Við gerum okkur grein fyrir að aðstæður geta verið mismunandi. Hafðu samband við okkur ef þú ert í vandræðum.
Auðkenningarleiðir
Auðkenning og innskráning
Þú getur valið um nokkrar mismunandi leiðir til að skrá þig inn og staðfesta greiðslur í netbankanum og appinu.
Leiðir til auðkenningar
Þú getur auðkennt þig með því að nota lífkenni í snjallsíma, rafræn skilríki í síma eða með Auðkennisappinu frá Auðkenni allt eftir því hvað hentar þér best hverju sinni.

Rafræn skilríki í síma
Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum viðskiptum. Þau eru auðveld og þægileg leið til auðkenningar og undirritunar.
Rafrænu skilríkin eru vistuð á SIM-kortinu í símanum þínum og virka fyrir nær allar tegundir farsíma.

Auðkennisappið
Auðkennisappið frá Auðkenni heldur utan um rafræn skilríki. Það hentar vel til dæmis fyrir þau sem eru með erlend farsímanúmer eða eru ekki í símasambandi en eru í netsambandi.
Með Auðkennisappinu er hægt að virkja rafræn skilríki í sjálfsafgreiðslu hvar sem er í heiminum!

Lífkenni (andlit eða fingrafar)
Í Landsbankaappinu getur þú skráð þig inn og auðkennt með lífkenni, þ.e. andlits- eða fingrafaragreiningu, eftir því hvað símtækið býður upp á.
Þegar þú skráir innskráningu með lífkenni í fyrsta skipti þarftu að auðkenna þig með einhverri af hinum aðferðunum. Að því loknu getur þú skráð þig inn með lífkenni.
Þú getur líka staðfest netgreiðslur með lífkenni í Landsbankaappinu.

Innskráning með QR-kóða
Þú getur notað Landsbankaappið til að auðkenna þig þegar þú skráir þig inn í netbankann.
Þú skannar QR-kóða á innskráningarsíðunni með símanum þínum. Þá opnast Landsbankaappið og þú getur notað það til að auðkenna þig.
Sterk auðkenning
Sterk auðkenning felur í sér að þegar þú skráir þig inn í netbankann eða staðfestir greiðslu á netinu þarftu að staðfesta að þú sért í raun þú með því að nota tvö af eftirtöldum þremur atriðum.
Algengar spurningar

Af hverju sterk auðkenning?
Reglur um greiðsluþjónustu fela í sér að sterkrar auðkenningar er krafist við innskráningu og staðfestingu á greiðslum. Hér má finna upplýsingar um sterka auðkenningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Öruggari greiðslur með sterkri auðkenningu
Nýjar reglur um það sem nefnist „sterk auðkenning“ hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur við innskráningu í bankaöpp og netbanka, um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Tilgangurinn er að auka öryggi og stuðla að meiri samkeppni.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.