Auð­velt að bera sam­an ávöxt­un á fjár­fest­ing­um

Það er gott að fara reglulega yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort við séum að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
24. janúar 2023

Á vef Landsbankans, undir svæði markaðarins, eða í verðbréfahluta appsins getur þú nálgast allar helstu upplýsingar um hlutabréf og skuldabréf. Gengi hlutabréfa er birt í rauntíma sem tryggir að þú hafir alltaf aðgang að nýjustu upplýsingum. Þar finnur þú líka allar upplýsingar um sjóði Landsbréfa, eins og eignasamsetningu, fjárfestingarstenfur, helstu áhættuþætti og ávöxtunartölur.

Einn frábær eiginleiki sem Landsbankinn býður upp á er samanburður á gengisþróun milli einstakra hlutabréfa, sjóða og vísitalna. Þetta getur komið að góðum notum þegar þú ert að skoða hvort þú viljir setja peninginn þinn í tiltekna sjóði eða hlutabréf. Samanburðurinn getur líka sýnt hvernig ólíkir sjóðir hafa þróast í gegnum tíðina. Slíkan samanburð er gott að hafa til hliðsjónar til að gera sér grein fyrir mismunandi sveiflum á milli eignaflokka. Hafðu þó í huga að árangur fyrri ára er ekki trygging fyrir áframhaldandi árangri.

Þá er hægt að skoða hvernig ákveðinn sjóður í virkri stýringu eða stök bréf eru að standa sig í samanburði við staðlaðar vísitölur. Þú getur notað hvort sem er appið eða vefinn okkar til að nálgast ýtarlegar upplýsingar um viðskipti hvers dags á hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum, svo sem um fjölda viðskipta og veltu, ásamt kaup- og sölutilboðum. Allt eru þetta upplýsingar sem nýtast við val á fjárfestingarkostum og auðvelda þér að byggja gott eignasafn til framtíðar.

Þetta er einfalt í framkvæmd, þú finnur samanburðinn inni á undirsíðum tiltekins sjóðs eða hlutabréfs, sjá yfirlitssíður sjóða Landsbréfa, hlutabréfa, skuldabréfa eða vísitalna. Þar ýtir þú á „bera saman“ hnappinn og velur þar þá sjóði eða hlutabréf sem þú vilt bera saman fyrir ákveðið tímabil.

Jóhanna og Halldór starfa í Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
26. ágúst 2022
Kaup í sjóðum getur verið einfaldasta leiðin til að dreifa áhættunni
Sjóðir eru í stuttu máli safn margra fjárfestinga og er ætlað að einfalda fólki dreifingu eigna til að draga úr áhættu og sveiflum. Margar tegundir sjóða eru í boði og fylgja þeir ólíkum markmiðum. Sumir sjóðir stefna til dæmis að því að lágmarka áhættu eða sérhæfa sig í tilteknum atvinnugreinum eða hugmyndafræði, s.s. sjálfbærni.
26. ágúst 2022
Hvernig kaupi ég hlutabréf?
Það er mjög einfalt að kaupa hlutabréf. Til dæmis er hægt að fjárfesta í hlutabréfum einstakra félaga og margskonar sjóðum í netbanka Landsbankans og í Landsbankaappinu á einfaldan hátt og fylgjast þar með þróun fjárfestingarinnar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur