Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hagspá til 2027: Ágæt­is horf­ur en allt get­ur breyst

Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.
9. apríl 2025

Síðasta haust gáfum við út hagspána „Hagkerfið nær andanum“ þar sem við spáðum lítils háttar samdrætti árið 2024 og um 2% hagvexti árin á eftir. Hitastigið í hagkerfinu reyndist hærra en við héldum og í stað samdráttar mældist 0,5% hagvöxtur í fyrra. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.  

Nú spáum við því að hagkerfið fari hægt af stað og vaxi smám saman út spátímabilið. Við gerum ráð fyrir að fjármunamyndun aukist minna á næstu árum en í fyrra, einkaneysla aukist aftur á móti hraðar eftir því sem líður á spátímabilið og útflutningur verði nokkuð myndarlegur. Vert er að nefna að blikur eru sannarlega á lofti í heimsbúskapnum og íslenska hagkerfið á mikið undir því að utanríkisverslun verði ekki fyrir miklum áföllum.  

Heimshagkerfið í spennutreyju 

Um þessar mundir tengist óvissan í spánni aðallega alþjóðaviðskiptum og efnahagshorfum í viðskiptalöndum Íslands. Bandaríkin hafa sett á umfangsmestu innflutningstolla sem sést hafa frá því snemma á síðustu öld. Enn er óvíst hvernig aðrar þjóðir bregðast við og hver staða Íslands gæti orðið. Ef tollastríð vindur upp á sig gæti hagvöxtur hæglega orðið minni en við spáum og þegar kemur að verðbólguhorfum gæti brugðið til beggja vona. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 

Helstu niðurstöður:

  • Spáin gerir ráð fyrir 1,4% hagvexti á þessu ári og smám saman auknum hagvexti út spátímann, 2,1% árið 2026 og 2,3% árið 2027. Samkvæmt spánni verður hagvöxturinn á breiðum grunni og má rekja hann bæði til innlendrar neyslu og fjárfestingar, en einnig aukins útflutnings.  
  • Verðbólga heldur áfram að hjaðna á spátímanum. Hún mælist að meðaltali 3,9% á þessu ári, gangi spáin eftir, 3,5% á því næsta og 3,2% árið 2027.  
  • Fyrst um sinn teljum við að raunvextir verði háir og að stýrivextir lækki ekki mikið meira en sem nemur hjöðnun verðbólgu. Eftir því sem líður á spátímann má ætla að raunstýrivextir fari smám saman lækkandi og við teljum að þeir fari lægst í 2% við lok spátímans.  
  • Þótt háir raunvextir haldi aftur af neyslu teljum við að einkaneysla aukist öll árin, um 1,7% á yfirstandandi ári, 2,0% á því næsta og um 2,5% árið 2027.  
  • Á þessu ári má reikna með því að til Íslands komi svipaður fjöldi ferðamanna og í fyrra, í kringum 2,2 milljónir manns og að fjölgunin verði nokkuð hæg næstu ár. Útflutningur eykst aftur á móti nokkuð stöðugt, ekki síst vegna uppgangs í greinum á borð við fiskeldi og lyfjaiðnaði.  
  • Við gerum ráð fyrir að krónan verði á svipuðum stað í lok þessa árs og nú en veikist svo árin 2026 og 2027, ekki síst vegna áframhaldandi halla á viðskiptum við útlönd.  
  • Langstærstur hluti vinnumarkaðarins hefur samþykkt langtímakjarasamninga og vinnumarkaðurinn er í betra jafnvægi en áður. Við gerum ráð fyrir 6,0% hækkun launa í ár, 5,5% á næsta ári og 5,6% árið 2027. Kaupmáttur launa eykst öll árin, á bilinu 1,9-2,4% á ári. 
  • Búast má við að atvinnuleysi aukist lítillega áfram á þessu ári og verði að meðaltali 3,8%. Við teljum að atvinnuleysi haldist tiltölulega stöðugt á spátímanum en þó dragi örlítið úr því eftir því sem lifnar yfir hagkerfinu á síðari árum spátímans. Við spáum 3,7% atvinnuleysi á næsta ári og 3,5% árið 2027.  
  • Fjármunamyndun eykst hóflega í ár, enda jókst hún verulega í fyrra, bæði fjárfesting í íbúðarhúsnæði og atvinnuvegum. Í grunninn má gera ráð fyrir að fjárfesting haldi ágætis dampi í takt við batnandi fjármögnunarskilyrði. Við teljum horfur á að áfram dragi úr verðhækkunum á íbúðamarkaði, ekki síst vegna aukins íbúðaframboðs. Við spáum því að íbúðaverð hækki um 5,9% í ár, 4,8% árið 2026 og 6,4% árið 2027.  
Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Fólk að ganga við Helgafell
29. apríl 2024
Hagspá 2024-2026: Þrautseigt hagkerfi við háa vexti
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði afar lítill í ár þar sem háir vextir halda aftur af umsvifum í hagkerfinu. Verðbólga verði þrálát og vextir lækki ekki fyrr en í haust.
3. maí 2024
Hagspá - Þrautseigt hagkerfi við háa vexti
Hagfræðideild spáir því í nýrri hagspá að enn sé þó nokkur bið eftir fyrstu vaxtalækkun. Verðbólgan hjaðni smám saman á næstu árum og efnahagsumsvif aukist eftir því sem vextir lækka.
Hagspá 2023
17. okt. 2023
Hagspá 2023-2026: Hagkerfi í leit að jafnvægi
Eftir að hafa ofhitnað í kjölfar Covid-faraldursins hefur hægt á hagkerfinu og ljóst að hagvöxtur verður töluvert minni í ár en í fyrra. Hátt vaxtastig hefur tekið að slá á eftirspurn, bæði einkaneyslu og fjárfestingu og útlit er fyrir að verðbólga hjaðni hægt og rólega á næstu mánuðum. Við teljum að Seðlabankinn hækki vexti ekki meira í bili en sjáum ekki fram á að vextir fari að lækka fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Við spáum því að stýrivextir verði komnir niður í 4,25% í lok árs 2026.
Hagspá 2022
19. okt. 2022
Hagspá 2022-2025: Kröftugur hagvöxtur en kaupmáttur dregst aftur úr
Við spáum 6,5% hagvexti hér á landi á þessu ári, þeim mesta frá árinu 2007, en að svo hægi töluvert á. Verðbólga hjaðni smám saman en fari þó ekki undir 4% fyrr en árið 2025. Við búumst við að stýrivextir byrji að lækka á seinni hluta næsta árs og vegna verðbólgu aukist kaupmáttur mun hægar en undanfarin ár.
19. maí 2022
Þjóðhags- og verðbólguspá 2022-2024
Frá því að Hagfræðideild Landsbankans birti síðast hagspá í október í fyrra hefur margt breyst. Covid-19-faraldurinn með öllum sínum takmörkunum á neyslu og athöfnum daglegs lífs leið undir lok og fólk öðlaðist ferðafrelsi á ný. Neysla Íslendinga síðustu mánuði hefur borið þess skýr merki og fer í auknum mæli fram erlendis, en einnig eykst sífellt straumur ferðamanna til landsins. Almennt má segja að útlitið sé bjart. Við spáum því að hagvöxtur verði 5,1% í ár, sem er nokkuð meiri vöxtur en í fyrra, og að hann verði drifinn áfram af fjölgun ferðamanna sem við gerum ráð fyrir að verði alls 1,5 milljónir í ár. Til samanburðar nam fjöldinn tæpum 690 þúsundum í fyrra.
20. okt. 2021
Þjóðhags- og verðbólguspá 2021-2024
Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti 2021 og 2022. Ferðaþjónustan er vöknuð úr dvala, horfur eru á sérstaklega góðri loðnuvertíð og atvinnuleysi heldur áfram að minnka. Töluverðar áskoranir eru í ríkisfjármálum og kröftugur efnahagsbati og þrálát verðbólga munu knýja á um töluverða hækkun stýrivaxta, áður en aðstæður skapast til að lækka þá á nýjan leik. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans 2021-2024.