Fréttir

24 verk­efni fá út­hlutað úr Menn­ing­ar­næt­urpott­in­um

Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024

Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar valdi styrkþegana en alls bárust 75 umsóknir. Samtals eru veittir styrkir fyrir fjórar milljónir króna.

Sviðslistahópurinn Óður er listhópur Reykjavíkurborgar

Listhópur Reykjavíkurborgar í ár er sviðslistahópurinn Óður, en hópurinn hlýtur sérstakan styrk. Hópurinn mun halda gamanóperumaraþon í Þjóðleikhúskjallaranum sem nefnist Þrenningarnótt. Óður mun flytja gamanóperurnar Ástardrykkurinn, Don Pasquale og Póst-Jón en þessar óperur hafa trekkt að fólk úr öllum áttum, jafnt gallharða óperuunnendur sem og þau sem aldrei hafa séð óperu fyrr.

Menningarnæturpottur 2024

Heimspekikaffi í Iðnó - Baldur Jóhannesson

Heimspekikaffið er staður fyrir frjálsa rökræðu. Allir eru velkomnir, eina sem þarf að mæta með er heilbrigð skynsemi.

Menningarnæturbikarinn í bekkpressu - Kraftlyftingadeild Ármanns

Kraftlyftingadeild Ármanns uppfyllir gamlan draum um að halda bekkpressumót utandyra í miðbæ Reykjavíkur. Mótið er fyrir karla og konur á ólíkum aldri.

Ljóðainnrásin - Queer Situations, hinsegin bókmenntahátíð

Í ljóðainnrásinni verða flutt ljóð með erótísku ívafi og af nánd, ef svo má segja - ljóðmælandi er nálægt hljóðnemanum, hálfhvíslar ljóðið fyrir hlustandann. Markmiðið er að vekja forvitni, gefa hinsegin skáldum rödd og gefa sjónarhorni þeirra og upplifun pláss. Ljóðainnrásin er spennandi, hún er óvænt og hún gæti hitt fyrir einhvern sem þarf einmitt á henni að halda.

Kramkarnival - Kramber

Dans- og tónlistarveisla Kramhússins og Krambers fer fram á horni Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs. Úti á götu mun ríkja sannkölluð karnivalstemming þar sem verða meðal annars plötusnúðar, dansatriði og danskennsla í sönnum miðborgaranda.

EFTIRPARTÍ með Forward Youth Company - Dansgarðurinn ehf.

Ungmennadanshópurinn Forward Youth Company og Dansgarðurinn setja upp dansverkið EFTIRPARTÍ eftir Ásrúnu Magnúsdóttur í Tjarnarbíó. Partíið er búið eða það er allavega alveg að klárast. Æskan er líka búin eða svona næstum því - við höldum samt í hana. Við ætlum að dvelja örlítið lengur, sjá hvort það gerist ekki eitthvað. Eitt lag í viðbót. Einn dans í viðbót.

KPOP Random Dance - K-ICE Dance Crew

Danshópurinn K-ICE Dance Crew heldur heljarinnar K-POP danspartý á Menningarnótt. Dönsum saman, hittumst og spjöllum. Þau sem þekkja lögin og kunna dansinn hlaupa inn í miðju og dansa með.

HJÚKRUN - Lucky 3

Félagsleg kóreógrafía sem endurspeglar ofurraunveruleika kynja- og kynþáttahlutverka með vísun í hjúkrunarstarf. Lucky 3 (st. 2019) er listahópur stofnaður af Darren Mark, Dýrfinnu Benitu Basalan og Melanie Ubaldo sem eru íslenskir listamenn af filippeyskum uppruna.

Borgin Á milli - Á milli space / Aikaterini Spathi

Á Menningarnótt verður gestum og gangandi boðið að koma í heimsókn í Á milli sem er lítið listamannarekið töfrasamfélag á Ingólfsstræti. Hægt verður að upplifa félagslega mósaík listafólksins og sjá sýningar eftir myndlistarfólk, tónlistarfólk og gjörningalistafólk.

Codapent - Batabréfin - Hrefna Lind Lárusdóttir

Codapent er upplifunarverk þar sem afrakstur listrannsóknar er afhjúpaður. Listrannsóknin snýst um að kanna hvernig megi iðka lækningu, lyfleysu innan skapandi rýmis og á Menningarnótt verður afrakstur þeirra rannsókna opin almenningi. Hér er borgarbúum, gestum og gangandi lofað skjótu bataferli við meðvirkni í gegnum listform og upplifun.

Spunamaraþon á stóra sviðinu! - Improv Ísland

Spunamaraþon Improv Ísland hefur verið ómissandi hluti af Menningarnótt allt frá árinu 2014. Boðið verður upp á brakandi ferska spunasýningu á hálftíma fresti frá 15:00 til 22:00. Maraþonið hefur alltaf vakið mikla lukku og hafa færri komist að en vilja. Í ljósi þessa gríðarlega áhorfendafjölda hefur náðst samkomulag við Þjóðleikhúsið um að hafa spunamaraþonið á stóra sviðinu í ár.

Menningarnótt á Dillon - Dillon ehf.

Á Menningarnótt hafa í gegnum tíðina margir af helstu listamönnum þjóðarinnar komið fram í garðinum á bakvið Dillon. Í ár munu tónleikarnir standa frá hádegi og fram að flugeldasýningu. Meðal listamanna verða Bjartmar Guðlaugsson og Fræbbblarnir.

The Icelandic Pop Orchestra (TIPO) - Anna Karitas Bjarnadóttir

Horfðu til himins á Menningarnótt. Boðið verður upp á sérstaka þaktónleika hinnar stórskemmtilegu Icelandic Pop Orchestra á Lindargötu 33.

Bergmál í borginni - Bergmál band

Uppistand í formi tónlistar. Gítar og fallegar raddir prýða fáránlega fyndin lög. Með húmorinn og gleðina að vopni kemur hljómsveitin Bergmál ykkur í góða skapið.

Vitablast - Björgúlfur Jes Einarsson

Vitabar á aragrúann allan af fastakúnnum sem venja þar komur sínar allan ársins hring. Stór hluti þess hóps eru tónlistarmenn. Á Menningarnótt verður blásið til tónleika og þemað, ef þema skyldi kallast, er að allir þeir sem koma fram á Vitablast séu fastakúnnar Vitabars.

Menningarnæturtónleikar á KEX - KEX Hostel

KEX Hostel heldur glæsilega útitónleika í portinu á Menningarnótt þar sem grasrót reykvískrar tónlistarsenu verður fagnað.

Elíza Newman og hljómsveit með tónleika í Þingholtunum

Elíza Newman og hljómsveit flytja lög af ferli tónlistarkonunnar ásamt nokkrum frábærum íslenskum ábreiðum í bakgarði á Freyjugötu í Þingholtunum. Eðal kósí!

Svitaveita Reykjavíkur - Raftónlistarveisla á Menningarnótt! - Sweaty Records

Sannkölluð raftónlistarveisla verður í boði í garðinum á Sjafnargötu 10. Plötuútgáfan og fjöllistahópurinn Sweaty Records stendur fyrir heljarinnar garðveislu þar sem gestum og gangandi er boðið að baða sig í dúndrandi bassatrommum og sturluðum rafhljóðum. Komdu og svitnaðu með okkur!

Las Hienas: FemCafé vinnustofa + tónleikar - Hugrún Elfa Sigurðardóttir

Ofurkvennalatín hljómsveitin Las Hienas verður stödd á Íslandi á Menningarnótt sem hluti af tónleikaferðalagi Íslatín verkefnisins. Þær munu halda vinnustofu og tónleika í vel völdum garði miðbæjarins, opið hverjum sem vill, en vinnustofan er þó sérstaklega hugsuð fyrir konur og kvár og er með feminískum áherslum.

Fuego taqueria Stage - La chingona EHF (Fuego taqueria)

Gestum er boðið í skemmtilega veislu til að fagna og upphefja latínmenningu. Boðið verður upp á afþreyingu eins og dans og tónlist allan daginn fyrir börn og fjölskyldur.

Listahátíð á Ásvallagötu í tilefni af 50 ára höfundarafmæli Þórarins Eldjárns - Úlfur Eldjárn

Í tilefni af 50 ára höfundarafmæli Þórarins Eldjárns og útgáfu nýrrar barnaljóðabókar, Dótarímna, munu afkomendur hans, vinir og velunnarar slá upp listahátíð í garðinum við heimili hans að Ásvallagötu 12.

Arts and crafts in Hafnarhúsið - hafnar.haus

Viðburðurinn fer fram í Hafnarhúsinu og á hæðunum fyrir ofan. Þetta er samstarfsviðburður sköpunarmiðstöðvarinnar hafnar.haus og Listasafns Reykjavíkur.

Hægt verður að kynnast hinu öfluga samfélagi skapandi fagfólks sem starfar í húsinu. Listafólkið stendur fyrir viðburðum allan daginn, eins og smiðjum fyrir börn, gjörningum og leikjum fyrir unga sem aldna.

Kemuri Music Creatures - Bartosz Grygoruk

Kaffihúsið Kemuri Coffeeshop á Hverfisgötu 82 býður upp á ýmiskonar listviðburði sem tengjast pólska samfélaginu á Íslandi.

Pop-up sveiflutónleikar - Katrín Guðnadóttir

Hver tími hefur sína partýtónlist og á millistríðsárunum var það dynjandi sveifla sem tryllti lýðinn. Hljómsveitin Fjaðrafok endurvekur þessa stemningu fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2024
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi í dag, föstudaginn 2. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst.
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga. Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur