Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga

Á fundinum ætlar Hrefna Sverrisdóttir, annar af stjórnendum Viltu finna milljón? að upplýsa um hvaða tæki og tól hafa gagnast keppendum þáttanna best. Sigurvegararnir frá því í fyrra, þau Venný Hönnudóttir og Hörður Ingi Gunnarsson, ætla að segja frá sinni reynslu og hvernig þeim gengur í dag, ári eftir að fyrstu þáttaröðinni lauk.
Keppast um að taka fjármálin í gegn
Í sjónvarpsþáttunum Viltu finna milljón? á Stöð 2 keppast pör um að taka fjármálin sín í gegn og takast á við ýmsar áskoranir þegar kemur að því að draga úr neyslu. Fyrsta þáttaröðin vakti mikla athygli og margir nýttu sér ráðin sem þar komu fram til að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu. Fyrsti þáttur í annarri þáttaröð fór í loftið xx. mars sl.
Fjármálamót í Landsbankanum
Fjármálamótið um hvernig er hægt að finna milljón í heimilisbókhaldinu verður haldið í Landsbankanum Reykjastræti 6, miðvikudaginn 26. mars. kl. 17.00.
Dagskrá:
- Hrefna Sverrisdóttir, þáttastjórnandi úr þáttunum Viltu finna milljón? ætlar að gefa þeim sem vilja taka fjármálin sín í gegn góð ráð. Hún kynnir áheyrendum þau tæki og tól sem keppendur í þáttunum hafa haft mest gagn af í sinni vegferð.
- Venný Hönnudóttir og Hörður Ingi Gunnarsson, sigurvegarar úr síðustu þáttaröð, segja okkur frá vegferð sinni og hvernig þau standa í dag.
- Kjartan Á. Breiðdal, sérfræðingur í Viðskiptalausnum hjá Landsbankanum fer yfir íbúðalán og sparnaðarleiðir.

Fundinum lýkur með umræðum og spjalli og Hrefna, Venný og Hörður svara spurningum úr sal. Einnig verður hægt að ræða við ráðgjafa bankans um sparnaðarleiðir, íbúðalán og ýmislegt fleira.
Vertu með – hver veit, kannski finnur þú milljón!









