Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða

Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
Afgreiðsla bankans opnaði í húsakynnum sýslumannsins á Austurlandi á Seyðisfirði árið 2015. Síðan þá hefur eftirspurn eftir þjónustunni sem þar er veitt dregist verulega saman, samhliða aukinni notkun á stafrænum lausnum. Langflestir viðskiptavinir nýta sér Landsbankaappið og netbankann til að sinna bankaerindum hvar og hvenær sem er. Við munum áfram veita íbúum Seyðisfjarðar góða þjónustu frá útibúinu á Egilsstöðum, í síma eða á fjarfundum.
Landsbankinn er með hraðbanka í Kjörbúðinni á Seyðisfirði, Vesturvegi 1 og er hann aðgengilegur á afgreiðslutíma verslunarinnar.









