Andmæli vinnslu persónuupplýsinga
Tilkynning um andmæli vinnslu persónuupplýsinga
Persónuverndarlögin veita þér rétt til þess að andmæla vinnslu persónuupplýsinga um þig í tvenns konar tilvikum. Annars vegar getur þú hvenær sem er andmælt því að persónuupplýsingar þínar séu unnar í þágu markaðssetningar og hins vegar getur þú andmælt vinnslu, sem fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna bankans, vegna sérstakra aðstæðna sem varða þig og réttlæta að upplýsingar þínar séu ekki unnar af bankanum.
Vinnsla persónuupplýsinga í markaðssetningarskyni
Viljir þú andmæla því að persónuupplýsingar þínar séu unnar í markaðssetningarskyni ert þú vinsamlegast beðinn um að breyta stillingum þínum í netbanka eða í appi Landsbankans. Hafir þú ekki aðgang að netbanka eða appi Landsbankans er unnt að hafa samband í gegnum Hafðu samband form hér á vef bankans.
Eftir að slík andmæli berast verða persónuupplýsingar þínar ekki unnar frekar í markaðslegum tilgangi. Vakin er athygli á því að með andmælunum afþakkar þú allt markaðssetningarefni frá Landsbankanum og munu þér ekki berast sérstakar tilkynningar um nýjar vörur, þjónustuleiðir, fríðindi, viðburði eða annað þess háttar efni frá bankanum.
Andmæli vegna sérstakra aðstæðna
Viljir þú andmæla vinnslu persónuupplýsinga vegna sérstakra aðstæðna þinna ert þú vinsamlegast beðinn um að tilkynna bankanum um það í gegnum Hafðu samband form hér á vef Landsbankans. Vakin er athygli á því að eingöngu er heimilt að andmæla vinnslu sem fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna bankans eins og nánar er lýst í persónuverndarstefnu bankans.
Nauðsynlegt er að taka fram hvaða sérstöku aðstæður eru uppi sem leiða til þess að bankinn skuli ekki vinna persónuupplýsingar um þig. Eftir að slík andmæli berast verða persónuupplýsingar þínar ekki unnar frekar nema bankinn hafi mikilvægar, lögmætar ástæður fyrir áframhaldandi vinnslu upplýsinganna og verður þér þá tilkynnt um slíkt.