Fréttir

Sjö áhuga­verð verk­efni hljóta sjálf­bærnistyrk

13. júlí 2023

Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í annað sinn í vikunni sem leið. Sjö áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.

Verkefnin eiga það öll sameiginlegt að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og stuðla að frekari sjálfbærni í atvinnulífi og samfélaginu öllu.

Sérstök áhersla er á orkuskipti við úthlutun styrkjanna og styðja þeir við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, þ.e. númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum og númer 9 um nýsköpun og uppbyggingu.

Þrjú verkefni hlutu styrk upp á tvær milljónir króna og fjögur verkefni hlutu styrk upp á eina milljón. Alls bárust 40 umsóknir í ár.

Sjálfbærnistyrkir 2023:

Consent Energy ehf.

Consent Energy ehf. hlaut tveggja milljón króna styrk. Consent Energy vinnur að vísindalegri úttekt á sorpvinnslu með gösun á Norðurlandi.

Markmiðið er að vinna að orkuskiptum og framleiða vistvænt eldsneyti (e. synthetic) til notkunar innanlands.

Þetta eldsneyti gæti gert skipaflotann á Norðurlandi kolefnisfrían og verið þannig mikilvægt skref í orkuskiptum á Íslandi.

Gerosion ehf.

Gerosion hlaut eina milljón króna í styrk til að vinna að þróun AISiment umhverfisvænu steinlími sem þjónar sama tilgangi og sement.

AlSiment er ólífrænt bindiefni byggt á geopolymer tækni, en umhverfisáhrif þess eru um 70% lægri en sements.

Byggingariðnaðurinn er einn mest mengandi iðnaður í heimi og á framleiðsla sements stóran þátt í því.

Hefring ehf.

Hefring hlaut eina milljón króna í styrk fyrir vinnu sem miðar að því að draga úr koltvísýringslosun smábáta með því að smíða gervigreindarkerfi sem dregur úr eldsneytisnotkun.

Hefring ehf. hefur unnið að því í samvinnu við Landssamband smábátaeiganda að kanna hvort megi draga úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings við strandveiðar.

Jakar ehf.

Jakar hlutu eina milljón króna í styrk til að vinna að þróun Ísar ofurjeppa sem ganga fyrir hreinni orku. Jeppana er hægt að nota utan malbiks og er verkefninu ætlað að styðja við orkuskipti tækja sem er t.d. notuð á hálendinu, við ýmsan ferðaiðnað og björgunarstörf.

On to something ehf.

On to something  hlaut milljón króna styrk til að þróa áfram viðskiptavettvang sem eflir úrgangsforvarnir og þjónustar hringrásahagkerfið með gagnagrunni og gagnaveitu sem veitir yfirsýn og aðgengi að upplýsingum um afgangs-og hliðarafurðir.

On to Something veitir samanburð á þjónustu og viðskiptakjörum á úrgangsmarkaði og einfaldar rekstraraðilum flóknar ákvarðanir. 

Orb. ehf.

Orb hlýtur tveggja milljón króna styrk til að þróa tölvusjónarlausn til að taka út mælireiti í skógum með síma. Þetta er gert til að lækka kostnað við skógarúttektir og vottun kolefnisverkefna í nýskógrækt um 90%.

Tölvusjón og gervigreind eru nýtt til að skanna mælireitina með síma og hafa leiðandi aðilar í skógarúttektum í Skotlandi sýnt tækninni mikinn áhuga.

SaltGagn

SaltGagn hlýtur tveggja milljón króna styrk til að vinna að þróun tæknilegra lausna á sviði nýtingar lágvarma glatvarma til framleiðslu á iðnaðarsalti til hálkuvarna.

SaltGagn er í samstarfi við þýska félagið BeonData sem rekur gagnaver en félagið hefur gert orkusamning við HS Orku og áformar að setja upp gagnaverseiningar (e. smart datacenters) á Reykjanesi í sumar. Lausnir SaltGagns munu tengjast við gagnaverseiningar og fullnýta þann glatvarma frá starfseminni við framleiðslu á iðnaðarsaltinu.

Í úthlutunarnefnd 2023 sátu Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans, Guðmundur Þorbjörnsson ráðgjafi hjá EFLU verkfræðistofu, Kristján Vigfússon kennari við Háskólann í Reykjavík og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.

Nánar um sjálfbærnistyrki

Þú gætir einnig haft áhuga á
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur