Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
Dagatölin eru nú til afgreiðslu í stærstu útibúum bankans og verða fljótlega komin í þau öll. Viðskiptavinir sem óska eftir dagatali geta sótt þau í næsta útibú. Verið er að senda dagatölin í bréfpósti til virkra viðskiptavina sem eru 66 ára og eldri.
Vatnið er lífið sjálft
Fyrir Íslendinga er vatnið samofið menningu okkar og daglegu lífi, forsenda þess að hér sé hægt að búa. Það er svo órjúfanlegur hluti af tilveru okkar að við tökum stundum ekki eftir því. Vatnið verður á vegi okkar í ótal myndum, getur verið okkar versti óvinur og helsti bandamaður í senn; beljandi foss, svalandi vatnssopi, daggardropi við sólarupprás, nýfallinn snjór eða yljandi laug.
Til að draga úr notkun á pappír er dagatalið prentað í minna upplagi en áður.