þar til könnuninni hefur verið svarað.

Við viljum benda á að þeir sem hefja viðskipti við bankann eða sækja um nýja þjónustu þurfa að vista gild og viðurkennd persónuskilríki hjá Landsbankanum. Það má gera með rafrænum skilríkjum í gegnum vef Landsbankans. Einnig er einfalt að uppfæra persónuupplýsingar, eins og t.d. lögheimili og samskiptaleiðir, í netbankanum undir stillingar.

Skattaleg heimilisfesti

Öll þau sem eru með skattalega heimilisfesti utan Íslands þurfa að skrá skattkennitölur sínar (e. tax identification number (TIN)) hjá bankanum. Í appinu og netbankanum getur þú skráð eða leiðrétt skattkennitöluna þína með því að svara áreiðanleikakönnun.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur