Til eru nokkrar mismunandi leiðir til að stofna og eiga við kröfur.
Mögulegt er að:
- Stofna staka kröfu með innslætti í netbanka fyrirtækja. Einnig er mögulegt að breyta og fella niður stakar kröfur.
- Stofna margar kröfur í einni aðgerð með upphali á Excel skjali. Mögulegt að nálgast sniðmát á vef bankans.
- Stofna kröfur og sækja greiðsluupplýsingar með textaskrám eða lesa þær beint inn í bókhaldskerfi með B2B. Tenging við bókhaldskerfið sparar notendum tíma við innslátt og dregur verulega úr villuhættu.
Við stofnun á kröfu verður hún sýnileg greiðanda í öllum netbönkum landsins. Þetta gildir bæði um almennar kröfur og valkröfur.
Útgefendur krafna ráða því einnig hvort kröfurnar séu líka prentaðar á greiðsluseðla eða annan pappír. Velji útgefendur að prenta seðlana er unnt er að velja um nokkrar leiðir fyrir prentun og útsendingar á greiðsluseðlum. Við útgáfu greiðsluseðla er algengt að bankinn prenti út og sendi greiðsluseðla fyrir hönd útgefenda og er þá um að ræða staðlaða útprentun.