Landsbankinn leggur ríka áherslu á persónuvernd viðskiptavina sinna og þeirra sem eiga samskipti við bankann í þeim tilgangi að standa vörð um mannréttindi og friðhelgi einkalífs þeirra. Í stefnunni getur þú m.a. lesið um hvaða upplýsingum bankinn safnar um þig, hvernig þær eru notaðar, hvernig öryggi þeirra er tryggt og hvaða réttindi persónuverndarlög fela þér.
Stefna þessi nær til vinnslu persónuupplýsinga í allri starfsemi bankans og allra einstaklinga sem eru í viðskiptum m.a. fyrrverandi, núverandi og verðandi viðskiptavina bankans, aðila sem eru tengdir viðskiptavini eins og fjölskyldumeðlima auk ábyrgðamanna og umboðshafa. Stefnan nær einnig til annarra einstaklinga en viðskiptavina t.d. þeirra sem eiga samskipti við bankann, heimsækja starfsstöðvar eða vef bankans, sækja um styrk eða taka þátt í viðburðum á vegum bankans.
Markmið stefnunnar er að taka saman heildstætt yfirlit yfir þær persónuupplýsingar sem bankinn vinnur með ásamt því að upplýsa viðskiptavini, starfsfólk og aðra um hvernig bankinn safnar og fer með persónuupplýsingar í þeim tilgangi að treysta fylgni við lög og reglur.
Stefnan gildir ekki um starfsemi lögaðila hvorki tengdra félaga né dótturfélaga Landsbankans. Þó getur bankanum verið nauðsynleg að vinna upplýsingar um tiltekna einstaklinga sem tengjast lögaðilum í viðskiptum við bankann eins og raunverulega eigendur, stjórnarmeðlimi, framkvæmdastjórn, prókúruhafa og eftir atvikum starfsfólk lögaðila.
Vakin er athygli á að sérhæfðari fræðsla um meðferð upplýsinga þinna getur verið veitt í almennum viðskiptaskilmálum Landsbankans, sérskilmálum eða með tilfallandi upplýsingagjöf í tengslum við ákveðna vöru eða þjónustuleið.