Réttindagátt
Réttindagátt einstaklinga
Persónuverndarlög fela einstaklingum ýmis réttindi. Við virðum þau og höfum útbúið sérstaka réttindagátt hér á vefnum til að aðstoða viðskiptavini við að nýta sér þau. Í gegnum réttindagáttina geta einstaklingar m.a. óskað eftir aðgangi að persónuupplýsingum sínum, leiðréttingu og eftir atvikum eyðingu þeirra.
Aðgangur að persónuupplýsingum
Einstaklingur getur óskað eftir afriti af þeim persónuupplýsingum sem bankinn notar við vinnslu.
Leiðrétting persónuupplýsinga
Einstaklingur getur óskað eftir að óáreiðanlegar eða ófullgerðar persónuupplýsingar er hann varðar verði leiðréttar.
Eyðing persónuupplýsinga
Einstaklingur hefur rétt til að krefjast þess í ákveðnum tilvikum að Landsbankinn eyði persónuupplýsingum án ótilhlýðilegrar tafar, þetta er þó háð ákveðnum skilyrðum.
Takmörkun vinnslu persónuupplýsinga
Einstaklingur getur óskað eftir að Landsbankinn takmarki vinnslu persónuupplýsinga í ákveðnum tilvikum.
Flutningur eigin persónuupplýsinga
Einstaklingur hefur rétt til þess að Landsbankinn flytji tilteknar persónuupplýsingar, sem varða hann sjálfan, beint til annarra fyrirtækja, stofnana ef það er tæknilega framkvæmanlegt eða til einstaklinganna sjálfra á algengu tölvulesanlegu sniði.
Andmæli vinnslu persónuupplýsinga
Einstaklingur getur andmælt vinnslu persónuupplýsinga í tvenns konar tilvikum. Annars vegar andmæla að persónuupplýsingar séu unnar í þágu markaðssetningar og hins vegar andmæla vinnslu, sem fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna bankans, vegna sérstakra aðstæðna sinna.
Afgreiðsla beiðna
Bankinn mun upplýsa þig um aðgerðir sem gripið er til vegna beiðni þinnar um aðgang að persónuupplýsingu, innan mánaðar frá viðtöku hennar. Svo unnt sé að afgreiða aðgangsbeiðnina er bankanum nauðsynlegt að afla persónuupplýsinga um þig til að tryggja auðkenningu og vinna úr beiðninni.
Skýrslur með persónuupplýsingum umsækjenda eru aðgengilegar undir rafrænum skjölum í netbanka Landsbankans í 90 daga. Að þeim tíma loknum er skýrslum eytt í samræmi við meðalhófskröfu personuverndarlaga.
Verði Landsbankinn ekki við beiðni þinni getur þú lagt fram kvörtun hjá persónuverndarfulltrúa bankans eða hjá Persónuvernd.