„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyf­ingu við hæfi“

Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024 - Landsbankinn

Öðruvísi íþróttir er atriði tveggja nátengdra félaga sem eiga það sameiginlegt að vera félagsskapur alls konar fólks sem hefur áhuga á íþróttum sem seint myndu teljast hefðbundnar: Geislasverðafélaginu annars vegar og Reykjavík HEMA hins vegar, þar sem skylmingar með riddarabúnaði eru stundaðar.

Í báðum félögunum eru margir hinsegin einstaklingar og segir Smári Þór Baldursson, tengiliður atriðisins, að margir úr hinsegin samfélaginu samsami sig með þeim sem ekki finna sig í hefðbundnum íþróttum. 

„Okkur fannst mikilvægt að sýna fram á að það eru til öðruvísi íþróttir, fyrir öðruvísi fólk. Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu þér við hæfi fyrir þína líkamlegu og andlegu heilsu.“

Hann segir enn frekar að í báðum íþróttum felist mikil hreyfing og þrek. Hjá HEMA er keppt eftir stigakerfi en riddaraskylmingar eru alþjóðleg keppnisíþrótt þar sem sverðið er um 10 kílóa þungt. Þá er hægt að keppa með geislasverðum eftir sama stigakerfi. „Svo er hin hliðin á geislasverðunum að við búum til kóreógrafíur,“ segir hann. „Þetta er eiginlega samblanda af leiklist og skylmingum.“

Bæði félög hafa aðstöðu hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur á Laugardalsvelli þar sem HEMA hefur verið í nokkur ár. Geislasverðafélagið er aðeins eins árs. 

Smári segir að margir þátttakendur séu í báðum félögum enda hafi þau flest áhuga á ýmiskonar skylmingum. Hann er sjálfur mikill geislasverðamaður en spurður að því hvað sé áhugavert við geislasverðin segir hann að þetta eigi allt rætur sínar að rekja til Stjörnustríðsmyndanna (e. Star Wars). „Það er satt sem sagt er um karlmenn - það eina sem breytist með aldrinum er hversu dýr leikföngin verða,“ segir hann í gríni. 

Smári segir sannarlega vera vöntun á öðruvísi íþróttum.

„Við höfum stundum verið með æfingar úti. Viðbrögð fólks eru alveg tvískipt. Annað hvort er fólk spennt og vill helst fá að prófa eða það lítur okkur hornauga. Það vantar að sýna fólki að það sem þú hefur gaman af er í fínu lagi þó að aðrir fussi og sveii yfir því.“

Hann segist sjálfur hafa upplifað fordóma þegar hann æfði hefðbundnar íþróttir á yngri árum en í aldrei í öðruvísi íþróttum. Þangað séu hreinlega allir velkomnir.

Styrkurinn úr Gleðigöngupottinum nýtist hópnum fyrst og fremst til að kaupa fána og aðra leik- og skrautmuni fyrir atriðið á laugardaginn.

Myndirnar sem fylgja greininni tók Bjarki Jóhannsson.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
Lady Zadude
3. ágúst 2022
Nú þarf einfaldlega að hleypa sorginni að
Vilhjálmur Ingi Vilhjálms á sér hliðarsjálf sem dragdrottningin Lady Zadude en hún hlaut titilinn dragdrottning Íslands fyrr í sumar. Lady Zadude hlaut þar styrk í verðlaun til að koma fram á Hinsegin dögum en hlaut jafnframt styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans til að þróa og sýna atriði sitt í Gleðigöngunni.
3. ágúst 2021
Listafólk túlkar Hinsegin daga
Í samstarfi við Samtökin´78 og Landsbankann hefur listafólkið Anna Maggý Grímsdóttir, Ásgeir Skúlason og Helga Páley Friðþjófsdóttir, unnið þrjú prentverk tileinkuð Hinsegin dögum.
2. ágúst 2019
„Margir héldu að Gunni og Felix væru pabbar mínir en ekki Baldur og Felix“
„Það er frábært að Hinsegin dagar séu orðnir fjölskylduhátíð“ segir Álfrún Perla Baldursdóttir sem á tvo pabba og er þátttaka í Gleðigöngunni ómissandi fjölskylduhefð hjá þeim. Í ár mun Roald Viðar Eysteinsson leggja drög að nýrri fjölskylduhefð með eiginmanni sínum og ársgamalli dóttur þeirra.
8. ágúst 2018
„Við erum mörg og við erum alls konar“
„Fyrir nokkrum árum flutti ég heim frá landi þar sem samkynhneigð var glæpur þar til mjög nýlega. Að koma heim og taka í fyrsta skipti þátt í gleðigöngunni sem fullorðin manneskja var ómetanlegt,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78.
8. ágúst 2017
„Þetta er búið að vera algjört ævintýri.“
Meðlimir Drag-Súgs dönsuðu og sungu undir glæsilegum blöðruregnboga í Gleðigöngunni. Sjáðu litadýrðina og viðtölin frá Gleðigöngunni.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur