Útibú TM og Landsbankans sameinast

Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Í sameinuðum útibúum vinnur starfsfólk TM og Landsbankans hlið við hlið og getur þannig veitt enn betri og fjölbreyttari þjónustu. Útibúin eru opin frá kl. 10-16 alla virka daga.
- Útibú Landsbankans og TM á Akureyri er við Hofsbót 2.
- Útibú Landsbankans og TM í Reykjanesbæ er við Krossmóa 4a.
- Útibú Landsbankans og TM í Vestmannaeyjum er við Bárustíg 15.
Þá er gert ráð fyrir að í maí flytji höfuðstöðvar TM úr Höfðatorgi í Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur og mun starfsfólkið nýta mötuneyti og ýmsa sameiginlega aðstöðu í Reykjastræti 6 með starfsfólki Landsbankans.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur!









