Að veita öðrum aðgangsheimild felur í sér að þú veitir viðkomandi umboð til þess að sjá eða framkvæma aðgerðir fyrir þína hönd. Viðkomandi getur fengið heimild til að sjá upplýsingar um reikninginn þinn, kortin þín, ógreiddar kröfur, rafræn skjöl eða verðbréf. Viðkomandi getur líka fengið heimild til að greiða af reikningnum þínum og kaupa og selja verðbréf fyrir þína hönd.
Þú skalt ekki veita öðrum aðgangsheimild nema þú þekkir og treystir viðkomandi vel. Ástæðan er sú að ef þú veitir öðrum aðgangsheimild ert þú að veita viðkomandi heimild til þess að skoða upplýsingar um þig og, ef viðkomandi fær millifærsluheimild, að heimila viðkomandi að greiða af þínum reikningi. Það er því mikilvægt að þú íhugir vandlega hvort þú þurfir og viljir veita öðrum aðgangsheimild áður en þú gerir það.
Þú getur afturkallað aðgangsheimildina hvenær sem er með auðveldum hætti. Jafnframt getur sá sem þú hefur veitt aðgangsheimild fellt hana niður.