Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tólf félög og atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2022. Hinsegin dagar hefjast þriðjudaginn 2. ágúst en hápunkturinn er Gleðigangan laugardaginn 6. ágúst.
Að öllu jöfnu hefur verið úthlutað 1.500.000 krónum úr pottinum árlega en vegna heimsfaraldursins var potturinn hvorki tæmdur árið 2020 né 2021. Hluta fjárhæðarinnar var þó úthlutað, m.a. vegna þess að félög og skipuleggjendur atriða höfðu þegar lagt út fyrir kostnaði þótt ekkert yrði af göngunum þá. Í einhverjum tilvikum er búnaður sem keyptur var fyrir úthlutunarféð enn til reiðu og nýtist í göngunni nú. Í ár var öllu ráðstöfunarfé ársins og því sem sat eftir frá síðustu tveimur árum, úthlutað og fyrir vikið var hægt að styðja fleiri stærri atriði en ella.
Eftirtalin félög og atriði hlutu styrki úr Gleðigöngupottinum 2022:
- Ásar á Íslandi - 65.000 krónur.
- Bangsafélagið - 200.000 krónur.
- BDSM á Íslandi - 150.000 krónur.
- Hinsegin félagsmiðstöð - 500.000 krónur.
- Hinsegin Félak - 150.000 krónur.
- Hinsegin kórinn - 350.000 krónur.
- Hópur tví- og pankynhneigðra - 65.000 krónur.
- Minningarstund - Dragdrottning Íslands - 450.000 krónur.
- Minority Voice Iceland (MVI) - 350.000 krónur.
- Pilkington Props - 400.000 krónur.
- Trans Ísland - 20.000 krónur.
- Æði vagninn - 350.000 krónur.
Gleðigöngupotturinn er samvinnuverkefni Landsbankans og Hinsegin daga en bankinn hefur verið stoltur bakhjarl Hinsegin daga frá upphafi. Auglýst var eftir umsóknum í júní og styrkþegar voru valdir af dómnefnd sem í sátu Andrean Sigurgeirsson, Anna Eir Guðfinnudóttir, Leifur Örn Gunnarsson, Sigurður Starr Guðjónson og Viima Lampinen.
Við óskum styrkþegunum til hamingju og hlökkum til að sjá atriðin í Gleðigöngunni!