Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hvað á ég að gera við ferm­ingar­pen­ing­inn?

Í gamla daga voru fermingargjafir oft hlutir sem áttu að tákna að nú væru fullorðinsárin að hefjast – pennar, ljóðasöfn eða orðabækur, armbandsúr eða flottar ferðatöskur. Það er enginn í vandræðum með að setja á sig úrið og fletta bókunum, en hvað áttu að gera ef þú færð peninga?
Stúlkur á hlaupahjólum
9. apríl 2025 - Landsbankinn

Það hefur svo sem alltaf verið hefð að gefa fermingarkrökkum peninga, en okkar tilfinning er að það sé alltaf að verða algengara. Kannski er það vegna þess að við þurfum færri hluti þegar bæði úrið og afþreyingin er komin í símann.

Draumarnir geta kostað peninga

Ef þú færð peningagjafir er mikilvægt að staldra aðeins við og skoða hvaða möguleika þær bjóða upp á. Oft langar mann auðvitað að nota eitthvað af peningunum strax til að kaupa föt, tæki eða annað. Þó það sé gaman að láta slíkt eftir sér getur líka komið sér vel að leggja a.m.k. hluta af fermingarpeningnum í sparnað til að eiga fyrir því sem þig langar í eftir 1 ár, eða 5 ár. Flest eigum við okkur drauma sem geta kostað talsvert og svo er heldur ekki víst að við vitum endilega hvað okkur langar í í framtíðinni, akkúrat á fermingardaginn. Þá er gott að eiga sjóð.

Fermingarkrakkar fá 6.000 kr. mótframlag frá Landsbankanum ef þau leggja 30.000 kr. inn á sparireikninginn Framtíðargrunn. Það sama gildir um kaup í sjóðum Landsbréfa. En það er ekki allt og sumt! Ef þú sparar meira færðu 5% mótframlag á það sem er umfram 30.000 kr. Mótframlagið getur að hámarki verið 16.000 kr. fyrir hvorn kost, Framtíðargrunn og sjóð hjá Landsbréfum, en þá ertu að leggja fyrir alls 230.000 kr. Ef þú sparar á báðum stöðum getur mótframlagið frá bankanum því verið allt að 32.000 kr., sem er alveg slatti!

Get ég komið í viðskipti og keypt í sjóði án foreldranna?

Þau sem eru 13 ára og eldri geta komið í viðskipti hjá Landsbankanum án aðkomu foreldra. Til að gera það í Landsbankaappinu þarftu samt að eiga rafræn skilríki. Það er enginn lágmarksaldur á að fá rafræn skilríki en krakkar undir 18 ára aldri þurfa samt undirritun forsjáraðila á umsóknina. Foreldrar þínir geta undirritað umsóknina rafrænt inni á mínum síðum hjá Auðkenni. Það er líka hægt að koma saman í útibú Landsbankans eða á annan afgreiðslustað rafrænna skilríkja til að ganga frá þessu. Það er nóg að annað foreldri þitt komi með – mundu bara að koma með vegabréfið þitt!

Þegar kemur að því að kaupa í sjóðum þarftu að fá smá hjálp frá foreldrum þínum. Þau þurfa nefnilega að undirrita samning um verðbréfaviðskipti fyrir þína hönd. Það er hægt að gera þetta allt í netspjalli við okkur og með rafrænni undirritun. Og já, þau þurfa líka að kaupa fyrir þig í sjóðum.

Hvert er markmiðið með sparnaðinum?

Markmiðin okkar eru ansi misjöfn. Ef nota á peningana til að eiga upp í kaupverð á bíl um leið og þú færð bílpróf þarftu að passa að sparnaðurinn verði örugglega aðgengilegur þegar þú verður 17 ára. Ef þú ert aftur á móti að hugsa um að spara fyrir íbúð þarftu að öllum líkindum að hugsa til lengri tíma.

Á vefnum okkar erum við með ýmsar upplýsingar um sparnaðarleiðirnar sem eru í boði. Við mælum líka með því að hafa fullorðna fólkið sitt með í ráðum. Þið eruð öll hjartanlega velkomin í heimsókn í bankann til að fara yfir málið með fjármálaráðgjafa. Þú getur pantað tíma hér.

Saman finnum við réttu sparnaðarleiðina.

Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Upplýsingar þær sem hér koma fram eru útbúnar af Landsbankanum og eru ætlaðar til almennrar fræðslu og upplýsingar.

Viðskiptavinir Landsbankans eru ávallt hvattir til að gera sjálfstæða könnun á þeim upplýsingum sem ákvörðun þeirra um fjárfestingu byggir á og leita óháðrar ráðgjafar þar um, þ.m.t. um skattaleg atriði sem kunna að snerta fjárfestinguna.

Viðskipti með fjármálagerninga og sjóði geta verið mjög áhættusöm og ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Viðskiptavinir eru því sérstaklega hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga.

Efni þessarar greinar er markaðsefni og felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf sbr. lög nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga, né fjárfestingartillögu í skilningi laga nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, og hefur Landsbankinn ekki metið hvort fjárfesting í tilteknum fjármálagerningi eða sjóði sé viðeigandi fyrir einstaka viðskiptavini.

Landsbankinn er ekki skuldbundinn til að uppfæra efni þessarar greinar eða til að leiðrétta villur sem kunna að koma í ljós síðar. Efni þessarar greinar getur breyst án fyrirvara, s.s. vegna breytinga í lagaumhverfi eða á reglum sjóða. Landsbankinn ber enga ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem kann að verða vegna notkunar á efni þessarar greinar.

Greinin birtist fyrst á Umræðunni þann 7. apríl 2022 og síðast uppfærð 9. apríl 2025.

Þú gætir einnig haft áhuga á
21. mars 2023
Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga
Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
24. mars 2021
Aldrei of snemmt að byrja að spara
Sparnaður er góð leið til þess að láta drauma sína rætast. Það er gaman að sjá fjárhæðina hækka og því fylgir öryggistilfinning að eiga fyrir óvæntum útgjöldum. Svo er mikið frelsi fólgið í því að geta keypt sér það sem mann vantar eða bara langar í, þegar maður vill.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.