Það er hægt að taka út reiðufé af debetkortareikningi, kreditkortum og fyrirframgreiddum kortum í hraðbönkum.
Debetkort - Úttektarmörk í hraðbönkum
- Klassa og Námu debetkort: 50.000 kr. á sólarhring og hámark 2.000.000 kr. á 30 dögum.
- Debetkort Landsbankans: 300.000 kr. á sólarhring og hámark 2.000.000 kr. á 30 dögum.
- Debetkort fyrir fyrirtæki: 300.000 kr. á sólarhring og hámark 2.000.000 kr. á 30 dögum.
Kreditkort - Úttektarmörk í hraðbönkum
- Námu A-kort: 50.000 kr. á dag.
- Almennt kreditkort og Gullkort: 120.000 kr. á dag.
- Platinum- og Premiumkort: 200.000 kr. á dag.
- Fyrirtækjakort: 200.000 kr. á dag.
- Innkaupakort: 0 kr.
Fyrirframgreidd kort - Úttektarmörk í hraðbönkum
- Vasapeningar: 50.000 kr. á dag.
- Plúskort+: 120.000 kr. á dag.
Sólarhringur þarf að líða milli hámarksúttektar kreditkorta og fyrirframgreiddra korta.
Í hraðbönkum í og við útibú bankans eru úttektarmörkin af bankareikningum 1.000.000 kr. á sólarhring og 2.000.000 kr. á 30 daga tímabili. Úttektir erlendis eru miðaðar við gengi Landsbankans fyrir Visa kort og eru háðar reglum í hverju landi fyrir sig.
Þóknun vegna hraðbankaúttekta er skv. verðskrá Landsbankans á hverjum tíma.