Hafðu samband við söluaðilann og reyndu að leysa málið á sem farsælastan hátt. Þú þarft að afpanta miða ef það er mögulegt án endurgjalds, breyta dagsetningu eða fá endurgreitt frá söluaðila ef hægt er.
Ef söluaðili verður að aflýsa viðburði að kröfu yfirvalda og söluaðili býður þér endurgreiðslu, inneign, inneignarnótu, breytingu á dagsetningu eða annan sanngjarnan valkost sem samræmist kaupskilmálum í stað þeirrar þjónustu sem þú færð ekki, en þú ákveður að þú viljir ekki þiggja boð söluaðila um annan valkost (t.d. ef söluaðili ákveður að færa viðburðinn á aðra dagsetningu og bjóða þér á þann viðburð, en þú kemst ekki) átt þú ekki endurkröfurétt.
Ef aðgerðir yfirvalda koma í veg fyrir að söluaðili geti veitt þjónustuna ættir þú að reyna að leysa málið með söluaðilanum. Hér getur verið um að ræða aðgangskort í líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, árskort að söfnum, leikhús, bíó, tónleika, skemmtigarða o.s.frv. Ef bókunarskilmálar söluaðila kveða á um að varan eða þjónustan sé óendurkræf (non-refundable) verður þú að reyna að leysa málið með söluaðila fyrst. Söluaðila ber að bjóða endurgreiðslu, inneign, inneignarnótu, breytingu á dagsetningu eða gildistíma eða annan sanngjarnan valkost sem samræmist kaupskilmálum í stað þeirrar þjónustu sem þú færð ekki. Geri söluaðili það ekki áttu endurkröfurétt, að því gefnu að skilyrði kortasamtakanna séu uppfyllt.
Ef endurgreiðsla berst ekki 15 dögum eftir að þú sendir beiðni til söluaðila getur þú gert athugasemd við færslu, svo framarlega sem bókunarskilmálar kveða á um rétt til afbókunar og endurgreiðslu.
Kortatryggingar bæta yfirleitt ekki atburði, leikhús, tónleika eða skipulagðar ferðir.