Sjálfbærnistarf bankans

Sjálfbærnistarf bankans

Við erum leiðandi í sjálfbærni, metnaðarfullur þátttakandi í umræðunni um efnahagsmál og öflugur útgefandi fræðslu af ýmsum toga.

Tímalína 2024

Sjálfbærnivegferð og skuldbindingar

Landsbankinn hefur sett sér það markmið að vera í fararbroddi í sjálfbærnimálum. Sjá tímalínu hér að ofan.

Sjálfbær fjármálaumgjörð

Sjálfbær fjármálaumgjörð Landsbankans myndar ramma um fjármögnun bankans á umhverfisvænum og félagslegum verkefnum. Við höfum gefið út slíka umgjörð sem eykur möguleika okkar á að fjármagna umhverfisvæn og félagsleg verkefni, s.s. orkuskipti, umhverfisvæna innviði og sjálfbæran sjávarútveg. Við gefum reglulega út áhrifaskýrslu sjálfbærrar fjármögnunar og fáum álit frá þriðja aðila til að tryggja að fjármögnuð verkefni uppfylli kröfur sjálfbæru fjármálaumgjarðarinnar og tryggja gagnsæi. Umgjörðin hefur hlotið mat alþjóðlega matsfyrirtækisins Sustainalytics.

Ábyrgar fjárfestingar

Við höfum unnið markvisst að innleiðingu á stefnu um ábyrgar fjárfestingar undanfarin ár. Samþætting umhverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta við mat á fjárfestingarkostum hefur jákvæð áhrif á ávöxtun fjárfestinga til lengri tíma og dregur úr rekstraráhættu. Landsbankinn er stofnaðili að IcelandSIF. Hann er einnig aðili að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) og ábyrga bankastarfsemi (UN PRB), auk hnattræns samkomulags SÞ (UN Global Compact).

Fjölskylda

Árs- og sjálfbærniskýrsla

Í árs- og sjálfbærniskýrslu bankans fjöllum við ítarlega um sjálfbærnivinnu okkar og áhrif bankans á umhverfi og samfélag. Við fylgjum viðmiðum Global Reporting Initiative, meginatriðum (GRI Standards).

Fjölskylda úti í náttúru

Kolefnislosun

Við höfum metið kolefnislosun frá lánasafni okkar með PCAF-loftslagsmælinum. Þannig þekkjum við svokallaða fjármagnaða kolefnislosun bankans aftur til ársins 2019 en nýjasta skýrslan okkur um mat á kolefnislosun hefur fengið staðfestingu óháðs endurskoðanda. Helsta áskorun banka í vegferðinni að kolefnishlutleysi hefur verið að meta óbein umhverfisáhrif sín sem eru mun meiri en bein áhrif. Í okkar tilfelli er minna en 1% losunar frá beinum rekstri. Þekking byggð á gögnum er algjört lykilatriði í vinnu að því halda hlýnun jarðar undir markmiðum Parísarsamkomulagsins.

Reiðhjól

Landsbankinn með staðfest vísindaleg markmið um samdrátt í losun

Markmið Landsbankans um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hafa verið samþykkt af Science Based Targets initiative (SBTi). Við erum fyrsti bankinn á Íslandi til að ná þessum áfanga. Markmið Landsbankans miðast að því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C að meðaltali.

Fólk að ganga við Helgafell

Starfsemin kolefnisjöfnuð

Við höfum kolefnisjafnað hefðbundna starfsemi bankans fyrir árið 2022 og hlotið hina alþjóðlega viðurkenndu CarbonNeutral® vottun. Í samstarfi við Natural Capital Partners höfum við kolefnisjafnað starfsemina með bindingu eða minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Sú binding er vottuð samkvæmt ströngustu alþjóðlegu stöðlum og hefur þegar átt sér stað.

Foss

Umhverfismál

Við þekkjum umhverfisáhrif okkar og gerum nákvæma greiningu á beinum og óbeinum umhverfisáhrifum okkar ofar í virðiskeðjunni út frá alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði GHG Protocol. Við birtum ítarlegar upplýsingar um umhverfismál og kolefnisspor bankans í árs- og sjálfbærniskýrslu bankans sem er aðgengileg öllum á vefnum okkar.

Iðnaðarmenn að störfum

Sjálfbærnistyrkir

Við veitum 10 milljónir króna árlega úr Sjálfbærnisjóði bankans til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið og stuðla að sjálfbærni. Miðað er við að hver styrkur sé að upphæð 1.000.000 - 2.000.000 krónur.

Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni

Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu.

Hægt að spara stórfé með því að leggja bílnum

Svigrúmið til að skera niður föst útgjöld heimilisins þannig að virkilega muni um er oft lítið. Eitt liggur þó betur við höggi en flest annað, nefnilega hinn rándýri einkabíll!

Fleiri greinar tengdar sjálfbærni

Hér má finna fleiri fræðslugreinar þar sem farið er yfir ýmsa þætti er koma að sjálfbærnimálum

Sjálfbærnidagur 2024

Sjálfbærnidagur 2024

Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur