Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Það er bæði eðlilegt og skiljanlegt að hjón og fólk í sambúð vilji einfalda sér lífið með þessum hætti. Í gegnum tíðina hafa þúsundir umboða af þessu tagi verið veitt. En eins og gengur og gerist eru ekki öll sambönd til lífstíðar. Við sambandsslit er að mörgu að hyggja og fjölmörg dæmi eru um að fólk gleymi eða hugsi ekki einu sinni út í að afturkalla aðgangsheimildir fyrrum maka. Þannig getur sú staða auðveldlega komið upp að fyrrverandi sé að fylgjast með fjármálunum án þess að nokkur átti sig á því – eða hafi að minnsta kosti fulla heimild og tækifæri til þess.
Einfalt að sjá hver hefur aðgang
Með nýrri þjónustu í Landsbankaappinu geta viðskiptavinir okkar nú séð með einföldum hætti hverjir hafa heimild til skoðunar og til að framkvæma aðgerðir fyrir þeirra hönd hjá bankanum. Við köllum þessa þjónustu aðgangsheimildir og hana er að finna í stillingum appsins. Með þjónustunni getur fólk veitt öðrum aðgang að fjármálum sínum, bæði til skoðunar og millifærslna. Þjónustan nær til allra helstu þátta daglegra fjármála eins og t.d. launareikninga, sparireikninga, verðbréfa, ógreiddra krafna, rafrænna skjala og greiðslukorta. Upplýsingar um þessa nýju þjónustu er hægt að finna á vefnum okkar og hjá ráðgjöfum bankans í næsta útibúi, sem aðstoða viðskiptavini við að stilla og setja þjónustuna upp eins og hverjum og einum hentar. Þjónustan veitir viðskiptavinum einnig möguleika á að afturkalla heimildir sem eru virkar og veittar hafa verið með umboðum í gegnum tíðina.
Við í Landsbankanum teljum að um kærkomna þjónustu sé að ræða fyrir fólk sem vill hafa betri yfirsýn yfir fjármál fjölskyldunnar, spara saman, eiga sameiginlegan útgjaldareikning fyrir heimilið og hreinlega bara til að vera samherjar í fjármálunum. Í þeim, eins og öðru, erum við betri saman.
Fylgst með árum saman
Viðtökurnar við þessari nýju þjónustu hafa verið góðar og margir viðskiptavinir notað appið til að skoða hver er með aðgangsheimildir eða veitt nýjar. Við höfum á undanförnum dögum heyrt mörg dæmi um að viðskiptavinir – og jafnvel starfsfólk – hafi uppgötvað að fyrrverandi gat fylgst með fjármálunum þeirra og það jafnvel árum saman. Ef þú ert í þeim sporum að hafa einhvern tímann veitt öðrum aðgang að fjármálunum þínum er það alveg ómaksins vert að skoða málið í appinu – það er bæði einfalt og fljótlegt.
Höfundur er framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans.