Netbanki fyrirtækja

Nýr og end­ur­bætt­ur net­banki

Inn­leið­ing og yf­ir­færsla á not­end­um í nýja net­bank­ann stend­ur yfir.

Kynntu þér breytingarnar

Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og aðgengilegri en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn.

Tölva með netbanka fyrirtækja á skjánum

Í þessu stutta myndbandi kynnum við helstu nýjungar í nýja netbankanum. Við sýnum þér vinnuborðið og breytingar á millifærslum, greiðslu reikninga og stofnun greiðsluskráa.

Vinnuborð fyrirtækja

Vinnuborðið er sameiginlegt vinnusvæði fyrir fyrirtækið. Hægt er að hlaða upp greiðsluskrám, launaskrám, vista drög að greiðslum og senda greiðslur í samþykkt. Af vinnuborðinu er hægt að velja ein eða fleiri greiðslufyrirmæli og greiða með einni og sömu staðfestingu.

Innskráning og staðfesting á greiðslum

Innskráning og staðfesting á greiðslum styðst nú við lífkenni í síma, rafræn skilríki eða Auðkennisappið í stað RSA-lykla og leyninúmers sem munu brátt heyra sögunni til. Lífkenni er virkjað í gegnum Landsbankaappið.

Maður við tölvu

Millifærslur

Nú eru innlendar og erlendar greiðslur undir sama hatti, líkt og í Landsbankaappinu. Á viðtakandasíðu sjást allir sem taka við greiðslum frá fyrirtækinu, óháð því hvort um erlenda eða innlenda aðila er að ræða.

Greiðsluleit

Ekki þarf lengur að fara á marga mismunandi staði til að leita að greiðslum eftir eðli þeirra, heldur leysir ein öflug leitarvél hinar af hólmi.

Heyrðu í okkur

Við aðstoðum þig með ánægju og svörum gjarnan öllum spurningum um þjónustuna. Heyrðu í okkur í síma 410 5000 eða með því að senda okkur tölvupóst á nyrnetbanki@landsbankinn.is.

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur