Sparnaður

Fjölskylda í sumarbústað

Byggj­um upp sparn­að­inn þinn

Sparn­að­ur kem­ur sér alltaf vel. Að setja sér markmið í sparn­aði get­ur ver­ið hluti af því að und­ir­búa fram­tíð­ina, tíma­mót­in, við­gerð­irn­ar eða hús­næð­is­kaup­in.

Velkomin í sparnaðarráðgjöf

Saman finnum við réttu sparnaðarleiðina fyrir þig. Þú getur pantað tíma þegar þér hentar.

Fólk með hund úti í náttúrunni
Eignadreifing dregur úr áhættu

Með því að spara í sjóðum dreifir þú áhættunni og eykur ávöxtunarmöguleika sparnaðar þíns.

Hjón úti í náttúru
Ávöxtun sem byggir á sjálfbærni

Hafðu áhrif með því að ráðstafa sparnaði þínum í verkefni og fjárfestingar sem styðja við sjálfbærni.

Fjölskylda skoðar hesta um vetur
Hvaða reikningur gæti hentað þér?

Við bjóðum úrval reikninga sniðna að ólíkum þörfum. Það tekur enga stund að stofna þá í netbankanum.

Það er einfalt að byrja að spara

Með reglulegum sparnaði í netbankanum þarft þú ekki að muna eftir því að leggja til hliðar. Upphæðin þarf ekki að vera há en margt smátt gerir eitt stórt. 

Landsbankaappið í síma

Þægilegri sparnaður í appinu

Það er auðvelt að byrja að spara í appinu. Settu þér markmið, ákveddu upphæðina og tímann og appið reiknar út hvað þú þarft að leggja mikið fyrir mánaðarlega til að ná markmiðinu. Þú getur líka sparað að sameiginlegu markmiði með vinum eða fjölskyldu. 

Móðir með börn við bíl

Sjálfvirkar millifærslur

Þú ákveður upphæðina, hvenær skal millifæra og velur sparnaðarreikninginn. Millifærslan verður framkvæmd sjálfkrafa í hverjum mánuði. 

Kona sinnir hestum um vetur

Mánaðarleg áskrift í sjóðum

Með mánaðarlegri áskrift í sjóð greiðir þú ekkert gjald við kaup og greiðir lægra afgreiðslugjald. Lágmarksupphæð er 5.000 kr.

Greiðsla

Sparað með kortanotkun

Viltu spara ákveðna upphæð við hverja notkun á debet- eða kreditkortinu þínu? Hægt er að hækka hverja færslu um ákveðna upphæð eða upp í næsta hundrað eða þúsund. 

Fólk í sumarbústað

Sameiginleg sýn á fjármálin

Í appinu getur þú valið hvort þú veitir öðrum skoðunaraðgang að fjármálunum þínum eða leyfi til að framkvæma helstu aðgerðir fyrir þína hönd, allt eftir því hvað hentar þér og þínum. Þú getur einnig fellt aðgangsheimildirnar niður með einföldum hætti.

Reiknaðu út sparnaðinn

Reiknaðu hve mikið þú þarft að leggja fyrir á mánuði, í hve langan tíma eða hvað þú munir eiga mikið í lok sparnaðartímabils. Útreikningar miðast við mánaðarlega greiðslu vaxta.

ISK
%
ISK
mán.
24.703 kr.

Sparnaðarráðgjöf

Veistu ekki hvaða sparnaðarleið þú átt að velja? Við erum alltaf til staðar til að fara yfir þær sparnaðarleiðir sem eru í boði. Þú getur pantað tíma þegar þér hentar.

Fyrstu skrefin í verðbréfafjárfestingum

Hver eru helstu atriðin sem gott er að vita um verðbréfafjárfestingar? Í stuttum fyrirlestrum förum við yfir nokkur lykilatriði og mikilvægi þess að vera meðvituð um áhættuna.

Fimm leiðir til að setja sér fjárhagsleg markmið

Fjárhagsleg markmiðasetning er oft grunnurinn að því að önnur markmið geti orðið að veruleika.

Þú getur byggt upp séreign með skyldulífeyrissparnaðinum

Í hugum margra er lítill munur á lífeyrissjóðum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Sú er þó ekki raunin.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur