Sjálfbærnistefna
Sjálfbærnistefna
Sjálfbærnistefnan skilgreinir helstu áherslur bankans í sjálfbærni og lýsir því hvernig við hyggjumst tileinka okkur þær í starfseminni.
Jákvæð áhrif
Við viljum stuðla að sjálfbærni og stöðugri framför í íslensku samfélagi. Skýr og metnaðarfull sjálfbærnistefna varðar veginn okkar og veitir aðhald.

Sjálfbærnistefna Landsbankans
Sjálfbærnistefna Landsbankans er innleidd í starfsemi allra sviða bankans, skilgreinir helstu áherslur okkar í sjálfbærni og lýsir því hvernig við hyggjumst tileinka okkur þær í starfseminni. Stefnan fjallar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, loftslagsmál, félagslega þætti, stjórnarhætti, UFS-áhættumat, ábyrgar fjárfestingar og ábyrgar lánveitingar.
Til að ná árangri er nauðsynlegt að setja sér markmið og það á við um sjálfbæra þróun eins og annað. Við setjum okkur krefjandi markmið sem við endurskoðum með reglulegu millibili en markmiðin byggja á sjálfbærnistefnu bankans. Upplýsingagjöf Landsbankans er einnig tengd sjálfbærnimarkmiðunum, en við miðlum upplýsingum um gang mála, bæði með gagnsæi og fræðslu að leiðarljósi.
Krefjandi markmið
Núverandi sjálfbærnimarkmið eru átta og skiptast í flokkana sjálfbærni, umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti.
Heimsmarkmiðin
Landsbankinn fylgir þremur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sérstaklega, sem og viðmiðum UNEP-FI um ábyrga bankastarfsemi. Þeim síðarnefndu er ætlað að tengja bankastarfsemi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Parísarsáttmálann.



Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.