Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Sagareg er sig­ur­veg­ari Gul­leggs­ins 2025

17. febrúar 2025

Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.

Lokakeppni Gulleggsins fór fram föstudaginn 14. febrúar sl. í Grósku þar sem stemningin var rafmögnuð og keppendur heilluðu áhorfendur og dómara upp úr skónum.

Landsbankinn hefur verið einn af aðalstyrktaraðilum keppninnar um langt árabil og afhenti Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samskipta og menningar hjá bankanum verðlaunaféð.

1. sæti: Sagareg

Sagareg sjálfvirknivæðir textaskrif, töflugerð og gæðaeftirlit sem tryggir hraðari og áreiðanlegri umsóknir til heilbrigðisyfirvalda. Í teyminu eru þeir Guðjón Ásmundsson og Ómar Ingi Halldórsson.

Verðlaun fyrir 1. sæti voru 2.000.000 krónur frá Landsbankanum.

Á efstu myndinni: Jenna Björk, Sara Pálsdóttir, Ómar Ingi Halldórsson, Guðjón Ásmundsson, Logi Einarsson, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, Sigríður Mogensen.

2. sæti: Hvað nú?

Hvað nú?

Í 2. sæti var Hvað nú? sem veitir syrgjendum heildstæða þjónustu sem einfaldar ferlið í kjölfar andláts ástvina. Þjónustan styður syrgjendur á erfiðum tíma og hjálpar þeim að komast fyrr aftur út í samfélagið. Í teyminu eru þær Erna Niluka Njálsdóttir og Guðrún Heimisdóttir.

Verðlaun fyrir 2. sæti voru 1.000.000 krónur frá Landsbankanum. Þær hlutu einnig sérstök verðlaun frá KPMG: 20 klukkustunda ráðgjöf sem var kynnt af Önnu Guðrúnu Gunnlaugsdóttur.

3. sæti: Samvís

Samvís

Samvís þróar nýja kynslóð leitarvéla fyrir vísindamenn og námsmenn með gervigreindartækni. Lausnin auðveldar aðgengi að rannsóknum og skapar brú milli vísinda og samfélags. Í teyminu eru þeir Birgir Bragi Gunnþórsson, Einir S. Arinbjarnarson, Haukur Ingi S. Jónsson og Jóhann T. Portal.

Verðlaun fyrir 3. sæti voru 500.000 krónur frá Landsbankanum. Samvís var einnig valið sem háskólateymið sem fer fyrir Íslands hönd til Aþenu á alþjóðlega frumkvöðlakeppni í boði JA Iceland, kynnt af Petru Bragadóttur, framkvæmdastjóra JA Iceland.

Sérstök verðlaun: Planda og pilot bloks

Planda

Pilot bloks

Planda hlaut verðlaun fyrir lausn sem auðveldar vinahópum að finna sameiginlegan tíma til að hittast. Coca-Cola á Íslandi veitti teyminu markaðsráðgjöf frá Atla Sigurði Kristjánssyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs félagsins, en verðlaunin kynnti Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi.

Gróska bauð upp á þriggja mánaða aðstöðu í Gróðurhúsinu, veitt af Sigurði Ólafssyni. Þau verðlaun hlaut pilot bloks, sem hefur þróað stýrikerfi fyrir gatnalýsingu sem er einfalt og hagkvæmt í rekstri og byggir á opnum hugbúnaði.

Heiðursverðlaun 2025 – Meniga

Meniga heiðursegg

Að lokum fékk Meniga heiðursverðlaun Gulleggsins 2025 fyrir framúrskarandi framlag sitt til íslensks frumkvöðlastarfs. Meniga tók þátt í Gullegginu árið 2009 og var þá á meðal topp 10 en hlaut ekki verðlaunasæti. Síðan hefur Meniga náð miklum árangri og fest sig í sessi sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði. Sigríður Mogensen, stjórnarformaður KLAK, veitti viðurkenninguna, og Ásgeir Örn Ásgeirsson, Viggó Ásgeirsson og Georg Lúðvíksson, stofnendur Meniga, tóku við henni og ávörpuðu viðstadda.

Þú gætir einnig haft áhuga á
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi: