Skipulag
Landsbanki nýrra tíma
Okkar markmið er að einfalda líf viðskiptavina með aðgengilegri þjónustu og góðri ráðgjöf.
Stefna Landsbankans
Kjarninn í stefnu Landsbankans, Landsbanki nýrra tíma, er hugmyndin um gagnkvæmt traust og mannlega sýn á bankaviðskipti.
Við viljum nýta alla kosti tækninnar án þess að glata því mannlega í okkar starfi. Samhliða þessu endurspeglar stefnan kraft til umbreytinga og framþróunar.
Við setjum ánægju viðskiptavina í fyrsta sæti og viljum bjóða upp á aðgengilega og örugga bankaþjónustu hvar og hvenær sem er. Landsbankinn horfir sömuleiðis á sig sem hluta af stærri heild, íslensku samfélagi, og við leggjum okkur fram við að efla það á jákvæðan hátt um land allt.
Traust er lykilþáttur í allri starfsemi bankans, hvort sem horft er til samskipta við viðskiptavini, birgja, samstarfsfólks eða átt er við rekstur bankans og almenna starfsemi. Landsbankinn er traustur banki fyrir farsæla framtíð.
Nánari upplýsingar um stefnuna í árs- og sjálfbærniskýrslu bankans.
Skipurit bankans
Svið bankans eru sjö: Samskipti og menning, Eignastýring og miðlun, Einstaklingar, Fyrirtæki, Áhættustýring, Fjármál og Upplýsingatækni. Bankastjóri og framkvæmdastjórar sviðanna skipa framkvæmdastjórn bankans.
Eignarhald
Eigendur Landsbankans eru um það bil 900 talsins, þar af er ríkissjóður stærsti eigandinn með 98,2% eignarhlut. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlut ríkissjóðs í bankanum.
Dóttur- og hlutdeildarfélög
Dótturfélög Landsbankans eru þau félög sem bankinn á yfir 50% eignarhlut í. Til hlutdeildarfélaga teljast þau félög sem bankinn hefur fjárfest í til langs tíma og þar sem eignarhlutur er umtalsverður en þó aldrei meiri en 50%.
Húsnæðismál bankans
Flutningum í nýtt húsnæði Landsbankans við Reykjastræti 6 lauk í september 2023. Við hönnun hússins var lögð áhersla á að reisa vandað, vel hannað og fallegt hús sem myndi sóma sér vel á þessum mikilvæga stað í miðborg Reykjavíkur.
Hér má finna samþykktir Landsbankans sem samþykktar voru á aðalfundi bankans þann 23. mars 2023.
Hér eru tilvísanir í reglur sem gilda um ýmsa þætti í starfseminni, siðferðissjónarmið sem hafa mótast í tímans rás, leiðbeiningar um álitamál og ýmis önnur hjálpleg viðmið.
Bankinn fylgir viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja og gerir grein fyrir þessum þætti í stjórnarháttayfirlýsingu ár hvert.