Er fyrr­ver­andi að fylgj­ast með fjár­mál­un­um þín­um?

Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
24. maí 2023

Það er bæði eðlilegt og skiljanlegt að hjón og fólk í sambúð vilji einfalda sér lífið með þessum hætti. Í gegnum tíðina hafa þúsundir umboða af þessu tagi verið veitt. En eins og gengur og gerist eru ekki öll sambönd til lífstíðar. Við sambandsslit er að mörgu að hyggja og fjölmörg dæmi eru um að fólk gleymi eða hugsi ekki einu sinni út í að afturkalla aðgangsheimildir fyrrum maka. Þannig getur sú staða auðveldlega komið upp að fyrrverandi sé að fylgjast með fjármálunum án þess að nokkur átti sig á því – eða hafi að minnsta kosti fulla heimild og tækifæri til þess. 

Einfalt að sjá hver hefur aðgang

Með nýrri þjónustu í Landsbankaappinu geta viðskiptavinir okkar nú séð með einföldum hætti hverjir hafa heimild til skoðunar og til að framkvæma aðgerðir fyrir þeirra hönd hjá bankanum. Við köllum þessa þjónustu aðgangsheimildir og hana er að finna í stillingum appsins. Með þjónustunni getur fólk veitt öðrum aðgang að fjármálum sínum, bæði til skoðunar og millifærslna. Þjónustan nær til allra helstu þátta daglegra fjármála eins og t.d. launareikninga, sparireikninga, verðbréfa, ógreiddra krafna, rafrænna skjala og greiðslukorta. Upplýsingar um þessa nýju þjónustu er hægt að finna á vefnum okkar og hjá ráðgjöfum bankans í næsta útibúi, sem aðstoða viðskiptavini við að stilla og setja þjónustuna upp eins og hverjum og einum hentar. Þjónustan veitir viðskiptavinum einnig möguleika á að afturkalla heimildir sem eru virkar og veittar hafa verið með umboðum í gegnum tíðina.

Við í Landsbankanum teljum að um kærkomna þjónustu sé að ræða fyrir fólk sem vill hafa betri yfirsýn yfir fjármál fjölskyldunnar, spara saman, eiga sameiginlegan útgjaldareikning fyrir heimilið og hreinlega bara til að vera samherjar í fjármálunum. Í þeim, eins og öðru, erum við betri saman.

Fylgst með árum saman

Viðtökurnar við þessari nýju þjónustu hafa verið góðar og margir viðskiptavinir notað appið til að skoða hver er með aðgangsheimildir eða veitt nýjar. Við höfum á undanförnum dögum heyrt mörg dæmi um að viðskiptavinir – og jafnvel starfsfólk – hafi uppgötvað að fyrrverandi gat fylgst með fjármálunum þeirra og það jafnvel árum saman. Ef þú ert í þeim sporum að hafa einhvern tímann veitt öðrum aðgang að fjármálunum þínum er það alveg ómaksins vert að skoða málið í appinu – það er bæði einfalt og fljótlegt.

Höfundur er framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur