Við erum talin vera með skattalega heimilisfesti í því ríki þar sem okkur ber að greiða skatt af öllum okkar tekjum, hvaðan sem þeirra er aflað. Í mörgum löndum er reglan sú að við erum talin vera með skattalega heimilisfesti í því ríki þar sem við dveljum lengur en samtals 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili.
Skattaleg heimilisfesti fer þó eftir lögum hvers ríkis fyrir sig og getur skilgreiningin verið mismunandi. Ef þú ert í vafa, bendum við þér á að hafa samband við skattaráðgjafa eða skattyfirvöld í viðkomandi landi.
Athugaðu að TIN-ið er ekki það sama og íslenska kennitalan þín, heldur sérstök skattkennitala sem er gefin út af ríkinu þar sem þú ert með skattalega heimilisfesti. Þú ættir að finna upplýsingar um rétt TIN á vefsíðum skattyfirvalda í því landi.