Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst

Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós.
Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn. Greiningardeildin telur að nú fari það hægt af stað á ný og vaxi smám saman út spátímabilið. Gert er ráð fyrir að fjármunamyndun aukist minna á næstu árum en í fyrra, einkaneysla aukist aftur á móti hraðar eftir því sem líður á spátímabilið og útflutningur verði nokkuð myndarlegur. Fjallað er um þær blikur sem eru á lofti í heimsbúskapnum en íslenska hagkerfið á mikið undir því að utanríkisverslun verði ekki fyrir miklum áföllum.
Hagspáin er aðgengileg á vef bankans.









