Fréttir

Sjö áhuga­verð verk­efni hljóta sjálf­bærnistyrk

13. júlí 2023

Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í annað sinn í vikunni sem leið. Sjö áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.

Verkefnin eiga það öll sameiginlegt að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og stuðla að frekari sjálfbærni í atvinnulífi og samfélaginu öllu.

Sérstök áhersla er á orkuskipti við úthlutun styrkjanna og styðja þeir við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, þ.e. númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum og númer 9 um nýsköpun og uppbyggingu.

Þrjú verkefni hlutu styrk upp á tvær milljónir króna og fjögur verkefni hlutu styrk upp á eina milljón. Alls bárust 40 umsóknir í ár.

Sjálfbærnistyrkir 2023:

Consent Energy ehf.

Consent Energy ehf. hlaut tveggja milljón króna styrk. Consent Energy vinnur að vísindalegri úttekt á sorpvinnslu með gösun á Norðurlandi.

Markmiðið er að vinna að orkuskiptum og framleiða vistvænt eldsneyti (e. synthetic) til notkunar innanlands.

Þetta eldsneyti gæti gert skipaflotann á Norðurlandi kolefnisfrían og verið þannig mikilvægt skref í orkuskiptum á Íslandi.

Gerosion ehf.

Gerosion hlaut eina milljón króna í styrk til að vinna að þróun AISiment umhverfisvænu steinlími sem þjónar sama tilgangi og sement.

AlSiment er ólífrænt bindiefni byggt á geopolymer tækni, en umhverfisáhrif þess eru um 70% lægri en sements.

Byggingariðnaðurinn er einn mest mengandi iðnaður í heimi og á framleiðsla sements stóran þátt í því.

Hefring ehf.

Hefring hlaut eina milljón króna í styrk fyrir vinnu sem miðar að því að draga úr koltvísýringslosun smábáta með því að smíða gervigreindarkerfi sem dregur úr eldsneytisnotkun.

Hefring ehf. hefur unnið að því í samvinnu við Landssamband smábátaeiganda að kanna hvort megi draga úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings við strandveiðar.

Jakar ehf.

Jakar hlutu eina milljón króna í styrk til að vinna að þróun Ísar ofurjeppa sem ganga fyrir hreinni orku. Jeppana er hægt að nota utan malbiks og er verkefninu ætlað að styðja við orkuskipti tækja sem er t.d. notuð á hálendinu, við ýmsan ferðaiðnað og björgunarstörf.

On to something ehf.

On to something  hlaut milljón króna styrk til að þróa áfram viðskiptavettvang sem eflir úrgangsforvarnir og þjónustar hringrásahagkerfið með gagnagrunni og gagnaveitu sem veitir yfirsýn og aðgengi að upplýsingum um afgangs-og hliðarafurðir.

On to Something veitir samanburð á þjónustu og viðskiptakjörum á úrgangsmarkaði og einfaldar rekstraraðilum flóknar ákvarðanir. 

Orb. ehf.

Orb hlýtur tveggja milljón króna styrk til að þróa tölvusjónarlausn til að taka út mælireiti í skógum með síma. Þetta er gert til að lækka kostnað við skógarúttektir og vottun kolefnisverkefna í nýskógrækt um 90%.

Tölvusjón og gervigreind eru nýtt til að skanna mælireitina með síma og hafa leiðandi aðilar í skógarúttektum í Skotlandi sýnt tækninni mikinn áhuga.

SaltGagn

SaltGagn hlýtur tveggja milljón króna styrk til að vinna að þróun tæknilegra lausna á sviði nýtingar lágvarma glatvarma til framleiðslu á iðnaðarsalti til hálkuvarna.

SaltGagn er í samstarfi við þýska félagið BeonData sem rekur gagnaver en félagið hefur gert orkusamning við HS Orku og áformar að setja upp gagnaverseiningar (e. smart datacenters) á Reykjanesi í sumar. Lausnir SaltGagns munu tengjast við gagnaverseiningar og fullnýta þann glatvarma frá starfseminni við framleiðslu á iðnaðarsaltinu.

Í úthlutunarnefnd 2023 sátu Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans, Guðmundur Þorbjörnsson ráðgjafi hjá EFLU verkfræðistofu, Kristján Vigfússon kennari við Háskólann í Reykjavík og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.

Nánar um sjálfbærnistyrki

Þú gætir einnig haft áhuga á
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur