Hagspá til 2027: Hag­kerf­ið nær and­an­um

Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Hagspá Landsbankans
15. október 2024

Þetta er mikil breyting frá síðustu árum þar sem hagvöxtur hefur verið 5-9% árlega, en þeim mikla hagvexti hefur fylgt mikil og þrálát verðbólga. Við gerum nú ráð fyrir öðrum og rólegri takti. Slaki hefur færst yfir hagkerfið sem nær andanum, verðbólga hjaðnar duglega, vextir lækka og hagkerfið fer aftur af stað hægt og rólega með um 2% hagvexti árlega næstu árin.

Verðbólga hefur hjaðnað verulega undanfarið og nýjustu gögn sýna að verðbólga var 5,4% í september eftir að hafa farið hæst í rúm 10% við upphaf síðasta árs. Nýleg hjöðnun verðbólgu er þó að einhverju leyti tilkomin vegna utanaðkomandi þátta, tilfærslna frá hinu opinbera í formi gjaldfrjálsra skólamáltíða og niðurfellingar einstakra skólagjalda, og því ekki endilega til marks um minni eftirspurnarþrýsting. Það sama má segja um nýlega kólnun á hagkerfinu sem er tilkomin vegna loðnubrests, sem setti mark sitt á fyrsta ársfjórðung, og eldgosa sem drógu tímabundið úr vinsældum Íslands sem áfangastaðar. Við gerum ráð fyrir að bakslagið í ferðaþjónustu sé liðið og að vöxtur verði ágætur í greininni á næsta ári, þó hann verði mun minni en á fyrstu árum eftir faraldur.

Vaxtalækkunarferlið hafið

Peningastefnunefnd Seðlabankans hóf vaxtalækkunarferlið fyrr í þessum mánuði og spáum við því að áfram verði tekin hægfara skref til lækkunar samhliða hjaðnandi verðbólgu. Vissulega er ákveðin hætta á að verðbólga fari aftur á flug þegar vextir hafa lækkað og eftirspurn eykst, ekki síst þegar verðbólguhjöðnun má að hluta til skýra með niðurfellingu opinberra gjalda. Við spáum því þó að verðbólgan hjaðni nokkuð stöðugt út spátímann, þó einstaka bakslag geti orðið í baráttunni.

Segja má að spáin sé almennt nokkuð björt þrátt fyrir horfur á samdrætti á þessu ári. Verðbólga hjaðnar hratt samkvæmt spánni og vextir halda áfram að lækka. Kólnun hagkerfisins getur engu að síður reynst mörgum sársaukafull. Raunvextir eru háir og gætu enn hækkað. Það þýðir að aðhaldið gæti aukist sem þrengir að heimilum og fyrirtækjum í landinu. Sem fyrr er spáin háð ýmiss konar óvissu. Má þar nefna ófrið víðsvegar í heiminum sem gæti haft áhrif á efnahag ýmissa viðskiptalanda okkar og þar með okkar. Eldsumbrot standa einnig enn yfir á Reykjanesskaga sem gæti ógnað innviðum á svæðinu.

Helstu niðurstöður

  • Spáin gerir ráð fyrir 0,1% samdrætti í ár, en stöðugum hagvexti á bilinu 2,1-2,3% næstu þrjú árin eftir það.
  • Verðbólga hjaðnar nokkuð á spátímanum. Hún mælist 5,8% í ár, gangi spáin eftir, en lækkar svo í 4% á næsta ári, 3,7% árið 2026 og loks 3,3% árið 2027. Við spáum hægfara vaxtalækkunum nær allt spátímabilið.
  • Háir raunvextir, sérstaklega í upphafi spátímans, munu halda aftur af vexti einkaneyslu sem við spáum að aukist einungis um 0,6% í ár og svo um 1,5-2% á síðari árum spátímans.
  • Í ár má reikna með því að hingað komi áþekkur fjöldi ferðamanna og í fyrra. Á næsta ári gerum við ráð fyrir 2,3 milljónum, svipuðum fjölda og á metárinu 2018, og svo hægfara fjölgun eftir það. Útflutningsvöxtur næstu ára verður drifinn áfram af fjölbreyttum atvinnuvegum þar sem fiskeldi og lyfjaiðnaður eru meðal þeirra útflutningsgreina sem sækja í sig veðrið.
  • Við gerum ráð fyrir að krónan styrkist smám saman út spátímann og að evran muni kosta 148 krónur í lok árs 2025, 147 í lok árs 2026 og 146 í lok árs 2027.
  • Við spáum halla á viðskiptum við útlönd út spátímann, á bilinu 15 til 50 ma.kr. á ári.
  • Síðasta vor náðust kjarasamningar á stórum hluta vinnumarkaðar þar sem kveðið er á um hóflegri launahækkanir en í síðustu samningum. Við gerum ráð fyrir 6,6% hækkun launa í ár, 6,1% á næsta ári, 5,5% árið 2026 og loks 5,7% árið 2027. Kaupmáttur launa mun því aukast öll árin.
  • Búast má við að atvinnuleysi aukist lítillega á þessu ári eftir því sem hægir á eftirspurn og dregur úr spennu á vinnumarkaði. Þó spáum við fremur litlum sveiflum í ljósi hreyfanleika vinnuaflsins. Við spáum því að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 3,6% á þessu ári, 3,5% á því næsta, 3,4% árið 2026 og 3,3% árið 2027.
  • Við spáum því að fjármunamyndun aukist stöðugt á spátímanum, alls um 1,9% í ár og um tæp 3% næstu árin þar á eftir. Ýmis fjárfestingaráform eru uppi víða um land og gerum við ráð fyrir að þau komist smám saman til framkvæmda, sér í lagi þegar fjármögnunarskilyrði batna með lækkandi vöxtum.
  • Þó nokkur kraftur hefur verið á íbúðamarkaði undanfarið og gerum við ráð fyrir að íbúðaverð hækki um 9% í ár og svipað á næsta ári. Minni hækkanir verða svo 2026 og 2027, m.a. í takt við aukna íbúðafjárfestingu.

Yfirlit yfir hagspá Greiningardeildar

Landsframleiðsla og helstu undirliðir Í mö. kr. Magnbreytingar frá fyrra ári (%)
2023 2023 2024 2025 2026 2027
Verg landsframleiðsla 4.321 5,0 -0,1 2,3 2,1 2,3
Einkaneysla 2.141 0,5 0,6 1,5 1,8 2,0
Samneysla 1.085 1,8 2,0 2,0 1,8 1,8
Fjármunamyndun 1.045 1,6 1,9 2,8 2,8 3,0
 - Atvinnuvegafjárfesting 676 3,6 2,5 2,8 3,0 3,0
 - Fjárfesting í íbúðarhúsnæði 196 -2,3 5,0 3,0 3,0 4,0
 - Fjárfesting hins opinbera 173 -1,2 -4,0 2,5 2,0 2,0
Þjóðarútgjöld alls 4.300 1,6 0,6 1,9 2,1 2,2
Útflutningur vöru og þjónustu 1.886 6,3 0,5 3,6 2,5 2,6
Innflutningur vöru og þjónustu 1.865 -1,1 2,0 2,8 2,3 2,5
Stýrivextir og verðbólga
  2023 2024 2025 2026 2027
Stýrivextir, 7 daga bundin innlán, lok árs, %   9,3 8,8 7,0 5,3 4,8
Verðbólga, ársmeðaltal, %   8,7 5,8 4,0 3,7 3,3
Gengi evru, lok árs   150,5 149 148 147 146
Fasteignaverð, ársmeðaltal, %   5,1 8,9 9,2 8,1 7,4
Vinnumarkaður
  2023 2024 2025 2026 2027
Vísitala launa, ársmeðaltal, %   9,8 6,6 6,1 5,5 5,7
Kaupmáttur launa, ársmeðaltal, %   0,9 0,7 2,1 1,8 2,3
Atvinnuleysi, ársmeðaltal, %   3,3 3,6 3,5 3,4 3,3
Viðskiptajöfnuður
  2023 2024 2025 2026 2027
Fjöldi erlendra ferðamanna, þúsund manns   2.224 2.200 2.300 2.350 2.400
Vöru- og þjónustujöfnuður, %VLF   0,5 0,8 0,8 0,4 0,7
Viðskiptajöfnuður, %VLF   1,1 -0,3 -0,8 -1,0 -0,9
             
Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
27. sept. 2024
Spáum varkárni í peningastefnu og óbreyttum vöxtum
Ýmis merki eru um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð.
Þjóðvegur
23. sept. 2024
Vikubyrjun 23. september 2024
Í vikunni birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Þá gefur Hagstofan út verðbólgumælingu fyrir septembermánuð á föstudag. Í síðustu viku gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs sem hækkaði talsvert á milli mánaða og vísitölu leiguverðs sem lækkaði á milli mánaða. Kortaveltugögn sem Seðlabankinn birti í síðustu viku benda til þess að þó nokkur kraftur sé í innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu.
Alþingishús
16. sept. 2024
Vikubyrjun 16. september 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur