List­in sem ró­leg­ur þátt­tak­andi í líf­inu

Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er skreytt myndum af vatni og ólíkum birtingarmyndum þess í daglegu lífi okkar. Við settumst niður með myndlistarmanninum á bak við verkin, Stefáni Óla Baldurssyni eða Stebba Mottu, og fengum hans innsýn í ferlið, verkin og vatnið.
2. janúar 2025

Stúdíóið hans Stefáns er við ylströndina í Nauthólsvík, með útsýni yfir spegilsléttan Skerjafjörðinn. Fyrir utan stúdíóið er verið að kynda upp í saunu, sólin speglast á sjónum og þunnt lag af snjó gerir bílastæðið flughált. Inni er verið að hella upp á kaffi. Á veggjunum hefur Stebbi nú þegar hengt upp átta vatnslitamyndir sem hann málaði fyrir dagatal Landsbankans, þar sem hver og ein stendur fyrir hversdagslega birtingarmynd vatnsins í lífi okkar hér á Íslandi. Hann málaði myndirnar eftir ljósmyndum sem hann hefur í fórum sínum, og var því fyrsta skrefið í hverju verki að velja rétta ljósmynd.

„Myndefnið þarf að hafa eitthvað áhugavert element, hvort sem það er birtan, uppstillingin eða viðfangsefnið, og ég vel mér oft atriði til að ýkja – til að kalla fram rétta tilfinningu. En það er alltaf einhver afslöppun sem mér þykir mikilvæg. Svo þarf þetta bara að vera nógu nálægt frummyndinni, en það má alveg plata sko.“

Stefán Óli Baldursson í stúdíóinu sínu.

Veggmyndir, stór ólíumálverk og húðflúr

Af fyrri verkum Stebba eru þau þekktustu eflaust stórar veggmyndir (e. mural) sem hann hefur málað víðsvegar um landið – hvort sem það er til að brjóta upp grátt yfirlit iðnaðarhafnar eða skreyta nú þegar fagra götumynd. Einnig málar hann mikið af stórum olíuverkum og hefur tekið að sér að húðflúra á fólk. Hann setur sér engin mörk þegar kemur að efnivið, og það eru oft tilfallandi aðstæður sem ráða því hvaða form verkin taka. Í ljósi þess að þema dagatalsins er vatnið lá beinast við að nota vatnsliti til að mála verkin.

„Teikningarnar og málverkin sem ég hef gert, ég myndi segja að það væri langmest eitthvað sem ég hef lært sjálfur af reynslunni. Ég hef til dæmis aldrei unnið svona mikið með vatnslitum áður, fyrir utan fjórar myndir sem ég málaði fyrir sýningu á Asóreyjum. Og ástæðan fyrir því að ég málaði vatnslitamyndir þar var að það er svo auðvelt að ferðast með vatnslitasett. Svo það var frekar random, en meikaði auðvitað sens.“

Það einkennir Stefán sem listamann hversu listilega hann fetar veginn á milli óreiðu og yfirvegunar, þar sem eldmóður mætir nánd og aðdráttaraflið verður til í verkunum. Þann eiginleika má útvíkka og nota til að skoða viðfangsefni listaverka hans – þar sem hann er tekur fyrir hversdagsleg augnablik annars vegar, þar sem áhorfandi upplifir sig hafa smellt af mynd í kunnuglegri senu, og hins vegar stórfenglega víðáttu í náttúrumyndum sínum, þar sem áhorfandi sogast inn í strigann.

Annar fílingur í prentuðu dagatali en innrömmuðu málverki

„Það er mikið í hverja mynd lagt, og áhugavert að vinna þær fyrir þetta hversdagslega snið. Það er allt annar fílingur í því, á þessu prentaða dóti og svo upprunalegu verkunum. Þú veist, því þetta eru bæði innrömmuð verk sem verða hengd upp á vegg, og svo myndir í dagatali sem fólk fær í pósti. Mér finnst það líka áhugavert, svona því list er farin að færa sig yfir á netið svo mikið, þar sem við sjáum hana hratt og stutt. Það er allt öðruvísi að eiga listaverk sem hangir upp á vegg og maður getur notið á hverjum degi og myndað tengsl við. Og ég tala nú ekki um þegar það er komið á dagatal á skrifborðið hjá þér, og þú deilir einum mánuði með hverri mynd. Þá verður listin einhvern veginn rólegur þátttakandi í lífi manns. Og það var mikill heiður að fá að taka það verkefni að sér.“

Allt er klúður þangað til það verður nógu gott

Aðspurður hvað honum fannst mesta áskorunin við verkefnið segist Stefán læra eitthvað hverju sinni og það sama hafi verið uppi á teningnum í þessu verkefni.

„Ég var náttúrulega bara að mála myndir, og það er frekar einfalt í sjálfu sér. Kannski var mesta vinnan að ákveða hvaða myndir við ætluðum að hafa í dagatalinu. En auðvitað á sér alltaf stað ákveðið ferli. Maður hefst handa og hugsar: Hvað er ég nú búinn að gera? – þar  til það bara smellur. Allt er klúður þangað til það verður nógu gott. Og maður bara reynir að vanda sig. Ég á mjög erfitt með að láta eitthvað frá mér sem ég er ekki sáttur við. Og ég á erfitt með að vera sáttur. Svo ég þarf eiginlega alltaf að spyrja einhvern annan hvort þetta sé ekki bara komið.“

Janúar

Febrúar

Mars

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

September

Október

Nóvember

Desember

Þú gætir einnig haft áhuga á
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur