Útgreiðsla

Viðbótarlífeyrissparnaður greiðist út vegna:

Aldurs
Örorku
Fyrstu íbúðarkaupa
Greiðslu inn á íbúðarlán
Fráfalls

Fyrstu íbúðarkaupin þín

Þú getur nýtt viðbótarlífeyrissparnað þinn til að eignast þína fyrstu íbúð, ýmist sem útborgun við íbúðarkaup eða greiðslu inn á íbúðalánið. Greiðslurnar eru skattfrjálsar og má nýta í 10 ár.

Hámarks heimild einstaklings er 500.000 kr. á ári og 1.000.000 kr. fyrir hjón.

Þú þarft að sækja um úrræðið innan við 12 mánuðum frá undirritun kaupsamnings.

Fjölskylda

Lækkaðu lánin

Heimilt er að nýta viðbótarlífeyrissparnað sem skattfrjálsa greiðslu inn á íbúðarlán. 

Heimildin gildir fyrir viðbótarlífeyrissparnað sem greiddur er frá 1. júlí 2014 til 31. desember 2024. 

Hámarks heimild einstaklings er 500.000 kr. á ári en 750.000 kr. fyrir hjón. 

Þú sækir um úrræðið Ráðstöfun inn á fasteignaveðlán á leidretting.is.

Kona með hund

Sparað fyrir útborgun 

Heimilt er að nýta uppsafnaðar greiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar skattfrjálst til kaupa á húsnæði til eigin nota.  

Heimildin gildir fyrir viðbótarlífeyrissparnað sem greiddur er frá 1. júlí 2014 til 31. desember 2024. 

Hámarksúttekt einstaklings er 3.500.000 kr. en hjóna 5.250.000 kr.  

Þú sækir um úrræðið Húsnæðissparnaður á leidretting.is.

Hjón úti í náttúru

Útgreiðsla vegna aldurs

Viðbótarlífeyrissparnaður þinn er laus til útborgunar við 60 ára aldur. Útgreiðslan er tekjuskattskyld. 

Hjón

Útgreiðsla vegna örorku

Ef starfsgeta þín skerðist vegna örorku er viðbótarlífeyrissparnaður þinn laus til útborgunar á 7 árum, miðað við 100% örorku. Árleg útborgun lækkar og úttektartími lengist í hlutfalli við lækkun örorkuprósentu. Útgreiðslan er tekjuskattskyld. 

Vegur

Útgreiðsla vegna fráfalls

Viðbótarlífeyrissparnaður erfist að fullu við fráfall eftir reglum erfðalaga. 

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur