Sjálfbær sparnaður

Hjón úti í náttúru

Ávöxt­un sem bygg­ir á sjálf­bærni

Sparaðu og hjálpaðu umhverfinu í leiðinni

Með sjálfbærum sparnaði gefst þér kostur á að hafa áhrif með því að ráðstafa sparnaði þínum í verkefni og fjárfestingar sem styðja við sjálfbærni.

Hnattræn áhrif
Hringrás
Auðlindir
Ábyrgar fjárfestingar
Hjón úti í náttúru
Eignadreifing sjálfbær

Í þessum sjóði er leið eignadreifingar og sjálfbærni valin til ávöxtunar. Til að ná sem bestri ávöxtun með sem minnstri áhættu er skynsamlegt að kaupa í dreifðu eignasafni.

Fólk að ganga við Helgafell
Vaxtareikningur sjálfbær

Fjármagni sem lagt er inn á Vaxtareikning sjálfbæran er ráðstafað til verkefna sem stuðla að sjálfbærni. Þannig er hægt að láta sparnaðinn hafa góð áhrif á umhverfi og samfélag.

Hvað er sjálfbær sparnaður?

Þegar þú leggur pening inn á sjálfbæran sparireikning eyrnamerkjum við þá upphæð til sjálfbærra útlána. Bílalán fyrir rafmagnsbílum eru dæmi um sjálfbær útlán.

Hvernig leggjum við mat á sjálfbærni?

Sjálfbærum sparnaði er alla jafna ráðstafað í fjárfestingar sem metnar eru út frá umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum eða í útlán sem falla undir sjálfbæra fjármálaumgjörð Landsbankans.

Fólk úti að ganga í náttúru
Hvernig getur sparnaður stuðlað að sjálfbærara samfélagi?

Loftslagsbreytingar, góðir stjórnarhættir og ábyrg nýting auðlinda jarðar eru aðeins nokkur viðfangsefni sjálfbærni.

Fjárfestum í framtíðinni

Fjárfestar hafa í auknum mæli tileinkað sér aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga enda sýna rannsóknir fylgni milli góðs árangurs fyrirtækja í sjálfbærnimálum og arðsemi í rekstri til lengri tíma.

Fjöll
Vegvísir að sjálfbærri framtíð

Landsbankinn hefur nú gefið út sjálfbæra fjármálaumgjörð í fyrsta sinn. En hvers vegna og hvaða þýðingu hefur þessi útgáfa?

Algengar spurningar

Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Viðskipti með sjóði geta verið áhættusöm og ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað, t.d. vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum.

Áhugasamir fjárfestar eru því hvattir til að gera sjálfstæða könnun á þeim upplýsingum sem ákvörðun þeirra um fjárfestingu byggir á og leita óháðrar ráðgjafar þar um, þ.m.t. um skattaleg atriði sem kunna að snerta fjárfestinguna.

Athygli er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir samkvæmt lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Fjárfestum er bent á að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingu sjóða áður en fjárfest er í þeim en þar eru að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, s.s. um áhættuþætti, fjárfestingarheimildir og notkun afleiðna. Þá má finna almennar upplýsingar um áhættuþætti vegna fjárfestinga í sjóðum í áhættulýsingu Landsbankans vegna viðskipta með fjármálagerninga sem aðgengileg er hér til hliðar.

Útboðslýsingu, lykilupplýsingar, og aðrar upplýsingar um sjóði Landsbréfa má nálgast undir nafni viðkomandi sjóðs hér.

Áhættulýsing vegna viðskipta með fjármálagerninga (PDF)

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Fjölskylda
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur