Á vef Landsbankans, undir svæði markaðarins, eða á verðbréfahluta appsins getur þú nálgast allar helstu upplýsingar um hlutabréf og skuldabréf á einfaldan hátt. Þar finnur þú líka allar upplýsingar um sjóði Landsbréfa, eins og eignasamsetningu, fjárfestingarstefnur, helstu áhættuþætti og ávöxtunartölur.
Einn frábær eiginleiki sem Landsbankinn býður upp á er samanburður á gengisþróun milli einstakra hlutabréfa, sjóða og vísitalna. Þetta getur komið að góðum notum þegar þú ert að skoða hvort þú viljir setja peninginn þinn í tiltekna sjóði eða hlutabréf. Samanburðurinn getur líka sýnt hvernig ólíkir sjóðir hafa þróast í gegnum tíðina. Slíkan samanburð er gott að hafa til hliðsjónar til að gera sér grein fyrir mismunandi sveiflum á milli eignaflokka. Hafðu þó í huga að árangur fyrri ára er ekki trygging fyrir áframhaldandi árangri.
Þá er hægt að skoða hvernig ákveðinn sjóður í virkri stýringu eða stök bréf eru að standa sig í samanburði við staðlaðar vísitölur. Þú getur notað hvort sem er appið eða vefinn okkar til að nálgast ýtarlegar upplýsingar um viðskipti hvers dags á hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum, svo sem um fjölda viðskipta og veltu, ásamt kaup- og sölutilboðum. Allt eru þetta upplýsingar sem nýtast við val á fjárfestingarkostum og auðvelda þér að byggja gott eignasafn til framtíðar.
Þetta er einfalt í framkvæmd, þú finnur samanburðinn inni á undirsíðum tiltekins sjóðs eða hlutabréfs, sjá yfirlitssíður sjóða Landsbréfa, hlutabréfa, skuldabréfa eða vísitalna. Þar ýtir þú á „bera saman“ hnappinn og velur þar þá sjóði eða hlutabréf sem þú vilt bera saman fyrir ákveðið tímabil.
Jóhanna og Halldór starfa í Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans.