Tímarnir hafa breyst og ættingjar eru oft í vandræðum með að finna fermingargjafir, t.d. vegna þess að líf fólks hefur færst að miklu leyti í snjalltækin og hlutirnir sem ungmenni þurfa til að komast af stað út í lífið mögulega orðnir færri. Það er líka eitt að vera unglingur í dag eða fyrir til dæmis 50 árum og lengra í að fermingarbörn nútímans leggi ein og óstudd af stað út í lífið.
Draumarnir geta kostað peninga
Peningagjafir í tilefni ferminga hafa færst mikið í vöxt og það er mikilvægt að staldra aðeins við og skoða hvaða möguleika þær bjóða upp á. Oft er vilji til að nota eitthvað af peningunum strax til að kaupa fatnað, tæki eða annað slíkt. Það getur líka komið sér vel að leggja a.m.k. hluta af fermingarpeningnum í sparnað. Ungt fólk á sér oft drauma sem geta kostað töluverðar fjárhæðir en það er ekkert víst að þeir draumar blasi við á fermingardaginn. Þá er gott að eiga sjóð sem getur nýst seinna meir.
Fermingarbörn fá 6.000 kr. mótframlag ef þau leggja 30.000 kr. inn á Framtíðargrunn. Það sama gildir um kaup í sjóðum Landsbréfa.
En það er ekki allt og sumt! Ef þau spara meira fá þau 5% mótframlag á það sem er umfram 30.000 kr. Mótframlagið getur að hámarki verið 16.000 kr. fyrir hvorn kost, en þá er sparnaðarupphæðin 230.000 kr. Ef þau spara á báðum stöðum getur mótframlagið því verið allt að 32.000 kr!
Hægt er að velja um að hafa Framtíðargrunn verðtryggðan sem getur verið góður kostur þegar verðbólga eykst. Reikningurinn ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga hverju sinni. Önnur leið til þess að spara er að kaupa í sjóðum. Tíminn vinnur með okkur þegar kemur að sparnaði og fjárfesting í sjóði veitir aðgang að hlutdeild í vel dreifðu eignasafni og getur hentað til ávöxtunar til lengri tíma. Fjárfestingar í sjóðum fela þó alltaf í sér einhverja áhættu. Til að lágmarka áhættu er mælt með því að dreifa eignum og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Við hvetjum þig til að kynna þér upplýsingar um hvaða sjóði Landsbréf, dótturfélag bankans, bjóða upp á og helstu upplýsingar um áhættuþætti, kostnað við kaup, þóknanir og annað slíkt áður en tekin er ákvörðun um sparnað í sjóði.
Hvert er markmiðið með sparnaðinum?
Rétt eins og hjá fullorðnum einstaklingum geta sparnaðarmarkmið verið misjöfn. Ef nota á peningana til að eiga upp í kaupverð á bíl um leið og bílprófsaldri er náð þarf að huga að því að sparnaðurinn verði örugglega aðgengilegur þegar 17 ára aldri er náð. Ef unga fólkið vill spara fyrir íbúð þarf að öllum líkindum að hugsa til lengri tíma.
Allur sparnaður er góð leið til þess að láta draumana rætast. Það er gaman að sjá fjárhæðina hækka og því fylgir öryggistilfinning. Svo er mikið frelsi fólgið í því að geta keypt sér það sem mann vantar eða bara langar í, þegar maður vill. Þannig geta fermingarpeningarnir verið fjárfesting í fjárhagslegu sjálfstæði í framtíðinni fyrir unga fólkið okkar.
Á vefnum okkar erum við með aðgengilegar upplýsingar um hvaða sparnaðarleiðir eru í boði. Við hvetjum þig til að panta þér tíma í ráðgjöf í útibúi eða á fjarfundi, gjarnan með fermingarbarninu. Saman finnum við réttu sparnaðarleiðina.
Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum
Upplýsingar þær sem hér koma fram eru útbúnar af Landsbankanum og eru ætlaðar til almennrar fræðslu og upplýsingar.
Viðskiptavinir Landsbankans eru ávallt hvattir til að gera sjálfstæða könnun á þeim upplýsingum sem ákvörðun þeirra um fjárfestingu byggir á og leita óháðrar ráðgjafar þar um, þ.m.t. um skattaleg atriði sem kunna að snerta fjárfestinguna.
Viðskipti með fjármálagerninga og sjóði geta verið mjög áhættusöm og ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Viðskiptavinir eru því sérstaklega hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga.
Efni þessarar greinar er markaðsefni og felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf sbr. lög nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga, né fjárfestingartillögu í skilningi laga nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, og hefur Landsbankinn ekki metið hvort fjárfesting í tilteknum fjármálagerningi eða sjóði sé viðeigandi fyrir einstaka viðskiptavini.
Landsbankinn er ekki skuldbundinn til að uppfæra efni þessarar greinar eða til að leiðrétta villur sem kunna að koma í ljós síðar. Efni þessarar greinar getur breyst án fyrirvara, s.s. vegna breytinga í lagaumhverfi eða á reglum sjóða. Landsbankinn ber enga ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem kann að verða vegna notkunar á efni þessarar greinar.
Greinin birtist fyrst á Umræðunni þann 7. apríl 2022 og uppfærð 15. mars 2024.