B Corporation - B Corp
Felur í sér í stuttu máli:
„Certified B Corporations“ eru fyrirtæki sem uppfylla ströngustu kröfur um félagslegar og umhverfislegar kröfur, opinbert gagnsæi og lagalega ábyrgð.
Sjálfbærnihugtök eiga það flest sameiginlegt að vera skammstöfuð til styttingar, þess vegna er núna til fjöldinn allur af skammstöfunum sem kunna að torvelda samskipti um þau. Hér er búið að safna saman helstu sjálfbærniskammstöfunum sem tengjast fjármálum.
B Corporation - B Corp
Felur í sér í stuttu máli:
„Certified B Corporations“ eru fyrirtæki sem uppfylla ströngustu kröfur um félagslegar og umhverfislegar kröfur, opinbert gagnsæi og lagalega ábyrgð.
Carbon Disclosure Project - Samtök um kolefnisbókhald
Felur í sér í stuttu máli:
Samtökin um kolefnisbókhald eru samtök sem hjálpa fyrirtækjum og borgum að upplýsa um umhverfisáhrif sín.
Climate Disclosure Standards Board - Staðlaráð um loftslagsupplýsingar
Felur í sér í stuttu máli:
Stofnun sem vinnur að því að veita fjárfestum og fjármálamörkuðum efnislegar upplýsingar með því að samþætta upplýsingar tengdar loftslagsbreytingum í almenna fjárhagsskýrslu.
Conference of the parties - 15. og 27. ráðstefna aðildarríkjanna
Felur í sér í stuttu máli:
COP er stytting á enska heitinu „Conference of the Parties“ eða ráðstefna aðildarríkja og er þar vísað til alþjóðlegra samninga, annars vegar um loftslagsmál og hins vegar fjölbreytni lífríkisins. Sameinuðu þjóðirnar skipuleggja ráðstefnurnar en þátttakendur eru háttsettir fulltrúar ríkja, staðbundinna samtaka og frjálsra félagasamtaka. Talan aftan við vísar til númers fundar í gegnum árin. Það hafa verið haldnir færri fundir um líffjölbreytileika þannig að COP15 vísar til þess en COP27 til loftslagsmála.
Corporate Sustainability Due Diligence - Áreiðanleikakönnun á sjálfbærnimálum fyrirtækja
Felur í sér í stuttu máli:
Miðar að því að efla sjálfbæra og ábyrga hegðun fyrirtækja.
Corporate Sustainability Reporting Directive - Tilskipun um upplýsingagjöf fyrirtækja á sviði sjálfbærni
Felur í sér í stuttu máli:
Löggjöf Evrópusambandsins sem krefst þess að öll stór fyrirtæki birti reglulega skýrslur um UFS-áhrif.
European ESG Template - Evrópskt UFS-sniðmát
Felur í sér í stuttu máli:
Sniðmát til að skiptast á fjárhagslegum gögnum sem búið er til af FinDatEx, sameiginlegu skipulagi sem komið var á fót af fulltrúum evrópska fjármálaþjónustugeirans, til að auðvelda upplýsingagjöf tengdum UFS-þáttum.
Environment, social and governance - Umhverfismál, félagslegir þættir og stjórnarhættir (UFS)
Felur í sér í stuttu máli:
ESG sem hefur fengið skammstöfunina UFS á íslensku, er samheiti yfir viðleitni fyrirtækja á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar.
European Union Taxonomy (for Sustainable Activities) - Flokkunarkerfi Evrópusambandsins (fyrir sjálfbæra starfsemi)
Felur í sér í stuttu máli:
Með þessari reglugerð Evrópusambandsins er samræmt verklag og settur rammi um sjálfbærar fjárfestingar. Flokkunarreglugerðin svokallaða (e. Taxonomy Regulation) er skref í átt að sjálfbæru fjármálakerfi og sýnir í verki að alvara býr að baki markmiðum ESB á sviði loftslagsmála.
Glasgow Financial Alliance for Net Zero - Glasgow-bandalag fjármálafyrirtækja um kolefnishlutleysi
Felur í sér í stuttu máli:
Bandalag fjármálafyrirtækja sem hafa sett sér markmið um minnkun losunar.
Global Real Estate Sustainability Benchmark - GRESB-viðmið
Felur í sér í stuttu máli:
Upprunlega merkir skammstöfunin Global Real Estate Sustainability Benchmark en hefur seinna staðið sjálfstæð sem nafn stofnunarinnar. Óháð stofnun sem veitir staðfest UFS-frammistöðugögn og jafningjaviðmið fyrir fjárfesta og stjórnendur.
Global Reporting Initiative - Alþjóðasamstarf um samræmda upplýsingagjöf
Felur í sér í stuttu máli:
Stofnun sem aðstoðar fyrirtæki, stjórnvöld og aðrar stofnanir við að skilja og miðla upplýsingum um áhrif þeirra á málefni eins og loftslagsbreytingar, mannréttindi og spillingu. GRI gerir það með því að búa til samræmd viðmið um upplýsingagjöf vegna sjálfbærni.
Global Sustainability Standards Board - Alþjóðastaðlaráð fyrir sjálfbærni
Felur í sér í stuttu máli:
GSSB setti fyrstu alþjóðlega viðurkenndu viðmiðin fyrir sjálfbærniskýrslugerð – þ.e. GRI-viðmiðin.
International Capital Market Association - Alþjóðasamtök aðila á verðbréfamarkaði
Felur í sér í stuttu máli:
Samtökin vinna að því að efla trúverðugleika markaða, viðeigandi regluumhverfi, stuðla að fræðslu og góðum samskiptum.
International Carbon Reduction and Offset Alliance - Alþjóðasamtök seljenda kolefnisvottorða
Felur í sér í stuttu máli:
Vottunaraðili fyrir kolefniseiningar á frjálsa kolefnismarkaðnum (e. voluntary carbon market).
International Financial Reporting Standards - Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar
Felur í sér í stuttu máli:
Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar, þróaðir af stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni.
International Integrated Reporting Council - Alþjóðaráð um samþætta skýrslugerð
Felur í sér í stuttu máli:
Þróun samþættrar skýrslugerðar til að efla og styrkja núverandi (árs)skýrslugerðaraðferðir til að þær veiti upplýsingarnar sem þarf til þess að þróa alþjóðlegt efnahagslíkan til að mæta sjálfbærnikröfum nútímans.
Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services - Milliríkjavettvangur um samþættingu vísinda og stefnu vegna líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa
Felur í sér í stuttu máli:
Stutt og laggott nafn sem vísar til milliríkjastofnunar sem vinnur að því að bæta snertifleti vísinda og stefnu í málefnum líffræðilegs fjölbreytileika og vistkerfa.
Intergovernmental Panel on Climate Change - Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar
Felur í sér í stuttu máli:
Milliríkjastofnun Sameinuðu þjóðanna en hlutverk hennar er að efla vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum af mannanna völdum.
International Sustainability Standards Board - Alþjóðlegt staðlaráð um sjálfbær reikningsskil
Felur í sér í stuttu máli:
Markmið tillagnanna er að skapa alþjóðlega grunnlínu fyrir fjárfestamiðaða sjálfbærniskýrslu.
Non-Financial Reporting Directive - Tilskipun um reikningsskil fyrir ófjárhagslegar upplýsingar
Felur í sér í stuttu máli:
Leiðbeiningar um hvernig eigi að greina frá ófjárhagslegum upplýsingum í ársreikningi. Grein 66 d. í ársreikningalögum er unnin upp úr NFRD og er þetta undanfari CSRD sem mun taka við u.þ.b. 2025.
Network for Greening the Financial System - Samstarf um grænþróun fjármálakerfisins
Felur í sér í stuttu máli:
Samstarfsnet seðlabanka og fjármálaeftirlitsstofnana sem miðar að því að flýta fyrir umbreytingunni að grænum fjármálum og þróa ráðleggingar um hlutverk seðlabanka í loftslagsbreytingum.
Net-Zero Banking Alliance - Samtök um kolefnishlutleysi banka
Felur í sér í stuttu máli:
Samtök banka sem hafa sett sér markmið um minnkun losunar í átt að kolefnishlutleysi frá rekstrinum.
Partnership for Biodiversity Accounting Financials - Samtök um þróun bókhalds fyrir líffræðilegan fjölbreytileika
Felur í sér í stuttu máli:
Samtök sem halda utan um aðferðafræði sem gerir fjármálafyrirtækjum kleift að áætla áhrif sín á líffræðilegan fjölbreytileika frá lána- og eignasafni sínu.
Partnership for Carbon Accounting Financials - Samtök um kolefnislosun í lánasafni fjármálafyrirtækja
Felur í sér í stuttu máli:
Samtök sem halda utan um aðferðafræði sem gerir fjármálafyrirtækjum kleift að áætla losun gróðurhúsalofttegunda frá lána- og eignasafni sínu.
Principles for Responsible Banking - Reglur um ábyrga bankastarfsemi
Felur í sér í stuttu máli:
Tilgangur PRB er að bankar grípi til aðgerða til að samræma kjarnastefnu sína, þ.e. ákvörðunartöku, lánveitingar og fjárfestingar við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlega samninga eins og Parísarsáttmálann. Aðilar að reglunum skuldbinda sig til að fylgja viðmiðum þeirra, mæla og birta óbeina losun gróðurhúsalofttegunda frá lána- og eignasafni og birta endurskoðaða framvinduskýrslu árlega.
UN Principles for Responsible Investment - Reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar
Felur í sér í stuttu máli:
Alþjóðleg samtök á vegum Sameinuðu þjóðanna sem vinna að því að stuðla að samþættingu UFS-þátta í ákvörðunartöku um fjárfestingar. Fjármálafyrirtæki sem gerast aðilar að PRI skuldbinda sig til þess að vinna að sex markmiðum PRI um ábyrgar fjárfestingar og gefa út árlega framvinduskýrslu.
Sustainability Accounting Standards Board - Staðlaráð um sjálfbær reikningsskil
Felur í sér í stuttu máli:
Samtök sem vinna að því að þróa ramma um sjálfbær reikningsskil.
Science Based Targets initiative - Loftlagsmarkmið byggð á vísindum
Felur í sér í stuttu máli:
Markmið um minnkun losunar byggt á vísindum og staðfest af vísindamönnum.
Sustainable Development Goals - Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
Felur í sér í stuttu máli:
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru 17 talsins, margþætt og metnaðarfull. Þau krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila. Markmið þeirra er að auka jöfnuð, ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun og eyða fátækt úr heiminum fyrir árið 2030.
Sustainable Finance Disclosure Regulation - Reglugerð um upplýsingagjöf um sjálfbærni í fjármálaþjónustu
Felur í sér í stuttu máli:
Evrópsk reglugerð sem ætlað er að bæta gagnsæi á markaði fyrir sjálfbærar fjárfestingarvörur, koma í veg fyrir grænþvott og auka gagnsæi í kringum sjálfbærnikröfur til aðila á fjármálamarkaði.
Task Force on Climate-related Financial Disclosures - Starfshópur um upplýsingagjöf vegna loftslagsbreytinga
Felur í sér í stuttu máli:
Starfshópurinn var stofnaður til þess að þróa samræmda, loftslagstengda upplýsingagjöf um fjárhagslega áhættu af völdum loftslagsbreytingum. Áhættan skiptist í umbreytinga- og raunlæga áhættu.
Task Force on Nature-related Financial Disclosures - Starfshópur um upplýsingagjöf vegna umhverfismála
Felur í sér í stuttu máli:
Starfshópurinn var stofnaður til þess að búa til og þróa áhættustjórnunar- og upplýsingaramma fyrir fjármálastofnanir til að tilkynna og bregðast við umhverfistengdri áhættu.
United Nations Environment Programme Finance Initiative - Framtaksverkefni fjármálageirans og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna
Felur í sér í stuttu máli:
UNEP FI er alþjóðlegt samstarf á milli Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og fjármálageirans sem hvetur til aðgerða í átt að samræmdu hagkerfi við sjálfbæra þróun. Landsbankinn var einn af stofnaðilum UNEP FI árið 1992.
United Nations Framework Convention on Climate Change - Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar
Felur í sér í stuttu máli:
Rammasamningurinn er eins konar móðir Kyoto-bókunarinnar árið 1997 og Parísarsáttmálans árið 2015.
United Nations Global Compact - Hnattrænt samkomulag Sameinuðu þjóðanna
Felur í sér í stuttu máli:
Sáttmáli á vegum Sameinuðu þjóðanna um siðferði og ábyrgð í viðskiptum.
World Business Council for Sustainable Development - Alþjóðaviðskiptaráð fyrir sjálfbæra þróun
Felur í sér í stuttu máli:
Þing um 200 forstjóra fyrirtækja víðsvegar um heiminn sem vinna að hraðari umskiptum og kerfisbreytingum í þágu kolefnishlutleysis, náttúrunnar og jafnréttis.
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.
Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.
Tryggja virkni vefsins
Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins
Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar