Fyrirvari

Laga­leg­ir fyr­ir­var­ar

Lagalegur fyrirvari vegna rafrænna samskipta við bankann

Símtöl, tölvupóstar og aðrar rafrænar samskiptaleiðir (s.s.  í netspjalli Landsbankans, öðrum samskiptaforritum, eins og Teams eða á samfélagsmiðlum) milli þín og bankans kunna að vera hljóðrituð og/eða varðveitt m.a. til þess að tryggja rekjanleika, sannreyna efni rafrænna samskipta og í öryggis- og eftirlitstilgangi.

Við mælum með að þú sért í einrúmi, án truflana þegar þú átt í rafrænum samskiptum við okkur og tryggja þannig að óviðkomandi hvorki heyri né sjái það sem fram fer með þeim afleiðingum að óviðkomandi komist yfir upplýsingar þínar.

Netspjall Landsbankans er eingöngu ætlað fyrir almennar fyrirspurnir. Notendum netspjallsins er bent á að gefa aldrei upp viðkvæmar upplýsingar í gegnum netspjallið, t.d. persónubundin öryggisskilríki eins og lykilorð, kortanúmer, bankaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar. Persónuleg fjármálaþjónusta er einungis veitt í gegnum örugga samskiptaleið, t.d. á fjarfundi eftir að þú hefur auðkennt þig í samræmi við kröfur bankans.

Þér ber að gæta sérstakrar varúðar gagnvart fölskum skilaboðum, t.d. SMS-skilaboðum eða tölvupósti með hlekk yfir á meinta innskráningarsíðu netbankans/appsins, sem þú kannt að fá send frá þriðja aðila, t.d. í þeim tilgangi að fá uppgefin persónubundin öryggisskilríki og/eða svíkja út fé af reikningum þínum. Nánari upplýsingar um fölsk skilaboð er að finna í almennum viðskiptaskilmálum og er þér bent á að kynna þér þær.

Ef þú færð frá bankanum tölvupóst eða upplýsingar með öðrum rafrænum samskiptaleiðum, þ.m.t. fjárhagsupplýsingar, sem ekki eru ætluð þér eða innihalda rangar eða ófullnægjandi upplýsingar, ber þér að gæta fyllsta trúnaðar um efni samskiptanna. Samkvæmt lögum er þér óheimilt að lesa, skrá, afrita eða notfæra þér upplýsingar sem þú móttekur, fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar, hvort sem er með tölvupósti eða öðrum rafrænum samskiptaleiðum bankans.  Hafi þér fyrir mistök borist slíkar upplýsingar skaltu láta bankann vita þegar í stað. Með öllu óheimilt er að varðveita slíkar upplýsingar heldur skal þeim þegar í stað eytt. Tengist efni tölvupósts ekki starfsemi bankans er slíkt á ábyrgð þess starfsmanns sem sendir.

Óheimilt er að birta ólögmætt eða ósæmilegt efni í rafrænum samskiptum. Hvers konar afritun, myndataka, skjáskot, hljóðupptaka eða dreifing á efni eða upplýsingum sem fram koma í rafrænum samskiptum eða misnotkun þeirra er óheimil og varðar við lög. Bankinn áskilur sér rétt til þess að fjarlægja efni og/eða eyða aðgangi að rafrænum samskiptaleiðum ef samskipti þín eða háttsemi brjóta í bága við skilmála bankans eða lög.

Bankinn ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingum sem veittar eru með rafrænum samskiptaleiðum bankans né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á rafrænum samskiptaleiðum, s.s. í netspjalli eða samskiptaforritum Landsbankans. Þá ber bankinn ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota rafrænar samskiptaleiðir um skemmri eða lengri tíma.  Framangreint á einnig við um samskipti sem eiga sér stað í gegnum skilaboð á Facebook eða aðra samfélagsmiðla.

Nánari upplýsingar um skilmála bankans og hvernigbankinn vinnur persónuupplýsingar má finna í almennum viðskiptaskilmálum Landsbankans og persónuverndarstefnu bankans og eftir atvikum öðrum skilmálum um tilteknar vörur eða þjónustu, t.d. almennum skilmálum vegna fjárfestingarþjónustu.

Lagalegur fyrirvari um vefsvæði Landsbankans og efni á samfélagsmiðlum

Upplýsingar sem birtar eru á vefsvæðum Landsbankans byggja á heimildum sem bankinn telur áreiðanlegar hverju sinni. Bankinn getur þó ekki ábyrgst að allar upplýsingar séu réttar. Þá kunna upplýsingar og skoðanir sem fram koma að breytast án fyrirvara. Bankinn ábyrgist ekki efni frá þriðja aðila sem kann að vera birt á vef bankans.

Upplýsingar sem birtar eru á vef bankans eru almenns eðlis og fela á engan hátt í sér ráðgjöf til viðskiptavina um kaup eða sölu tiltekinna fjármálagerninga. Notendur vefsins bera einir ábyrgð á þeim fjárfestingarákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem birtar eru á vefnum. Viðskipti með fjármálagerninga eru mjög áhættusöm í eðli sínu. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlegar vísbendingar um framtíðarárangur.

Bankinn ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingagjöf bankans né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef bankans. Þá ber bankinn ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn eða aðrar vörur eða þjónustuleiðir bankans í lengri eða  skemmri tíma.

Til þess að vernda kerfi bankans, starfsfólk hans og til að koma í veg fyrir svik eða aðra refsiverða háttsemi áskilur bankinn sér rétt til að vakta öll rafræn samskipti, þ.m.t. umferð á vefsvæðum bankans og tölvupóstssendingar inn og út af netþjónum bankans. Vöktunin felur í sér, en takmarkast ekki við, vöktun vegna vírusa, refsiverðra atvika og notkunar efnis sem kann að vera óheimilt, ólöglegt eða ósæmilegt.

Framangreint á einnig við um allt efni sem bankinn setur inn á samfélagsmiðla, þ. á m. Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter, Youtube og Vimeo.

Vefkökur

Landsbankinn notar vefkökur til að sníða vefsvæðið að þörfum notenda, t.d. til að vista stillingar notenda, til að vinna tölfræðilegar upplýsingar, til að greina umferð um vefsvæðið, í markaðslegum tilgangi og til að stuðla að virkni vefsíðunnar eins og nánar er lýst í persónuverndarstefnu Landsbankans. Landsbankinn notar bæði vefkökur frá fyrsta aðila og vefkökur frá þriðja aðila. Vefkökur frá fyrsta aðila eru vefkökur sem senda eingöngu upplýsingar til Landsbankans. Vefkökur frá þriðja aðila eru tilkomnar vegna þjónustu sem Landsbankinn notar og senda upplýsingar til annars vefsvæðis í eigu þriðja aðila. Viðkomandi aðilar kunna einnig að tengja upplýsingar fengnar af vefsvæði bankans við aðrar upplýsingar sem notendur hafa látið þeim í té, eða upplýsingar sem þeir hafa safnað með notkun notenda á þeirra þjónustu.

Landsbankinn notar vefkökur sem tilheyra þriðju aðilum (m.a. Google og Facebook) á vefsvæði bankans. Þessir þriðju aðilar geta komið fyrir vefkökum í vöfrum notenda vefsvæðisins og með þeim hætti nálgast upplýsingar um heimsóknir á vefsvæðið. Vefkökurnar eru ekki nauðsynleg forsenda fyrir notkun vefsvæðisins en gegna engu að síður hlutverki fyrir bankann. Bankinn notar þjónustu þessara þriðju aðila til að m.a. greina notkun vefsvæðisins, bæði hvað varðar fjölda notenda og hegðun notenda á vefnum, og til að útbúa markaðsefni og auglýsingar sem eru sérsniðnar ákveðnum markhópum. Notendur vefsvæðisins geta nálgast upplýsingar um hvernig þessir aðilar nota vefkökur á vefsíðum þeirra:

Upplýsingar um Google Analytics vefkökur

Upplýsingar um Facebook Pixel vekökur

Leiðbeiningar um stillingar vefkaka

Þessir tenglar beina þér inn á vefsíður þriðju aðila. Landsbankinn ber ekki ábyrgð á þeim upplýsingum sem þar koma fram.

Lagalegur fyrirvari vegna höfundaréttar

Landsbankinn á höfundarétt á öllu efni, þ.m.t. upplýsingum og/eða skjölum sem gerð eru aðgengileg á vefsvæðum bankans, s.s. texta, myndum, grafík, hljóði, hreyfimyndum, myndböndum, firmamerkjum og vörumerkjum bankans. Efnið er varið af höfundarétti og hugverkarétti samkvæmt lögum. Skriflegt samþykki bankans þarf til að endurbirta, dreifa, fjölfalda eða afrita upplýsingar sem fram koma á vefsvæðum bankans. Ekki skiptir máli hvers eðlis upplýsingarnar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að nota þær. Viðskiptavinum bankans er þó heimilt að vista slíkar upplýsingar og/eða skjöl til einkanota.  

Vakin er athygli á að mynd- og/eða hljóðupptaka á afgreiðslustöðum eða öðru húsnæði bankans hvort sem er af starfsfólki bankans, húsnæði eða munum hans er með öllu óheimil, án fyrirfram samþykkis bankans. Birting eða dreifing slíks efnis er óheimil og varðar við lög.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Fjölskylda úti í náttúru
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur