Fréttir

Níu at­riði fengu út­hlut­un úr Gleði­göngupott­in­um

15. júlí 2024

Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga. Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.

Hæsta styrkinn hlaut að þessu sinni Q - félag hinsegin stúdenta, en hugmynd þeirra þótti í senn frumleg og boðskapurinn sterkur. Styrkirnir voru á bilinu 50.000-300.000 krónur en alls eru 1,5 milljónir króna til úthlutunar úr pottinum á hverju ári.

Eftirfarandi atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupottinum 2024:

  • Bangsafélagið / RVK Bear
  • Happy Pinoys
  • Hinsegin félagsmiðstöð S78 og Tjarnarinnar
  • Hinsegin fjölskyldur
  • I walk for those that couldn’t
  • Öðruvísi íþróttir
  • Q - félag hinsegin stúdenta
  • Samtökin ’78
  • Trans Ísland

Hinsegin dagar standa frá 6.-11. ágúst og er Gleðigangan hápunktur þeirra. Gleðigangan verður gengin laugardaginn 10. ágúst og fer af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14.00. Landsbankinn hefur verið stoltur samstarfsaðili Hinsegin daga um árabil.

Mynd: Frá undirbúningi fyrir atriði Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar fyrir Gleðigönguna 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
22. des. 2023
Bankinn veitir 15 milljónir króna í samfélagsstyrki
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans þriðjudaginn 19. desember sl. Alls hlutu 36 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
13. júlí 2023
Sjö áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í annað sinn í vikunni sem leið. Sjö áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur