Auðkenningarleiðir

Auð­kenn­ing og inn­skrán­ing

Þú get­ur val­ið um nokkr­ar mis­mun­andi leið­ir til að skrá þig inn og stað­festa greiðsl­ur í net­bank­an­um og app­inu.

Leiðir til auðkenningar

Þú getur auðkennt þig með því að nota lífkenni í snjallsíma, rafræn skilríki í síma eða með Auðkennisappinu frá Auðkenni allt eftir því hvað hentar þér best hverju sinni.

Rafræn skilríki
Rafræn skilríki í síma eru auðveld og þægileg leið til auðkenningar og undirritunar.
Auðkennisappið
Appið virkar hvar sem er í heiminum hvort sem símanúmer er íslenskt eða erlent.
Lífkenni
Notaðu fingrafar eða andlitsgreiningu til að skrá þig inn í Landsbankaappið.
Landsbankaappið
Auðkenndu þig með appinu við innskráningu í netbankann og til að staðfesta greiðslur.

Rafræn skilríki í síma

Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum viðskiptum. Þau eru auðveld og þægileg leið til auðkenningar og undirritunar.

Rafrænu skilríkin eru vistuð á SIM-kortinu í símanum þínum og virka fyrir nær allar tegundir farsíma.

Stúlkur með síma

Auðkennisappið

Auðkennisappið frá Auðkenni heldur utan um rafræn skilríki. Það hentar vel til dæmis fyrir þau sem eru með erlend farsímanúmer eða eru ekki í símasambandi en eru í netsambandi.

Með Auðkennisappinu er hægt að virkja rafræn skilríki í sjálfsafgreiðslu hvar sem er í heiminum!

Stúlka með síma

Lífkenni (andlit eða fingrafar)

Í Landsbankaappinu getur þú skráð þig inn og auðkennt með lífkenni, þ.e. andlits- eða fingrafaragreiningu, eftir því hvað símtækið býður upp á.

Þegar þú skráir innskráningu með lífkenni í fyrsta skipti þarftu að auðkenna þig með einhverri af hinum aðferðunum. Að því loknu getur þú skráð þig inn með lífkenni.

Þú getur líka staðfest netgreiðslur með lífkenni í Landsbankaappinu.

Fólk í tölvu

Innskráning með QR-kóða

Þú getur notað Landsbankaappið til að auðkenna þig þegar þú skráir þig inn í netbankann.

Þú skannar QR-kóða á innskráningarsíðunni með símanum þínum. Þá opnast Landsbankaappið og þú getur notað það til að auðkenna þig.

Sterk auðkenning

Sterk auðkenning felur í sér að þegar þú skráir þig inn í netbankann eða staðfestir greiðslu á netinu þarftu að staðfesta að þú sért í raun þú með því að nota tvö af eftirtöldum þremur atriðum.

Það sem þú ert
Til dæmis fingrafar eða andlit
Það sem þú veist
Til dæmis lykilorð eða PIN-númer
Það sem þú hefur umráð yfir
Til dæmis sími, kort eða öryggislykill

Algengar spurningar

Af hverju sterk auðkenning?

Reglur um greiðsluþjónustu fela í sér að sterkrar auðkenningar er krafist við innskráningu og staðfestingu á greiðslum. Hér má finna upplýsingar um sterka auðkenningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Öruggari greiðslur með sterkri auðkenningu

Nýjar reglur um það sem nefnist „sterk auðkenning“ hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur við innskráningu í bankaöpp og netbanka, um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Tilgangurinn er að auka öryggi og stuðla að meiri samkeppni.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Fjölskylda úti í náttúru
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur