Nú þarf ein­fald­lega að hleypa sorg­inni að

Vilhjálmur Ingi Vilhjálms á sér hliðarsjálf sem dragdrottningin Lady Zadude en hún hlaut titilinn dragdrottning Íslands fyrr í sumar. Lady Zadude hlaut þar styrk í verðlaun til að koma fram á Hinsegin dögum en hlaut jafnframt styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans til að þróa og sýna atriði sitt í Gleðigöngunni.
Lady Zadude
3. ágúst 2022

„Ég var búin að hugsa um nokkrar mismunandi hugmyndir að atriði sem flestar snúa að gleði og fögnuði. Ég varð samt aldrei almennilega sátt við þær, það er bara of margt slæmt búið að gerast í hinsegin samfélaginu undanfarið og ég tel að það þurfi einfaldlega að hleypa sorginni að. Atriðið er hugsað sem stund til að hleypa sorginni að, sorginni sem fylgir því að verða fyrir fordómum, sorginni yfir því að hafa þurft að fela og afneita hluta af sjálfum sér, sorginni sem fylgir því að missa meðlimi hinsegin fjölskyldunnar, eða í stuttu máli sorginni sem fylgir því að vera til,“ segir Lady Zadude og bendir á að alvarlegt bakslag sé í hinsegin jafnréttisbaráttunni, bæði hér á landi og erlendis. „Við í hinsegin samfélaginu erum búin að hamra á því síðustu ár að baráttunni sé ekki lokið, en því miður hefur ekki verið tekið mark á því og samfélagið og stjórnvöld sofnuðu á verðinum. Fræðslan sem Samtökin 78 hefur staðið fyrir skilar miklu en þau þurfa einfaldlega meiri fjárhagslegan stuðning frá yfirvöldum til að geta sinnt henni með fullnægjandi hætti,“ segir Lady ákveðin.

Blanda af vondri stjúpu og álfastuðmóður

Vilhjálmur sem er kynsegin nuddari, dragdrottning og söngvari, hefur verið að þróa Lady Zadude í nokkur ár. Líkt og hjá öðrum dragskemmtikröftum snýst tilvera Lady um að valda kynusla, ögra þeim fjölmörgu staðalímyndum sem eru í gangi varðandi kyn og kynhlutverk. „Það hefur alltaf heillað mig mikið að skapa rými fyrir hinsegin fólk að hittast og hafa gaman og það er stór hluti þess að ég fór út í drag,“ segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur í förðun

Ljósmynd: Sunna Ben

Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson

Ljósmynd: Davíð Terrazas

Lady Zadude er góð blanda af vondri stjúpu og göldrum gæddri álfastuðmóður sem syngur um hinsegin ástir og líf á gamansaman hátt. Hennar uppáhald er að breyta textum þekktra laga og koma áhorfendum smá á óvart. „Við Lady eigum það sameiginlegt að hafa vel gaman af tvíræðum og allt að því dónalegum húmor,“ segir hán.

„Dragsamfélagið á Íslandi er fjölbreytt og fallegt. Þú getur séð ótrúlega margar birtingarmyndir drags og dragsenan fer sífellt stækkandi. Þar er auðvitað einhver samkeppni líka en mín upplifun er sú að samfélagið standi saman og dragskemmtikraftar styðja hvert annað eins og þau geta.“

Vilhjálmur segir umræðuna um dragsenuna á Íslandi dálítið einhliða. „Umræðan snýst aðallega um Rupaul‘s Dragrace, sem er allt í lagi –  en að mínu mati snýst drag um kynusla. Mér finnst hin almenna umræða oft vera sú að drag sé fyndið af því að það sé „karl í kjól“, eins og grín á þorrablóti. Saga drags á sér mikið dýpri rætur og snýst í kjarnanum um kyntjáningu og að skapa hinsegin fólki öruggt rými til að gleðjast og vera í öruggum aðstæðum,“ segir hán.

Eru ekki gestir heteronormatíva samfélagsins

Vilhjálmur segir varla hægt að lýsa því í orðum hversu mikilvæg hátíð eins og Hinsegin dagar sé. „Fyrir utan sýnileikann sem Hinsegin dagar veita hinsegin fólki og málefnum gefa þeir okkur kærkomið tækifæri til að hittast í rými sem er búið til af okkur sjálfum, fyrir okkur sjálf. Þetta er nánast eina skiptið á árinu sem við erum ekki gestir heteronormatíva samfélagsins, heldur erum við gestgjafinn.“

Lady Zadude

Ljósmynd: Sunna Ben

„Það væri ótrúlega kærkomið ef við gætum brotið á bak aftur tvíhyggjuna sem við búum við og er stanslaust nýtt til að halda konum og hinsegin fólki niðri,“ segir Vilhjálmur þegar spurt er um hvernig hinn fullkomni heimur mannréttinda og margbreytileika væri í augum háns. „Hvernig væri ef við hættum bara að skipta okkur svona mikið í flokka eftir kynfærunum einum saman, hver fékk þá fáránlegu hugmynd? Það væri yndislegt ef að við fengjum öll bara að vera við sjálf, án þess að vera sett í þrönga flokka og þurfa að fylgja annarra skilgreiningum á því hver við erum og hvern við ættum að elska!“

Hinsegin dagar 2022 voru settir þriðjudaginn 2. ágúst og stendur hátíðin yfir í sex daga með viðamikilli dagskrá. Landsbankinn hefur verið stoltur styrktaraðili um árabil og er Gleðigöngupotturinn samstarfsverkefni Hinsegin daga og Landsbankans. Styrkir úr pottinum eru veittir einstaklingum eða hópum á ári hverju til þátttöku í Gleðigöngunni, sem fer fram laugardaginn 6. ágúst.

Myndina sem er efst í greininni tók Odysse Chloridis.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur