Hvað kost­ar að taka skamm­tíma­lán og dreifa greiðsl­un­um?

Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-44% ársvöxtum. Og það er slatti!
Rafræn greiðsla
20. nóvember 2024

Þegar þú notar yfirdráttinn þinn, tekur Aukalán, biður um greiðsludreifingu á kreditkortinu þínu eða notar app eða aðra þjónustu til að dreifa greiðslunum á nokkra mánuði ertu að taka skammtímalán. Það er hvergi hægt að finna samanburð á öllum skammtímalánum sem eru í boði á einum og sama staðnum, þó ýmsir bjóði upp á takmarkaðan samanburð.

Það er samt frekar einfalt að bera kjörin saman. Til þess þarf bara að skoða það sem kallað er ÁHK en allir lánveitendur þurfa að gefa upp ÁHK við lánveitinguna – það er lögbundin skylda þeirra.

ÁHK er í alvöru mjög einfalt fyrirbæri

ÁHK er skammstöfun á „árleg hlutfallstala kostnaðar“. ÁHK er prósentutala sem mælir allan kostnað við lántökuna, það er að segja vexti, lántökugjald, seðilgjald og allan annan kostnað. Þetta er gert á ársgrundvelli. Ef ÁHK er 20%, þá ertu að borga jafngildi 20% í ársvexti.

ÁHK er í raun verðmiðinn á láni og segir til um hversu dýrt er að taka það. Eftir því sem ÁHK er hærra, því óhagstæðara er lánið!

Við tókum saman upplýsingar um ÁHK á nokkrum skammtímalánum sem eru í boði og miðast kjörin við stöðuna 20. nóvember 2024. Í sumum tilvikum fara lánakjör eftir lánshæfismati sem viðkomandi lánveitandi byggir á ýmsum gögnum og kjörin geta verið misjöfn á milli einstaklinga. Því höfum við þau ekki með í þessum samanburði.

Algeng skammtímalán og samanburður á ÁHK

 
Tegund láns

Upphæð

Lánstími

Vextir
Lántöku-
kostnaður
Greiðslu-/
afborgunargjald
Afborgun/
fyrsta greiðsla

ÁHK
Lánveitandi A Lán 200.000 kr. 12 mán. 18,50% 5.740 kr. 398 kr. 10.037 kr. 44,2%
Lánveitandi B Greiðsludreifing v. vörukaupa 200.000 kr. 6 mán. 18,65% 4.885 kr. 898 kr. 36.817 kr. 44,2%
Lánveitandi C Lán í appi 500.000 kr. 12 mán. 17,00% 20.000 kr. 350 kr. 47.767 kr. 29,7%
Lánveitandi D Yfirdráttur* 500.000 kr. 12 mán. 17,00% 790 kr. 0 kr. 7.083 kr. 18,6%
Lánveitandi E Yfirdráttur* 1.000.000 kr. 12 mán. 16,50% 790 kr. 0 kr. 13.750 kr. 17,9%
Lánveitandi F Lán í appi 500.000 kr. 12 mán. 16,35% 0 kr. 140 kr. 46.878 kr. 25,0%
Lánveitandi G Greiðsludreifing kredikorts 500.000 kr. 12 mán. 16,95% 0 kr. 250 kr. 48.038 kr. 19,8%

*Yfirdráttur hefur ekki skilgreint endurgreiðsluflæði af höfuðstól eins og á lánum. ÁHK í ofangreindri töflu miðast við fullnýttan yfirdrátt í 30 daga.

Yfirdrátturinn ekki endilega verstur

Eins og sést í töflunni að ofan er mjög dýrt að taka skammtímalán, en það er samt mjög misjafnlega dýrt eftir lánveitendum og tegundum lána.

Eitt af því sem samanburðurinn leiðir í ljós er að yfirdráttarlán eru ekki endilega óhagstæðustu skammtímalánin. Kosturinn við yfirdráttarlán er að þau eru sveigjanlegri og án annars kostnaðar en vaxta. Hjá Landsbankanum kostar 790 kr. að breyta yfirdráttarheimild og telst það til kostnaðar við lántökuna og reiknast inn í ÁHK.

Svona virkar yfirdráttur: Gefum okkur að þú eigir 20.000 kr. á reikningnum þínum og ert með 100.000 kr. í yfirdráttarheimild. Ef þú kaupir þér úlpu og borgar fyrir hana 50.000 kr. þá nýtir þú 30.000 kr. af yfirdrættinum og borgar bara vexti af þeirri fjárhæð en ekki af allri heimildinni, sem er áfram 100.000 kr. Peningur sem staldrar stutt við á reikningum, t.d. þegar þú færð útborgað, fer líka til að lækka yfirdráttinn tímabundið og þar með lækkar vaxtakostnaður yfirdráttarlánsins.

Það er misjafnt hversu vel fólki gengur að greiða yfirdráttinn niður. Ef fólk greiðir ekki reglulega inn á yfirdráttinn getur verið betra að taka annars konar lán – t.d. Aukalán – með reglulegum gjalddögum.

Er skynsamlegt að taka skammtímalán?

Í fjármálum er vont að hugsa bara „þetta reddast“ og taka skyndiákvarðanir. Við ættum ekki að taka skammtímalán nema við þurfum raunverulega á láninu að halda. Það er eitt að taka skammtímalán til að takast á við óvænt útgjöld, s.s. þegar bíllinn bilar eða endurnýja þarf þvottavélina, annað að taka lán fyrir dýrri úlpu eða annarri neysluvöru. Vextir á skammtímalánum eru háir og það margborgar sig að spara fyrir því sem þú vilt kaupa. Áður en þú tekur skammtímalán fyrir einhverju sem þú þarft ekki nauðsynlega á að halda, er gott að reikna út hvað þú þarft að vinna í marga klukkutíma til að borga kostnaðinn af lántökunni og bera þann kostnað saman við tímann sem þú þarft að bíða með kaupin ef þú sparar fyrir þeim í staðinn. Mega kaupin kannski bíða aðeins, ef þú skoðar hversu miklu meira þú þarft á endanum að borga ef þú tekur skammtímalán?

Getur borgað sig að sameina lánin

Ef lánveitandinn innheimtir lántökugjöld, seðilgjöld eða greiðslugjöld getur verið mjög óhagstætt að vera með mörg skammtímalán. Þá þarftu að borga þessi gjöld fyrir hverja og eina lántöku. Það getur verið hagstæðara að taka eitt lán fyrir öllum útgjöldunum og borga þessi gjöld bara fyrir eitt lán.

Ef þú ert með fleiri óhagstæð skammtímalán getur borgað sig að sameina þau öll í eitt hagstæðara lán og reyna síðan eftir mætti að borga það niður. Það getur verið gott að setja sér markmið um að greiða alltaf tiltekna fjárhæð aukalega inn á lánið eða lækka yfirdráttinn.

Við tökum vel á móti þér

Það getur verið gott að heyra í ráðgjafa hjá bankanum og athuga hvort þú getir fengið hagstæðari kjör. Þú getur pantað tíma í ráðgjöf hér á vefnum. Við hjálpum þér gjarnan við að finna leið sem hentar þér í fjármálunum.

Þessi grein birtist fyrst í nóvember 2023 en hefur síðan verið uppfærð. Hún byggir að hluta á eldri fræðslugrein sem birtist fyrst á Umræðunni í september 2018.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
Íbúðahús
14. okt. 2024
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Rafbíll í hleðslu
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur