Já, allir sem greiða í hefðbundinn samtryggingarsjóð geta valið að greiða 3,5% af 15,5% heildariðgjaldi í tilgreinda séreign hjá Íslenska lífeyrissjóðnum.
Tilgreind séreign
Tilgreind séreign
Launþegar sem greiða 15,5% heildariðgjald í hefðbundna samtryggingarsjóði mega ráðstafa 3,5% af iðgjaldinu í tilgreinda séreign. Ef sjóðfélagi velur ekki að greiða í tilgreinda séreign rennur iðgjald í samtryggingu viðkomandi sjóðs.

Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir
Fjórar ávöxtunarleiðir eru í boði fyrir tilgreindu séreignina: Líf I, Líf II, Líf III og Líf IV. Mesta áhættan er í Líf I þar sem hlutfall hlutabréfa er hæst. Áhætta fer svo minnkandi og er minnst í Líf IV þar sem eingöngu er fjárfest í skuldabréfum og innlánum.

Hjá þeim sem greiða skyldulífeyrissparnað til Íslenska lífeyrissjóðsins og greiða 15,5% í heildariðgjald, rennur hærra hlutfall en 3,5% í frjálsa séreign sem er laus til útgreiðslu frá 60 ára aldri.
Algengar spurningar
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.