Fréttir

Bank­inn veit­ir 15 millj­ón­ir króna í sam­fé­lags­styrki

22. desember 2023

Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans þriðjudaginn 19. desember sl. Alls hlutu 36 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.

Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, umhverfismál og verkefni á sviðum menningar og lista.

Dómnefndin var skipuð þeim Sverri Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni, leikara og Guðrúnu Agnarsdóttur, lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Frá árinu 2011 hafa vel á fimmta hundrað verkefna fengið samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans og nema styrkirnir samtals yfir 200 milljónum króna.

Yfir fimm hundruð umsóknir bárust í ár og verkefnin sem hlutu styrk eru hvert öðru glæsilegra.

Í flokknum menning og listir hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Hin stórkostlegu endalok – ÉG BÝÐ MIG FRAM.
  • Myndlistarsýning um Breiðholt í Breiðholti.
  • Kling & Bang 20 ára – útgáfa afmælisbókar.
  • Svona og hinsegin – hlaðvarp um hinsegin mál.
  • Materize – gagnvirkt hljóð- og dansverk.
  • Pierrot lunaire og Kall á Óperudögum.

Í sama flokki hlutu eftirfarandi 500.000 króna styrk:

  • Trúðavaktin – Íslenskir sjúkrahústrúðar.
  • Listasmiðjur og listasýningar í Fjarðabyggð.

Í flokknum mannúðarstörf og líknarfélög hlaut Kvennaráðgjöfin 1.000.000 króna styrk vegna ókeypis lögfræðiráðgjafar.

Þá hlutu eftirfarandi verkefni í sama flokki 500.000 króna styrk:

  • Jólaátak Kaffistofu Samhjálpar.
  • Hjálparstarf kirkjunnar til kaupa á fartölvum fyrir ungmenni í námi.
  • Geðverndarfélag Akureyrar til innleiðingar á „Okkar heimur“ á Akureyri.
  • Lítil þúfa – áfangaheimili til námskeiðishalds með áherslu á áfallasögu og bata frá fíkn.
  • RetinAid Tabletop til þróunar hugbúnaðar sem sjónlýsir spil fyrir blinda og sjónskerta.
  • Olga Khodos til að veita flóttafólki frá Úkraínu sálfræðistuðning.

Í flokknum umhverfismál og náttúruvernd hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Skógræktarfélag Rangæinga til lagfæringa á Aldamótaskógi.
  • Samferða – til yfirfærslu yfir í smáforrit.
  • Blái herinn til hreinsunar stranda Íslands.
  • Fléttan Earth Observation til rannsókna á sviði bindingar gróðurhúsalofttegunda í jarðvegi.

Í sama flokki hlaut Selasetur Íslands styrk upp á 500.000 krónur til gerðar myndbands um ábyrga hegðun við selaskoðun og Birna Sigrún Hallsdóttir hlaut 1.000.000 króna styrk til að bæta umfjöllun og aðgengi að upplýsingum um kolefnishlutleysi og losun vegna landnotkunar.

Í flokknum menntamál, rannsóknir og vísindi hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri til að halda Vísindaskóla unga fólksins.
  • Mannflóran til gerðar fræðslumyndbanda um fjölmenningu og fordóma.
  • Plastplan til kynningar á tækifærum í plastendurvinnslu fyrir grunnskólabörnum.
  • Paulina Kołtan-Janowska til að veita mæðrum stuðning og leiðsögn á pólsku.

Í sama flokki hlutu eftirfarandi 500.000 króna styrk:

  • Brúarskóli til gerðar kyrrðarherbergis fyrir nemendur með geðrænan vanda.
  • Skafti Ingimarsson til stafrænnar endurgerðar Íslenskra annála.
  • Félag náms- og starfsráðgjafa til verkefnisins Námsráðgjöf fyrir alla.

Þá hlutu ADA konur 750.000 króna styrk til að kynna tæknigreinar sérstaklega fyrir konum og kvárum.

Í flokknum forvarnar- og æskulýðsstarf hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Félag heyrnarlausra til að miðla Heilsumolum SÍBS á táknmáli.
  • Hollvinafélag Húna II til verkefnisins Frá öngli til maga.
  • Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs til þýðingar viðbragðsáætlunar sinnar á ensku.

Í sama flokki hlutu eftirfarandi verkefni 500.000 króna styrk:

  • Knattspyrnufélag Keflavíkur til eflingar þátttöku barna flóttafólks í æskulýðsstarfi.
  • Örninn – minningar- og styrktarsjóður til stuðnings við fyrir börn sem misst hafa foreldri eða annan náin ástvin og fjölskyldur þeirra.
  • Píetasamtökin til gerðar Píetakastsins
  • Lilja app til áframhaldandi þróunar smáforrits sem er bjargráð fyrir þolendur ofbeldis.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur