Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja

Á meðal nýjunga er vinnuborðið sem er sameiginlegt vinnusvæði fyrir alla í fyrirtækinu. Hægt er að hlaða upp greiðsluskrám, launaskrám, vista drög að greiðslum og senda greiðslur í samþykkt af vinnuborðinu. Þar er líka hægt að velja ein eða fleiri greiðslufyrirmæli og greiða með einni og sömu staðfestingu. Það má líkja vinnuborðinu við innkaupakörfu þar sem þú safnar millifærslum, ógreiddum reikningum og greiðsluskrám í körfuna og greiðir svo í heild eða að hluta, allt eftir því hvað hentar best.
Það er fleira sem einfaldar viðmótið og eykur hagræði. Innskráning og staðfesting á greiðslum styðst nú við lífkenni í síma, rafræn skilríki eða Auðkennisappið í stað RSA-lykla og leyninúmer, sem munu brátt heyra sögunni til. Við settum innlendar og erlendar greiðslur undir sama hatt, líkt og í Landsbankaappinu, og á viðtakendasíðunni sjást núna allir sem taka við greiðslum frá fyrirtækinu, óháð því hvort um erlenda eða innlenda aðila er að ræða. Við höfum líka endurhannað greiðsluleitina þannig að ekki þarf lengur að fara á marga mismunandi staði til að leita að greiðslum, heldur leysir ein öflug leitarvél hinar af hólmi.
Við aðstoðum þig með ánægju og svörum gjarnan öllum spurningum um þjónustuna. Heyrðu í okkur í síma 410 5000 eða með því að senda okkur tölvupóst á fyrirtaeki@landsbankinn.is.









