Fréttir

Bank­inn veit­ir 15 millj­ón­ir króna í sam­fé­lags­styrki

22. desember 2023

Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans þriðjudaginn 19. desember sl. Alls hlutu 36 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.

Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, umhverfismál og verkefni á sviðum menningar og lista.

Dómnefndin var skipuð þeim Sverri Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni, leikara og Guðrúnu Agnarsdóttur, lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Frá árinu 2011 hafa vel á fimmta hundrað verkefna fengið samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans og nema styrkirnir samtals yfir 200 milljónum króna.

Yfir fimm hundruð umsóknir bárust í ár og verkefnin sem hlutu styrk eru hvert öðru glæsilegra.

Í flokknum menning og listir hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Hin stórkostlegu endalok – ÉG BÝÐ MIG FRAM.
  • Myndlistarsýning um Breiðholt í Breiðholti.
  • Kling & Bang 20 ára – útgáfa afmælisbókar.
  • Svona og hinsegin – hlaðvarp um hinsegin mál.
  • Materize – gagnvirkt hljóð- og dansverk.
  • Pierrot lunaire og Kall á Óperudögum.

Í sama flokki hlutu eftirfarandi 500.000 króna styrk:

  • Trúðavaktin – Íslenskir sjúkrahústrúðar.
  • Listasmiðjur og listasýningar í Fjarðabyggð.

Í flokknum mannúðarstörf og líknarfélög hlaut Kvennaráðgjöfin 1.000.000 króna styrk vegna ókeypis lögfræðiráðgjafar.

Þá hlutu eftirfarandi verkefni í sama flokki 500.000 króna styrk:

  • Jólaátak Kaffistofu Samhjálpar.
  • Hjálparstarf kirkjunnar til kaupa á fartölvum fyrir ungmenni í námi.
  • Geðverndarfélag Akureyrar til innleiðingar á „Okkar heimur“ á Akureyri.
  • Lítil þúfa – áfangaheimili til námskeiðishalds með áherslu á áfallasögu og bata frá fíkn.
  • RetinAid Tabletop til þróunar hugbúnaðar sem sjónlýsir spil fyrir blinda og sjónskerta.
  • Olga Khodos til að veita flóttafólki frá Úkraínu sálfræðistuðning.

Í flokknum umhverfismál og náttúruvernd hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Skógræktarfélag Rangæinga til lagfæringa á Aldamótaskógi.
  • Samferða – til yfirfærslu yfir í smáforrit.
  • Blái herinn til hreinsunar stranda Íslands.
  • Fléttan Earth Observation til rannsókna á sviði bindingar gróðurhúsalofttegunda í jarðvegi.

Í sama flokki hlaut Selasetur Íslands styrk upp á 500.000 krónur til gerðar myndbands um ábyrga hegðun við selaskoðun og Birna Sigrún Hallsdóttir hlaut 1.000.000 króna styrk til að bæta umfjöllun og aðgengi að upplýsingum um kolefnishlutleysi og losun vegna landnotkunar.

Í flokknum menntamál, rannsóknir og vísindi hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri til að halda Vísindaskóla unga fólksins.
  • Mannflóran til gerðar fræðslumyndbanda um fjölmenningu og fordóma.
  • Plastplan til kynningar á tækifærum í plastendurvinnslu fyrir grunnskólabörnum.
  • Paulina Kołtan-Janowska til að veita mæðrum stuðning og leiðsögn á pólsku.

Í sama flokki hlutu eftirfarandi 500.000 króna styrk:

  • Brúarskóli til gerðar kyrrðarherbergis fyrir nemendur með geðrænan vanda.
  • Skafti Ingimarsson til stafrænnar endurgerðar Íslenskra annála.
  • Félag náms- og starfsráðgjafa til verkefnisins Námsráðgjöf fyrir alla.

Þá hlutu ADA konur 750.000 króna styrk til að kynna tæknigreinar sérstaklega fyrir konum og kvárum.

Í flokknum forvarnar- og æskulýðsstarf hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Félag heyrnarlausra til að miðla Heilsumolum SÍBS á táknmáli.
  • Hollvinafélag Húna II til verkefnisins Frá öngli til maga.
  • Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs til þýðingar viðbragðsáætlunar sinnar á ensku.

Í sama flokki hlutu eftirfarandi verkefni 500.000 króna styrk:

  • Knattspyrnufélag Keflavíkur til eflingar þátttöku barna flóttafólks í æskulýðsstarfi.
  • Örninn – minningar- og styrktarsjóður til stuðnings við fyrir börn sem misst hafa foreldri eða annan náin ástvin og fjölskyldur þeirra.
  • Píetasamtökin til gerðar Píetakastsins
  • Lilja app til áframhaldandi þróunar smáforrits sem er bjargráð fyrir þolendur ofbeldis.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur