Ætti ég að festa vext­ina á íbúðalán­inu mínu?

Seðlabankinn hefur á árinu 2022 hækkað stýrivexti, úr 2% í 5,5% en lægstir voru stýrivextir 0,75% á árinu 2021. Þegar vextir byrjuðu að hækka varð algengara að fólk festi vextina, í 3 eða 5 ár. Í þessari grein er fjallað um muninn á föstum og breytilegum vöxtum og hvað þarf að hafa í huga þegar ákvörðun um lánsform er tekin.
Fasteignir
2. september 2022

Breytilegir vextir geta breyst eða sveiflast í takt við vaxtabreytingar Seðlabankans og önnur fjármögnunarkjör lánveitenda. Fastir vextir eru á hinn bóginn fastir í tiltekinn tíma, yfirleitt annað hvort í 3 eða 5 ár. Ef vaxtastigið er stöðugt eða ef vextir fara lækkandi er yfirleitt hagstæðara að vera með lán á breytilegum vöxtum. Á hinn bóginn er sá möguleiki fyrir hendi að breytilegir vextir hækki en frekar í fyrirsjáanlegri framtíð, umfram þá föstu vexti sem eru nú. Þá hefði mögulega verið hagstæðara að festa vextina.

Afborganir hækka við að festa vexti

Þegar þessi grein er skrifuð (og uppfærð, síðast 2. september 2022) er lítill  munur á breytilegum vöxtum og föstum vöxtum. Breytilegir vextir á nýju óverðtryggðu íbúðaláni hjá Landsbankanum eru t.d. 7% en fastir vextir á óverðtryggðum lánum eru frá 7%, en fara hækkandi með hækkandi veðhlutfalli og hvort vextirnir eru festir í 3 eða 5 ár.

Eins og sést í töflunni hér fyrir neðan hækka mánaðarlegar afborganir við að fara úr breytilegum vöxtum yfir í fasta vexti mismikið, eða allt að 9.885 kr. á mánuði, sé miðað við 30 milljón króna húsnæðislán.

Óverðtryggt íbúðalán að fjárhæð 30 milljónir, jafnar greiðslur, lánstími 40 ár*

50% veðhlutfall Breytilegir vextir Fastir vextir 3 ár Fastir vextir 5 ár
Vextir 7,00% 7,25% 7,00%
Mánaðarleg afborgun 186.569 kr. 192.042 kr. 186.569 kr.
Hækkun úr breytilegum vöxtum - 5.473 kr. 0 kr.
Hækkun á vöxtum - 0,25% 0,00%
       
70% veðhlutfall      
Vextir 7,00% 7,45% 7,20%
Mánaðarleg afborgun 186.569 kr. 196.454 kr. 190.943 kr.
Hækkun úr breytilegum vöxtum - 9.885 kr. 4.374 kr.
Hækkun á vöxtum - 0,45% 0,20%

*Nýtt íbúðalán, miðað við vaxtatöflu bankans 1. september 2022

Er líklegt að vextir muni hækka eða lækka?

Þegar þú leggur mat á hvort rétt sé að festa vextina þarftu m.a. að meta hvort líklegt sé að breytilegir vextir hækki umfram þá föstu vexti sem eru í boði núna. Um þetta er auðvitað erfitt að spá og sitt sýnist hverjum. Í þessari grein verður ekki gerð tilraun til að spá fyrir um þetta en ég mæli með að þú fylgist vel með fréttum, ræðir við bankann þinn og kannir hvað Seðlabankinn og greiningardeildir bankanna og fleiri segja um líklega vaxtaþróun.

Hér má nefna að í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans, sem kom út 19. maí 2022, var því spáð að meginvextir (stýrivextir) Seðlabankans myndu hækka í 6% í árslok 2022. Á næsta ári gætum við byrjað að sjá vaxtalækkanir og spáir deildin því að stýrivextir verði 5,5% við árslok 2023 og 4% í lok árs 2024.

Þegar Seðlabankinn breytir meginvöxtum fylgja lánveitendur yfirleitt í kjölfarið. Sem dæmi má nefna að frá árinu 2021 og fram í ágúst 2022 hækkaði Seðlabankinn meginvexti sína um 4,75 prósentustig. Á sama tímabili hækkaði Landsbankinn breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 3,7 prósentustig og fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækkuðu um 2,5 – 3,2 prósentustig.

Athugið að þetta er aðeins nefnt sem eitt dæmi og segir ekki til um breytingar í framtíðinni.

Upplýsingar um þróun vaxta hjá Landsbanknum

Þróun breytilegra vaxta (PDF)
Þróun fastra vaxta (PDF)

En er hægt að fá svar við spurningunni: Á ég að festa vextina?

Það er ekki hægt að veita eitt rétt svar við spurningunni um hvort fólk eigi að festa vexti. Ákvörðunin byggir á mörgum ólíkum forsendum og það er ekkert víst að það sem hentar einum lántaka henti öðrum. Fólk með háar tekjur miðað við útgjöld á t.d. auðveldara með að takast á við sveiflur í útgjöldum en fólk sem er með lágar tekjur miðað við útgjöld. Sumum getur þótt betra að vita að greiðslubyrðin muni ekki hækka umfram tiltekna fjárhæð (með því að festa vexti) en öðrum finnst allt í lagi að taka áhættuna. Þeim sem vilja minnka áhættu og draga úr óvissu getur einfaldlega liðið betur með að festa vexti – þótt að mögulega muni þau borga meira þegar upp er staðið.

Get ég breytt aftur úr föstum vöxtum yfir í breytilega vexti?

Ef þú festir vextina en vilt síðan færa þig aftur yfir í breytilega vexti, þá gætir þú þurft að greiða uppgreiðslugjald af láninu. Ef vextirnir sem eru í boði þegar þú vilt breyta eru jafnháir eða hærri en föstu vextirnir á láninu þínu, þarftu ekki að greiða uppgreiðslugjald. Ef föstu vextirnir sem eru í boði þegar þú vilt breyta eru lægri getur þú á hinn bóginn þurft að greiða uppgreiðslugjald. Uppgreiðslugjaldið getur þó aldrei orðið hærri en 0,2% af heildarfjárhæð lánsins fyrir hvert ár sem eftir er af fastvaxtatímanum.

Ef þú vilt borga inn á lánið þitt getur þú greitt allt að einni milljón króna inn á höfuðstól íbúðaláns með fasta vexti án þess að greiða uppgreiðslugjald. Hjón og aðrir sem uppfylla skilyrði samsköttunar geta ráðstafað allt að 750.000 kr. á ári úr viðbótarlífeyrissparnaði til greiðslu inn á íbúðalán og einstaklingar geta ráðstafað allt að 500.000 kr. Ef þú vilt borga meira en eina milljón inn á íbúðalán, en hefur um leið áhuga á að festa vextina, getur þú t.d. ákveðið að skipta láninu í tvennt og hafa annað með föstum vöxtum en hitt með breytilegum vöxtum. Þá getur þú ráðstafað viðbótarlífeyrissparnaði og öðrum greiðslum inn á lánið sem ber breytilega vexti og þarft ekki að greiða uppgreiðslugjald.

Að lokum minni ég á að þú getur pantað tíma í íbúðalánaráðgjöf hjá Landsbankanum á vefnum, haft samband í gegnum síma, tölvupóst eða netspjall og fengið frekari upplýsingar á vef bankans.

Höfundur er sérfræðingur í Viðskiptalausnum einstaklinga hjá Landsbankanum.

Greinin birtist fyrst 27. ágúst 2021 og var síðast uppfærð 2. september 2022.

Þú gætir einnig haft áhuga á
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
Íbúðahús
14. okt. 2024
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur