Skyldulífeyrissparnaður

Fjölskylda

Meiri sér­eign og auk­inn sveigj­an­leiki

  • Þú get­ur sótt um líf­eyr­is­sparn­að í Lands­banka­app­inu

Íslenski lífeyrissjóðurinn

Með skyldulífeyrissparnaði hjá Íslenska lífeyrissjóðnum ávinnur þú þér ævilangan lífeyri í formi samtryggingar en jafnframt ávaxtast hluti sparnaðar þíns í formi séreignar sem erfist. Hlutfall séreignar fer eftir því hvaða greiðsluleið þú velur.

Meiri séreign
Á bilinu 43-75% sparnaðar fer í séreign.
Sveigjanlegar útgreiðslur
Þú getur byrjað að taka út sparnaðinn við 60 ára aldur.
Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir
Þú getur valið ávöxtunarleið sem hentar þér.

Reiknaðu út lífeyrissparnaðinn þinn

ára
ISK
65 ára

Val um greiðsluleiðir

Boðið er upp á fjórar greiðsluleiðir þar sem hlutfall séreignar er mishátt. Þú getur valið um að 43-75% fari í séreign sem erfist að fullu (miðað við 15,5% skylduiðgjald). Það sem ekki rennur í séreign fer í samtryggingu sem tryggir þér ævilangan lífeyri auk maka-, barna- og örorkulífeyris.

Leið I
43%
séreign
Leið II
55%
séreign
Leið III
67%
séreign
Leið IV
75%
séreign
Maður úti í náttúru

Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir

Í samtryggingarhluta er ein ávöxtunarleið þar sem tekin er hófleg áhætta með það að markmiði að ná góðri ávöxtun til lengri tíma. Í séreign er boðið upp á fjórar ávöxtunarleiðir: Líf I, Líf II, Líf III og Líf IV. Mesta áhættan er í Líf I þar sem hlutfall hlutabréfa er hæst. Áhætta fer svo minnkandi og er minnst í Líf IV þar sem fjárfest er eingöngu í skuldabréfum og innlánum.

Útgreiðslur

Útgreiðslur úr skyldulífeyrissparnaði geta ýmist verið vegna aldurs, örorku eða andláts. 

Lífeyrissparnaðurinn þinn

Í Landsbankaappinu finnur þú upplýsingar um inneign þína, réttindi og hreyfingar á lífeyrissparnaði þínum.

Í appinu getur þú meðal annars:

Sótt um lífeyrissparnað
Breytt lífeyrissparnaði
Skoðað yfirlit
Fólk að ganga í náttúru
Lífið eftir vinnu

Mikilvægt er að huga tímanlega að lífeyrismálum, því lífeyrir hefur mikil áhrif á það svigrúm sem fólk hefur til að njóta lífsins eftir starfslok og skapar möguleika á að hætta fyrr að vinna.

Fólk úti að ganga í náttúru
Hvernig getur sparnaður stuðlað að sjálfbærara samfélagi?

Markmið sjálfbærni er að stuðla að þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum.

Hjón
Þú getur byggt upp séreign með skyldulífeyrissparnaðinum

Í hugum margra er lítill munur á lífeyrissjóðum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Sú er þó ekki raunin.

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur