Fyrstu kaup og við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ur

Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
Ungt fólk
29. ágúst 2024

Fyrstu kaupa úrræðið gerir okkur kleift að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að greiða fyrir fyrsta húsnæðið sem við kaupum okkur, bæði með útborgun og svo inn á húsnæðislán. Það gilda samt ýmsar takmarkanir og einnig er hægt að nýta úrræðið á mismunandi hátt. Í stuttu máli gildir að:

  • Úrræðið gildir í 10 ár í heildina.
  • Hámarksheimild á hvern einstakling er 500.000 kr. á ári, eða 5.000.000 kr. í heild.
  • Nýta má allt að 4% eigið framlag og 2% mótframlag, en ekki uppsafnaða ávöxtun.
  • Þú þarft að eiga a.m.k. 30% hlut í húsnæðinu.
  • Þú þarft að sækja um nýtinguna innan 12 mánaða frá undirritun kaupsamnings.
  • Þau sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði sl. 5 ár geta talist fyrstu kaupendur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
  • Ef þú skiptir um húsnæði á tímabilinu þarf að passa að uppfæra umsóknina hjá skattinum.

Hvernig veit ég hvað má nota mikið?

Fyrst þarf að hafa í huga að það má ekki nýta uppsafnaða ávöxtun, einungis eigið framlag að hámarki 4% og 2% mótframlag frá vinnuveitanda.

Við mælum með því að byrja á að skoða yfirlit yfir það tímabil sem þú ætlar að sækja um að nota. Það geturðu gert í netbankanum eða appinu okkar undir „Lífeyrir“ og „Færslur“ með því að slá inn það tímabil sem þú vilt skoða. Best er að skoða hvert ár fyrir sig til að athuga hvort þú sért yfir eða undir árshámarkinu, sem er 500.000 kr. Athugaðu að þú þarft að skoða launatímabil en ekki á hvaða tíma greiðslur bárust í sjóðinn. 

Þetta hjálpar þér líka við að velja hvaða tímabil þú vilt sækja um að nota – mundu að það má bara nota úrræðið í samfellt 10 ár. Ef þú varst t.d. í hlutastarfi með skóla eða með mun lægri laun fyrir 6 árum en þú ert með í dag gæti borgað sig að sleppa því að nýta þau tímabil og greiða í staðinn lengur inn á lánið í framtíðinni.

Skoðum dæmi og segjum að þú hafir borgað í viðbótarlífeyrissparnað í 6 ár. Hér fyrir neðan er búið að taka saman hversu mikið hefur verið greitt í viðbótarlífeyrissparnað hvert ár.

Fjárhæðir í kr.

Greitt í sjóð Mátt nota Heimild RSK Ónýtt heimild
2018 150.314 150.314 500.000 349.686
2019 211.304 211.304 500.000 288.696
2020 348.215 348.215 500.000 151.785
2021 356.998 356.998 500.000 143.002
2022 399.124 399.124 500.000 100.876
2023 594.245 500.000 500.000 -
2024 652.486 500.000 500.000 -
2025 671.246 500.000 500.000 -
2026 712.004 500.000 500.000 -
2027 735.124 500.000 500.000 -
4.831.060
3.965.955
5.000.000
1.034.045

Í þessu dæmi er gert ráð fyrir að þú sért að sækja um að fá greitt út fyrir árin 2018-2023 og nýtir svo framtíðargreiðslur inn á lán á árunum 2024-2027, samtals 10 ár.

Fyrstu 5 árin er greiðslan í viðbótarlífeyrissparnað það lág að þú átt talsvert ónýtt af ársheimildinni sem verja má til íbúðarkaupa – sjá síðasta dálkinn. Árið 2023 fer upphæðin sem þú greiddir í viðbótarlífeyrissparnað yfir hámarkið. Til að nýta úrræðið betur í heild væri því í þessu tilfelli sniðugt að nota t.d. ekki árin 2018-2020 en greiða í staðinn lengur inn á lánið. 

Umsókn hjá RSK

Fyrstu kaupa úrræðið skiptist í tvennt. Annars vegar er hægt að sækja um útgreiðslu vegna útborgunar fyrir fyrstu eign og hins vegar er hægt að sækja um að greiða inn á höfuðstól láns. Þú getur gengið frá báðum umsóknum á sama tíma, ef öll gögn eru fyrir hendi.

Gögnin sem þú þarf að hafa tiltæk við útfyllingu umsóknar eru:

  • Þinglýstur kaupsamningur
  • Afrit af íbúðaláninu þínu

Sótt er um fyrstu kaupa úrræðið í gegnum þjónustuvef RSK. Passaðu þig á því að ekki er hægt að sækja um úrræðið fyrr en kaupsamningur liggur fyrir. Við mælum því alltaf með því að reikna ekki með upphæðinni fyrr en við afsalsgreiðslu, sem er að jafnaði tveimur mánuðum eftir afhendingu. Það er gott að láta fasteignasala vita strax þegar þú gerir tilboð.

Afgreiðsla umsókna og útgreiðsla

Við sækjum stöðuna á umsóknum hjá RSK á hverjum degi. Þegar RSK hefur skilað samþykktri umsókn til okkar er ekki langur biðtími eftir útgreiðslu því við greiðum út annan hvern dag. Þú færð greitt út á reikninginn sem þú velur í umsóknarferlinu hjá RSK.

Svo mörg voru þau orð! Við vonum að þetta hjálpi og óskum þér alls hins besta við fyrstu kaupin – þetta er bæði spennandi og stressandi tími. Við erum alltaf til staðar ef þig vantar aðstoð og þér er velkomið að bóka símtal við okkur í Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu. Gangi þér vel!

Þú gætir einnig haft áhuga á
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
Íbúðahús
14. okt. 2024
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Rafbíll í hleðslu
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur