Nokk­ur ráð til jóla­sveina frá Stekkj­astaur um kaup á gjöf­um

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Barn í jólaglugga
9. desember 2024 - Stekkjastaur

Fáir hafa jafnmikla reynslu og Stekkjastaur - bara 8 eða 12 aðrir - enda byggir hann á aldalangri reynslu sem jólasveinn og ærslabelgur. Hann kemur auk þess alltaf fyrstur og þarf því að byrja fyrr að undirbúa jólin en bræður hans. Jólaráðin fylgja hér á eftir:

Gjafirnar þurfa ekki að vera dýrar

Oft eru það smáir og nytsamir hlutir sem gleðja mest, eitthvað sem nýtist í dagsins önn og sem minnir lengi á þá gleði sem fylgir því að vakna á morgnana, kíkja í skóinn og sjá að jólasveinninn kíkti til manns um nóttina.  

Ekki kaupa gjafir á síðustu stundu

Innkaup í verslunum og á bensínstöðvum sem eru opnar utan venjubundins opnunartíma eru oftar en ekki óhagstæðari en annars staðar. Það gildir um kaup í skóinn sem og önnur innkaup. Þá geta bestu bitarnir verið fljótir að fara og því gott að vera tímanlega á ferðinni. Stekkjastaur hefur alltof oft lent í þessu sjálfur.

Ekki fara svangur út í búð

Þetta gildir einnig um jólasveina.

Matur er mannsins megin

Margir jólasveinanna, líkt og Bjúgnakrækir, Ketkrókur og Askasleikir, eru miklir matgæðingar og finnst fátt betra en að borða og gefa öðrum mat þó þeir viðurkenni það seint að þeir deili með öðrum. Þeim finnst því tilvalið að gefa börnum mandarínur, heimabakstur eða annað góðgæti.

Vantar eitthvað fyrir jólin?

Sokkapör, hárskraut og annað smálegt, sem nýst getur um hátíðirnar, eru tilvaldar gjafir í skóinn.

Verslað fyrir nokkra í einu

Hagstæðara getur verið að kaupa fyrir fleiri en eitt barn í einu enda magnpakkningar oft á betra verði en einstaka hlutir. Þannig geta jólasveinar sem t.d. bindast fjölskyldu- eða vinaböndum, sameinast í innkaupum og skipt pakkningum á milli sín.

Börn bera saman bækur sínar

Að morgni segja börnin hvort öðru frá því sem beið þeirra í glugganum þegar þau vöknuðu og þar sem fjárhagur heimila er misjafn getur verið sárt fyrir sum börn að heyra af mikilli gjafmildi jólasveina á heimilum vina sinna. Því er best að stilla innkaupum í hóf og hafa hugfast að það er hugurinn og gleði barnanna sem skiptir mestu.

Nei, nei, ekki um jólin

Það borgar sig alls ekki að taka skammtímalán (hvað þá smálán) til að eiga fyrir innkaupum í skóinn. Það getur dregið dilk á eftir sér. Hugsaðu stórt en notaðu fjármuni af skynsemi.

Pistillinn birtist fyrst á Umræðunni þann 9. desember 2014.

Þú gætir einnig haft áhuga á
2. jan. 2025
Listin sem rólegur þátttakandi í lífinu
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er skreytt myndum af vatni og ólíkum birtingarmyndum þess í daglegu lífi okkar. Við settumst niður með myndlistarmanninum á bak við verkin, Stefáni Óla Baldurssyni eða Stebba Mottu, og fengum hans innsýn í ferlið, verkin og vatnið.
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur