Þegar börn eru á grunnskólaaldri er algengt að haldin séu bekkjarafmæli en þá taka nokkur afmælisbörn sig saman (þ.e.a.s. fullorðna fólkið) og halda sameiginlega upp á afmælin. Víða hefur myndast sú hefð að í bekkjarafmælum sé passlegt að gefa hverju afmælisbarni fimmhundruðkall.
Vandinn er sá að ekki er hægt að fá fimmhundruðkalla í öllum hraðbönkum. Í mörgum hraðbönkum Landsbankans er minnsti seðilinn þúsundkall en framboð á seðlum í hraðbönkum ræðst af ýmsum þáttum, m.a. hversu margar seðlategundir komast fyrir í viðkomandi gerð af hraðbanka og hversu oft er fyllt á þá.
Það kostar ekkert að skipta í útibúi
Á afgreiðslutíma útibúa sem bjóða gjaldkeraþjónustu er hægt að fá fimmhundruðkalla hjá starfsfólki. Ef þú ert viðskiptavinur Landsbankans kostar ekkert að fara til gjaldkera og taka út seðla af reikningi í bankanum. Það kostar heldur ekki neitt að skipta nokkrum þúsundköllum í fimmhundruðkalla, hvort sem þú ert með reikning hjá bankanum eða ekki.
Myntrúllusjálfsalar geta leynt á sér
Hér fyrir neðan er listi yfir staði þar sem Landsbankinn býður upp á úttekt á fimmhundruðköllum í hraðbönkum eða – og taktu nú vel eftir – í myntrúllusjálfsölum. Það vita nefnilega ekki allir að í mörgum myntrúllusjálfsölum er bæði hægt að fá myntrúllur og skipta seðlum í fimmhundruðkalla. (Fyrir áhugasama er rétt að geta þess að myntrúllur er mynt sem búið er að stafla saman í rúllur en þær nýtast aðallega verslunum sem þurfa skiptimynt.)
Á sumum þessara staða er fleiri en einn hraðbanki. Ef ekki eru fimmhundruðkallar í fyrsta hraðbankanum sem þú prófar, prófaðu bara þann næsta.
Höfuðborgarsvæðið
- Borgartún, útibú - myntrúllusjálfsali
- BSÍ við Hringbraut í Reykjavík - hraðbanki
- Grafarholt, útibú - myntrúllusjálfsali
- Hagatorg, Vesturbæ – hraðbanki
- Hamraborg, útibú – myntrúllusjálfsali
- Háskólatorg - hraðbanki
- Lóuhólar, Breiðholti - hraðbanki
- Mjódd, útibú - myntrúllusjálfsali
- Reykjastræti, útibú – hraðbanki og myntrúllusjálfsali
- Staðarberg, Hafnarfirði – hraðbanki
- Fjarðargata, Hafnarfirði, útibú – myntrúllusjálfsali
Utan höfuðborgarsvæðisins
- Akranes, útibú - hraðbanki
- Akureyri, Bogabraut - hraðbanki
- Akureyri, Kaupangi - hraðbanki
- Akureyri, útibú – hraðbanki og myntrúllusjálfsali
- Blönduós - hraðbanki
- Dalvík, útibú - hraðbanki
- Egilsstaðir, útibú - hraðbanki
- Garður - hraðbanki
- Grindavík, útibú - hraðbanki
- Grundafjörður - hraðbanki
- Hellissandur - hraðbanki
- Húsavík, útibú - hraðbanki
- Hvammstangi, útibú - hraðbanki
- Ólafsvík, útibú - hraðbanki
- Reyðarfjörður, útibú - hraðbanki
- Sandgerði - hraðbanki
- Selfoss, útibú - myntrúllusjálfsali
- Sauðárkrókur, útibú - hraðbanki
- Skagaströnd, útibú - hraðbanki
- Vestmannaeyjar, útibú - hraðbanki
- Vogar, Vatnsleysuströnd - hraðbanki
- Vopnafjörður, útibú - hraðbanki
- Þórshöfn, útibú - hraðbanki
Hraðbankar Landsbankans – aðgengi og staðsetning
Vantar þig kannski líka umslög undir fimmhundruðkallana? Þá verður þú líklega að fara út í næstu búð sem selur umslög því þau er hvorki að fá í hraðbönkum né myntrúllusjálfsölum.