Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem eru notuð í stafrænum heimi til innskráningar í öpp og á vefsvæði. Þau má nota til sterkrar auðkenningar, t.d. við millifærslur eða netgreiðslur. Undirskriftir með rafrænum skilríkjum uppfylla nútíma öryggiskröfur og eru jafngildar handrituðum undirskriftum.
Rafræn skilríki
Þægileg leið til auðkenningar
Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum viðskiptum. Þau eru auðveld og þægileg leið til auðkenningar og undirritunar.
Hvernig fæ ég rafræn skilríki?
Þú getur virkjað rafræn skilríki í næsta útibúi okkar. Pantaðu tíma í því útibúi sem þér hentar og mundu að hafa gild persónuskilríki með þér.
Virka rafræn skilríki á símanum mínum?
Á vef Auðkennis getur þú kannað hvort SIM-kortið þitt sé klárt fyrir rafræn skilríki.
Einnig getur þú skráð þig inn á vef Auðkennis og skoðað hvort þú sért nú þegar með virk skilríki á símanum þínum.
Virkjun skilríkja fyrir 18 ára og yngri
Forráðamaður getur skrifað undir virkjun rafrænna skilríkja fyrir 18 ára og yngri á mitt.audkenni.is og sá sem sækir um getur þá komið í útibú innan 30 daga þar sem hann framvísar löggildum persónuskilríkjum.
Algengar spurningar
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.