Hægt að spara stór­fé með því að leggja bíln­um

Svigrúmið til að skera niður föst útgjöld heimilisins þannig að virkilega muni um er oft lítið. Eitt liggur þó betur við höggi en flest annað, nefnilega hinn rándýri einkabíll!
16. janúar 2024

Allir þurfa að borða, greiða leigu eða afborganir af fasteignalánum. Það þarf líka að borga fyrir sjónvarpsáskriftirnar og símanotkunina. Áhugamálin kosta sitt, svo ekki sé talað um útgjöld vegna blessaðra barnanna. Svigrúmið til að skera niður föst útgjöld þannig að virkilega muni um í heimilisbókhaldinu er oft lítið. Ein uppspretta fastra útgjalda liggur þó vel við höggi og betur en flestar aðrar, nefnilega einkabíllinn.

Mánaðarlegur kostnaður við bílinn 119.000 kr. 

Allir vita að það er dýrt að reka bíl en margir súpa hveljur þegar þeir átta sig á að kostnaður við að eiga og reka nýjan bíl er hvorki meira né minna en 119.000 krónur á mánuði, eða rúmlega 1,4 milljón króna á ári, samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem miða við janúar 2023. Þetta er lægsta upphæðin sem FÍB gefur upp og miðar við bíl sem kostar 3,6 milljónir króna og er ekið um 15.000 km á ári. Hér er ekki reiknað með kostnaði við bílalán því FÍB reiknar með að bíllinn hafi verið staðgreiddur en á hinn bóginn er gert ráð fyrir kostnaði við að hafa fjármagn bundið í bílnum og verðrýrnun. Samtals nemur sá kostnaður um 570.000 krónum á ári. Jafnvel þótt að bíllinn hafi ekki kostað krónu og rýrni því ekki í verði, þá er rekstrarkostnaður á ári samt um ein milljón króna.

Eftir því sem bíllinn er dýrari, þyngri og eyðslufrekari er kostnaðurinn auðvitað meiri. Árlegur kostnaður við að reka og eiga bíl sem kostar 6,6 milljónir króna og er líka ekið um 15.000 km á ári er um 237.000 krónur á mánuði, eða um 2,5 milljónir króna á ári.

Margir bíleigendur malda eflaust í móinn þegar þeir sjá þessar tölur og segja að það geti nú ekki verið svona dýrt að eiga einn bíl! Þeim má benda á að FÍB vandar til verka og miðar m.a. tölur um verðrýrnum við upplýsingar sem eru unnar upp úr gögnum frá bílasölum bifreiðaumboðanna. Efasemdarmenn geta kíkt á útreikninga FÍB. Útreikningarnir miða við nýja bensínknúna bifreið.

Reiðhjól

Ígildi (mjög) ríflegrar kauphækkunar

Árið 2022 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 871.000 krónur á mánuði. Miðgildi heildarlauna var 775.000 krónur sem þýðir að helmingur launamanna var með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Launamaður sem er með 775.000 krónur í heildartekjur á mánuði fær útborgað um 540.000 kr. á mánuði og hann munar því augljóslega gríðarlega mikið um 119.000 króna útgjöld á mánuði. Með því að selja bílinn, þennan sem kostaði 3,6 milljónir króna, getur meðalmaðurinn aukið ráðstöfunartekjur sínar um 22% á mánuði! Þetta er augljóslega langbesta leiðin til að hækka ráðstöfunartekjurnar. Ef við miðum við meðallaun (en ekki miðgildi) er niðurstaðan svipuð, þ.e. ráðstöfunartekjurnar hækka um 20% á mánuði.

Treystir þú þér ekki til að losa þig alveg við bílinn, þá er líka hægt að spara mikið með því að nota hann minna. Með því að draga úr akstri um helming, þ.e. keyra 7.500 km í stað 15.000 km á ári, lækkar árlegur rekstrarkostnaður um 270.000 kr.

Glöggir lesendur taka sjálfsagt eftir að hér er ekki gert ráð fyrir kostnaði við reiðhjólið. Það skiptir þó í rauninni ekki miklu máli í þessu samhengi. Reiðhjól eru ekki ýkja dýr og það er ekki kostnaðarsamt að halda þeim við. Á mörgum vinnustöðum eru þar að auki í boði samgöngustyrkir fyrir þá sem hjóla eða taka strætó.

Óþarfi að finna upp hjólið

Auðvitað geta ekki allir hjólað til vinnu. Sumir þurfa að sækja vinnu um langan veg eða geta vegna annarra aðstæðna ekki sleppt bílnum. Það er hins vegar ljóst að margir sem keyra í vinnuna gætu allt eins hjólað þangað. Andlegan stuðning og góð ráð má sækja víða, m.a. hjá Samtökum um bíllausan lífsstíl (Facebook), og Landssamtökum hjólreiðamanna. Ég ætla ekki að tíunda hér jákvæð áhrif hjólreiða í stað bílferða á umhverfið og eigin heilsu, til þess þyrfti lengri grein.

Ég tala af reynslu. Ég hef hjólað til og frá vinnu frá árinu 2009, allan ársins hring. Ég mæli með þessu við hvern sem er og ég skil satt að segja ekki hvernig fólk nennir að keyra í vinnuna, hafi það kost á því að hjóla í staðinn! Hjólreiðar eru miklu betri en akstur, ekki bara vegna hins gríðarlega fjárhagslega ávinnings (samtals eitthvað um 15 milljónir króna frá 2009 en hvert fóru þær?) heldur aðallega vegna þess að það er hressandi og skemmtilegt og gerir mann bæði fallegri og gáfaðri.

Þessi pistill er í raun uppfærður pistill frá 2014 sem líka birtist hér á vefnum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Íbúðahús
14. okt. 2024
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Rafbíll í hleðslu
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur