Dótturfélög

Dóttur- og hlutdeildarfélög

Dótturfélög Landsbankans eru þau félög sem bankinn á yfir 50% eignarhlut í. Helstu dótturfélög Landsbankans eru Landsbréf hf. og Hömlur ehf. Til hlutdeildarfélaga bankans teljast þau félög sem Landsbankinn hefur fjárfest í til langs tíma og þar sem eignarhlutur er umtalsverður en þó aldrei meiri en 50%. Upplýsingar um hlutdeildarfélög eru að finna í ársreikningi bankans.

Landsbréf hf.

Landsbréf hf. voru stofnuð árið 2008 og eru eitt stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins. Landsbréf eru dótturfélag Eignarhaldsfélags Landsbankans ehf. sem er að fullu í eigu Landsbankans hf. og eru Landsbréf því hluti af samstæðu Landsbankans. Landsbréf stýra fjölbreyttu úrvali sjóða og félaga sem fjárfesta víða í íslensku samfélagi og á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum. Landsbréf þjóna jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum.

Hömlur ehf.

Hömlur ehf. annast aðallega umsýslu með eignum bankinn hefur þurft að leysa til sín.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur